Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 84

Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 SUMARIÐ ER TÍMINN Aðgengi að hraðvirku netsambandi vegur þungt þegar fólk velur sér búsetu og jafnframt skiptir þessi tækni máli ef fólk vill eignast sumar- bústað í sveitasælunni. Frá árinu 2001 hefur eMax byggt upp kerfi fyrir þráðlaus tölvufjarskipti með örbylgjusambandi. „Örbylgjukerfin hafa þann kost að bjóða upp á hreyfanleika notenda, ódýr borið saman við fastlínukerfi og eini raunhæfi möguleikinn í netvæðingu strjálbýlisins,“ segir Stefán Jóhannesson framkvæmdastjóri eMax. Þráðlaust í Árnessýslu og Borgarfirði Opin kerfi eru dreifingar- aðili fyrir Cisco Linksys á Íslandi, stærsta og virtasta framleiðanda netbúnaðar í heiminum. eMax er í samstarfi við Opin kerfi og selur þennan búnað til sinna viðskiptavina. Viðskiptavinir eMax geta tengst kerfi fyrirtækisins í allt að 25 km fjarlægð frá örbylgjusendi, en ýmsum takmörkum er háð hvort samband næst því móttakari þarf að vera í sjónlínu við sendibúnað. Móttökubúnaður er til í miklu úrvali. Innbyggð lofnet í fartölvum og lófatölvum duga þar sem útsendingarmerkið er sterkt, en annars þarf öflugri búnað. Hraði eða burðargeta tenginga er mismunandi eftir móttökuskilyrðum en eMax tryggir notendum sínum 512 kbps og þá er hraðinn sá sami til beggja átta, að sögn Stefáns. Þráðlaust samband um kerfi eMax er nú þegar til staðar í helstu sumarhúsa- byggðum landsins, það er uppsveitum Árnessýslu og Borgarfirði – og raunar víða annars staðar. Algengt upphafsgjald örbylgjusam- bands er í kringum 17 þúsund kr. og mánaðaráskrift kostar um fimm þúsund kr. Fjósið er heitur reitur! „Margir kúabændur hafa þráðlaust netsam- band úr íbúðarhúsi yfir í fjós þannig að þeir geti fylgst með og stýrt mjólkurtölvunum úr fjarlægð,“ segir Andri Örn Víðisson ráðgjafi hjá Opnum kerfum. „Linksys framleiðir líka myndavélar sem má tengja við Netið, sem margir nýta til dæmis sem öryggismyndavélar fyrir sumarhús sín. Þá er hægt að setja myndavélina á öryggisstillingu, sem gefur SMS skilaboð eða tölvupóst með myndskeiði, ef hún skynjar óeðlilegar hreyfingar.“ Þráðlausa tæknin er að verða stöðugari og hraðvirkari, segir Andri Örn Víðisson. „Við munum sjá meira af jaðarbúnaði frá birgjum eins og HP, sem hægt verður að tengja inn á þráðlausu netin, sem verða sífellt hraðvirkari og áreiðanlegri auk þess sem gagnaöryggi eykst. Fyrirtæki og stofnanir fara sífellt meira út í að setja upp þráðlaus net. Einnig eru „heitir reitir“, svæði þar sem þráðlaust netsamband er til staðar, sífellt algengari. Í framtíðinni ættum við að geta tengst þráðlausu Neti víðast hvar á landinu líkt og hægt er með GSM síma í dag.“ Örbylgjusamband og þráðlaust net í sveitunum. Beint samband í sumar- húsinu. Aukið öryggi. „Örbylgjukerfin bjóða upp á hreyfanleika,“ segir Stefán Jóhannesson framkvæmdastjóri eMax. Opin kerfi og eMax: Netsamband í sumarhúsið „Ættum við að geta tengst þráðlausu Neti um mest allt land,“ segir Andri Örn Víðisson hjá Opnum kerfum. C M Y CM MY CY CMY K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.