Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 29
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 29 D A G B Ó K I N ráðningu Margrétar hefur Árni Þór Árnason látið af störfum sem forstjóri Austurbakka. Margrét hefur sl. áratug verið framkvæmdastjóri neytendasviðs Skeljungs. Þar áður starfaði hún í 9 ár sem framkvæmda- stjóri hjá olíufélaginu Q8 í Kaupmannahöfn. 4. maí Almar Örn forstjóri Sterling Pálmi Haraldsson, annar eigenda flugfélagsins Sterling, hafði sagt í fjölmiðlum að nýr forstjóri Sterling yrði frá Norðurlöndunum. Það tók hins vegar ekki langan tíma að finna nýjan forstjóra, Almar Örn Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Express, varð fyrir valinu. Bæði félögin eru í eigu þeirra Pálma og Jóhannesar Kristjánssonar í Lúxemborg. Birgir Jónsson, sölu-og markaðsstjóri Iceland Express, tók við af Almari sem forstjóri Iceland Express. Birgir er 31 árs og rekstarhagfræðingur að mennt, giftur og tveggja barna faðir. Þess má geta að Sterling flýgur til tæplega þrjátíu áfangastaða í Evrópu, frá Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi, en flestir áfangast- aðir Sterling eru í Suður-Evrópu, Bretlandi og Írlandi. Almars bíður erfitt starf. Tap upp á 460 milljónir króna varð á rekstri Sterling á fyrsta fjórðungi þessa árs. 4. maí Átök um yfirráð ljóður á viðskiptalífinu Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra ávarpaði aðalfund Samtaka atvinnulífsins og sagði að átök um yfirráð væru ljóður á viðskiptalífinu. „Bankarnir blanda sér of mikið í þessi átök með því að kaupa yfirráð og selja,“ sagði Halldór á fundinum. „Í stað þess að aðaláherslan sé lögð á að bæta fyrirtækin, auka arðsemi þeirra og markaðs- virði berast ítrekað fréttir af átökum um yfirráð. Í hvers þágu eru þessi átök? Eru þau í þágu almennra hagsmuna starfsmanna, eigenda og þjóðfé- lagsins? Svo má vera stundum. Ef kyrrstaða er, forystuleysi og annað sem réttlætir breytingar kallar það oft á átök. Sú skýring er þó ekki nægileg.“ 5. maí Hugvit frá Calidris slær í gegn Sagt var frá því þennan dag að lausn frá hugbúnaðarhúsinu Calidris í Reykjavík hefði bætti afkomu Emirates flugfélagsins í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum um hundruð milljóna króna á síðasta ári. Emirates skilaði mesta hagnaði í sögu sinni á síðasta ári og telja forráðamenn félagsins að Calidris verkefnið sé mikilvægasta verkefni sinnar tegundar sem unnið er að innan samsteypunnar. Í dag nota fimm flugfélög lausnir Calidris, en þau eru, auk Emirates og Icelandair, Finnair í Finnlandi, Royal Jordanian Airlines í Jórdaníu, og Aegean Airlines í Grikklandi. 6. maí Ár og dagur með Blaðið Það verður fróðlegt að sjá hvernig hinu nýja dagblaði, Blaðinu, reiðir af í samkeppninni við Morgunblaðið, Fréttablaðið og DV. En hinn 6. maí kom Blaðið út í fyrsta skipti. Það er prentað í 80 þúsund eintökum. Prentsmiðja Morgunblaðsins prentar blaðið. Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling. Harkan sex. Fjarhitunarhúsið rifið í tætlur. 10. maí „Rifrildi“ við Borgartún Það hefur vakið athygli allra vegfarenda um Borgartún hvernig kröftugar vinnuvélar hafa rifið niður gamla Fjarhitunarhúsið við Borgartún 17. Kaupþing banki átti húsið og víkur það fyrir stækkun á glæsilegum höfuðstöðvum bankans við Borgartún 19. Nýja byggingin verður 4.400 fermetrar að stærð og tengist höfuðstöðvum bankans sem þar eru fyrir. Núverandi höfuð- stöðvar eru 4.000 fermetrar þannig að þarna verður um 8.400 fermetra bankabygging – sem verður skráð í bækur sem Borgartún 19. Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.