Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 8
Af og til sprettur upp umræða um afnám tolla á innfluttum landbúnaðarafurðum. Ástæðan er auðvitað sú að matvælaverð á Íslandi er mjög hátt á sama tíma og ríkisstyrkir til landbúnaðar eru með því hæsta sem þekkist í Evrópu. En matvæla- framleiðsla á Íslandi er fjölbreytt og ekki er hægt að setja allar greinar undir sama hatt. Neytendablaðið ákvað að skoða svínakjötsframleiðslu nánar en hugmyndir um afnám tolla á innfluttu svínakjöti hafa verið áberandi að undanförnu. Engir styrkir en mikil vernd Öfugt við sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu nýtur svínakjötsframleiðsla á Íslandi engra ríkisstyrkja. Hins vegar er innflutningur á svínakjöti ennþá takmarkaður enda eru lagðir tollar á allt innflutt kjöt. Í fyrra voru tollar þó lækkaðir um 40% og leyft að flytja inn 200 tonn af frosnu svínakjöti án tolla. Árið 2005 voru flutt inn 12 tonn af svínakjöti eða um 0,2% af svínakjötsneyslu í landinu. Í fyrra voru flutt inn rúmlega 281 tonn, eða sem nemur 4,6% af neyslunni, og á fyrstu mánuðum þessa árs var hlutur innflutts svínakjöts í neyslu Íslendinga kominn upp í 6,5%. Þótt tollar hafi lækkað eru þeir þó enn fyrir hendi og misháir. Sem dæmi er 18% tollur á svínalundum auk 717 króna magnstolls á hvert kíló. Lægri tollur er á reyktu beinlausu svínakjöti eða 18% tollur og 268 krónur á kílóið. Þá nýtur íslenskur landbúnaður auðvitað fjarlægðarverndar því flutningsleiðin frá helstu mörkuðum er bæði löng og dýr. Ekki samkeppnishæfir? Sú spurning vaknar af hverju íslenskir svínabændur geti ekki keppt við erlenda framleiðslu, t.d. danska? Launakostnaður getur ekki verið hærri hér á landi. Umhverfiskröfur eru varla meiri en hjá Dönum þar sem þeir eiga í erfiðleikum vegna mengunar frá svínabúum enda eru búin stór og landið mjög þéttbýlt. Verð á rafmagni og hita er jafnvel lægra hér en í Danmörku og á meðan byggingarkostnaður er hugsanlega hærri hér hlýtur lóðaverð að vera lægra. Fóður er selt á heimsmarkaði þannig að íslenskir svínabændur sitja við sama borð og evrópskir hvað það varðar en vissulega þarf að flytja fóðrið hingað til lands. Samanburður ekki sanngjarn Ingvi Stefánsson, formaður svínaræktar- félags Íslands, segir samanburðinn við Danmörku ekki sanngjarnan. „Til að byrja með vil ég benda á að dönsk svínarækt er að fara í gegnum mjög erfiða tíma um þessar mundir og samkvæmt nýjustu tölum frá Danmörku hefur grísum undir 50 kg fækkað um 14% á einu ári. Eins hafa Danir ítrekað orðið uppvísir að því að brjóta ýmsar reglugerðir um aðbúnað og meðferð sláturgripa. Það er viðbúið að slíkt gerist þegar samkeppnin verður óeðlilega Svínarækt á Íslandi „verð og gæði fara oftast saman“ M ynd: Bæ ndablaðið 8 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.