Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2013, Page 23

Neytendablaðið - 01.03.2013, Page 23
verður að fylgjast að BEUC hafa mótmælt því að búið sé að gefa út lista yfir leyfi- legar fullyrðingar sem heimilt er að nota í Evrópu á sama tíma og NES er ekki enn komin í gagnið. Sérfræðingur dönsku neytendasamtakanna segir ástandið óviðunandi því NES sé algert grundvallaratriði til að koma í veg fyrir að villt sé um fyrir neytendum með því að ljá óhollum vörum hollustuyfirbragð. BEUC berjast fyrir því að málið verði aftur sett á dagskrá en þau eiga við ramman reip að draga. Matvælaiðnaðurinn hefur gríðarmikil völd í Brussel og í rannsókn sem gerð var í tengslum við innleiðingu á GDA-merkinu (næringarmerki sem iðnaðurinn innleiddi) kom í ljós að fyrir hvert bréf sem Evrópuþingmaður fékk frá frjálsum félagasamtökum eins og neytendasamtökum fékk hann 100 bréf frá iðnaðinum. Hver er staðan hér á landi? Neytendablaðið spurði Katrínu Guðjónsdóttur, sérfræðing hjá Matvælastofnun (MAST), hvernig staðan væri hér á landi. Er búið að innleiða reglurnar um næringarfullyrðingar hér? Já, reglurnar hafa verið innleiddar og listinn yfir leyfilegar næringarfullyrðingar hefur verið þýddur á íslensku. Hefur MAST eftirlit með því að einungis séu notaðar leyfi­ legar næringarfullyrðingar? MAST hefur eftirlit með því að næringarfullyrðingar, sem þeir framleiðendur sem eru undir eftirliti stofnunarinnar nota, uppfylli skilyrði. Dæmi um það eru mjólkurvörur. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafa hins vegar eftirlit með næringarfullyrðingum á öllum öðrum matvælum. Hver er staðan með heilsufullyrðingarnar? Öll almenn skilyrði fyrir notkun heilsufullyrðinga hafa tekið gildi hér á landi. Hins vegar er ekki búið að innleiða að fullu lista yfir leyfilegar heilsufullyrðingar. Ekki er því búið að þýða allar heilsufullyrðingar á íslensku en íslenskir fram- leiðendur mega þó nú þegar nota allar þær fullyrðingar sem hafa verið leyfðar í Evrópu. Að sama skapi mega þeir ekki nota þær fullyrðingar sem hefur verið hafnað. Nú er næringarefnasamsetningin (NES) ekki komin í gagnið. Hvernig er þá hægt að bregðast við ef íslenskur framleiðandi notar heilsufullyrðingu á vöru sem telst óholl? Í reglum um merkingar og um fullyrðingar er að finna ákvæði sem segja að fullyrðingar skuli ekki vera blekkjandi eða villandi. Þessi ákvæði er hægt að nota í einhverjum slíkum tilfellum. -BP- Hollustumolar eða sælgæti? Markaðssetning á próteinbitum frá Nóa Síríus er nærtækt dæmi um notkun heilsufullyrðinga á matvöru sem varla getur talist hollmeti. Á umbúðum er tekið fram að bitarnir séu húðaðir með 56% súkkulaði sem sé ríkt af andoxunarefnum en þau séu m.a. talin geta haft hjartaverndandi áhrif. Einnig segir bitarnir innihaldi hágæða prótein sem sé öllum nauðsynlegt, sérstaklega þeim sem hreyfa sig mikið. Bitarnir innihalda 38g af sykri í 100g þannig að þeir flokkast frekar undir sælgæti en heilsumola. Þetta er gott dæmi um markaðssetningu sem neytendasamtök hafa áhyggjur af og sýnir vel hversu mikilvægt er að skýrar reglur gildi um heilsufullyrðingar. Neytendasamtökin sendu fyrirspurn á heilbrigðis- eftirlitið í Reykjavík til að fá úr því skorið hvort ekki væri um villandi markaðssetningu að ræða. Svar hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun en því verða gerð skil á ns.is undir matvæli. Fullyrðingar á matvælum geta verið af ýmsum toga Villt um fyrir neytendum með því að ljá óhollum vörum hollustuyfirbragð 23

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.