Franskir dagar - 01.07.2010, Blaðsíða 30

Franskir dagar - 01.07.2010, Blaðsíða 30
Franskir dagar - Les jours franqais 1920 eru GuSmundur og Hólmfríður þá húsráð- endur í Valhöll sem var byggð að hluta úr öðru húsi, Konráðshúsi, sem stóð í þéttbýlinu í Mjóafirði. Guð- mundur keypti það hús, léttaka það ofan árið 1918 ogflytja á Fáskrúðsfjörð. Valhöll var reist ofan á Saltaríið sem var salthús á einni hæð ásamt risi í eigu Guðmundar. Kjallari Valhallar var því áður salthús byggt 1886 og líklega hefur Valhöll risið í nokkrum áföngum á árunum 1915 til 1926. Sam- kvæmtfasteignamati frá 1930 er Valhöll hækkuð og endurbyggð árið 1915 og efsta hæð hússins útbúin til íbúðar árið 1926. í manntali frá árinu 1940 erValhöll enn I eigu Hólmfríðar. Miðað við ofangreindar heimildir hafa hjónin Guðmundurog Hólmfríður flutt í Valhöll árið 1916 en Jensína og Brynjólfur þá flutt í Guðmundarhús. í manntali frá 1920 er ekki getið um Guðmundarhús en aftur á móti er þar hús nefnt Kaupangur og sagt vertshús og heitir vertinn Brynjólfur. Brynjólfur og Jensína ráku kaffihús og ölstofu í Kaupangi um nokkurt skeið, jafnvel öll ár sín þar, eða fram til 1941. Á mynd af húsinu, sem talin ertekin um 1930, sést skilti sem auglýsir kaffihúsið og ölstof- una Kaupang (sjá mynd 1). Þetta er í samræmi við frásögn Hrefnu Björnsdóttur um að Brynjólfur Jónsson húsasmiður og Jensína Halldórsdóttir hafi búið í Kaupangi og rekið þar ölstofu og litla verslun. Öl- og kaffistofan var á neðri hæð hússins en verslunin í kvisti á norðurhlið. Hrefna man eftir að hafa komið inn í bæði kaffihúsið og verslunina, sennilega fram til ársins 1941 en þá var Hrefna 12 ára. Hún segir: „Verslunin var lítil, eins konar sjoppa þar sem aðal lega var selt sælgæti og helstu nýlenduvörur, ég man aðallega eftir bolsíum í stórri glerkrukku en þær hafa líklega vakið mesta athygli mína á þessum árum." Hrefna man eftir að kona að nafni Guðný (systir Jensínu eða Brynj- ólfs) hafi búið ásamtfóstursyni sínum Aðalsteini Björnssyni í innherbergi á efri hæð hússins. Jens- ína og Brynjólfur bjuggu þá í framherbergi á efri hæðinni og þeim hluta hússins á neðri hæð sem ekki var kaffistofa. Næstu eigendur Kaupvangs, á eftir Brynjólfi og Jensínu, eru Karl Jónsson frá Hornafirði og kona hans Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir frá Hólagerði í Fáskrúðsfirði. Þau hafa líklega eignast húsið árið 1941 eða 1942 en samkvæmtfrásögn Gunn- hildar Stefánsdóttur, frænku Ingibjargar, fæðast tvö elstu börn þeirra annars staðar, 1940 og 1941. Þriðja barn þeirra, Stefán Geir, fæðist hins vegar í Kaupvangi 15. janúar 1942. Þetta kemur heim og saman við frásögn Sigurbjargar Bergkvists- dóttur, en hún var barnfóstra hjá hjónunum árið 1942. Karl og Ingibjörg hafa aðeins átt húsið I nokkur ár því Baldur Björnsson og Valborg Björg- vinsdóttir kaupa það afþeim árið 1949. Baldurog Valborg bjuggu í húsinu til ársins 1996 en þá lést Valborg. Baldur bjó áfram I Kaupvangi til ársins 1997 en fluttist þá að dvalarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði. Hann átti húsið þó áfram og kom þangað reglulega fram á síðasta dag haustið 2007. Kaupvangur er nú í eigu afkomanda Valborgar og Baldurs en árið 2008 eignuðust Birna Baldurs- dóttir og Bæring Bjarnar Jónsson húsið. Lokaorð Hér hefur verið gerð grein fyrir sögu Kaupvangs svo langt sem heimildir ná. Þó að ekki sé hægt að full- yrða um byggingarár Kaupvangs benda heimildir til að elsti hluti hússins hafi verið byggður árið 1886 og þá sem verbúð og veiðarfærageymsla. Hugsanlegt er að húsið hafi verið byggt að til- stuðlan Friðriks Wathne sem kom til Fáskrúðs- fjarðar 1886, settist að á Búðaströnd og stundaði þar síldarútgerð. Líklegt er að húsinu hafi verið breytt í íbúðarhús árið 1894 fyrir Guðmund Jóns- son útgerðarmann semflutti það ártil Fáskrúðs- fjarðar. Ýmislegt bendir til að tengsl hafi verið milli FriðriksWathneogGuðmundaren þeirkomu báðir frá Seyðisfirði og fyrst eftir komu sína til Fáskrúðsfjarðar bjó Guðmundur I Wathneshúsinu sem var í eigu Friðriks. Þá má nefna að af heim- ildum að dæma svipar gluggaskrauti sem áður var á Kaupvangi mjögtil gluggaskrauts Wathneshúss á Seyðisfirði en skrautið er sjaldgæft og sérstakt að gerð. Þetta rennir frekari stoðum undir þá til- gátu að söguleg tengsl séu milli Wathneshúss á Seyðisfirði og Kaupvangs á Fáskrúðsfirði. Kaupvangur er, samkvæmt ofangreindu, þriðja elsta húsið á Búðum en aðeins Sjólyst (1884) og Wathnes-sjóhús (1882) eru eldri. Eigendur Kaup- vangs vilja stuðla að því að húsið verði varðveitt og þess gætt af alúð í framtíðinni svo það sómi sér vel í kjarna franskra og norskra húsa. Eru nú hafnar endurbætur á húsinu og er fyrsti áfangi þeirra að færa glugga hússins smátt og smátt í upprunalegt horf. Höfundar: Birna Baldursdóttir og Bæring Bjarnar Jónsson Helstu heimildir eru fengnar úr fasteignamati frá 1916, 1930 og 1940 og úr manntölum frá 1890, 1896, 1901, 1910, 1920 og 1940 í vörslu Þjóðskjalasafns íslands en einnig úrgrein Sigmars Magnússonar Þéttbýli verður til. Um myndun Búðaþorps, sem birtist í Múlaþingi 27 árið 2000. Um aðrar heimildir, munnlegar og skrifiegar, er hægt að fá nánari upplýsingar hjá höfundum. Þökkum eftirtöldum aðilum stuðninginn við Franska daga: BÍLAFELL - PEX - ESKJA - SÍLDARVINNSLAN SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR - SECURITAS FJARDANET - MANNVIT- NJÁLL SU 8 EHF ÞVOTTABJÖRN EHF - BRIMBERG GULLBERG - SPORÐUR 30

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.