Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 11
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- enda samtakanna, svarar hér nokkrum spurningum um áherslur samtakanna í landbúnaðarmálum. Er krafa Neytendasamtakanna að afnema eigi öll höft á innfluttar landbúnaðarvörur? Neytendasamtökin hafa ítrekað bent á að hátt verð á landbúnaðarvörum er mikið vandamál hér á landi. Hátt verð gerir það einnig að verkum að verð á ýmsum öðrum vörum, sem eru í samkeppni við landbúnaðarvörur, er hærra en ella væri. Á sama tíma nýtur íslenskur landbúnaður meiri opinbers stuðnings en í flestum öðrum löndum. Því hafa Neytendasamtökin margítrekað kallað eftir aðgerðum stjórnvalda til að gera innlenda landbúnaðarframleiðslu hagkvæmari. Því miður hafa stjórnvöld ekki sinnt þessu. Í grunninn vilja Neytendasamtökin afnema höft á innflutning. Við höfum hins vegar lagt áherslu á að heilbrigði þeirra vara sem fluttar eru inn sé hafið yfir allan vafa. Raunar gera Neytendasamtökin greinarmun á framleiðslu á kjúklinga- og svínakjöti og eggjum annars vegar og hins vegar á svo kölluðum hefðbundnum land- búnaðar vörum; mjólkurvörum, nauta- og lambakjöti. Hvað varðar hvíta kjötið og eggin þá teljum við að gefa eigi innflutning frjálsan svo fremi að eðlilegar heilbrigðiskröfur eru uppfylltar. Þá er mikilvægt að framleiðendur hér sitji við sama borð og erlendir framleiðendur varðandi verð á nauðsynlegum aðföngum. Minnt er á að mikil samþjöppun hefur átt sér stað í þessum greinum og að réttara er að tala um iðnaðarframleiðslu en landbúnað. Hvað varðar hinar svo kölluðu hefðbundnu landbúnaðarvörur hafa Neytendasamtökin fallist á að þær fái lengri aðlögunartíma, þó þannig að tollar lækki nú þegar verulega og falli svo niður innan fárra ára. Er ekki hætta á að slíkt ríði íslens- kum landbúnaði að fullu? Neytendasamtökin hafa fulla trú á íslenskum landbúnaði og telja að hann eigi að lifa af vaxandi samkeppni svo fremi að frelsi verði aukið í framleiðslunni. Íslenskir neytendur treysta íslenskum vörum best þegar kemur að hreinleika og hollustu. Þessi staðreynd kemur innlendum framleiðendum til góða ef rétt er á haldið, t.d. ef upprunalands er ávallt getið eins og Neytendasamtökin hafa ítrekað gert kröfu um. Fjarlægðarverndin er einnig mikilvæg. Það er ljóst að heims- viðskipti með landbúnaðarvörur munu stór- auk ast á komandi árum vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Það er því mun meiri hætta á að íslenskur landbúnaður hrynji þá ef ekk ert verður að gert og því mikilvægt að við byrjum strax að undirbúa okkur. Spyrja má hvort það sé réttlátt að ef ekki er hægt að framleiða ákveðnar vörur hér án þess að leggja tolla á sambærilegar innfluttar vörur verði íslenskir neytendur að gjalda fyrir það með miklu hærra verði. Þegar Ísland gerðist aðili að EFTA datt engum í hug að styrkja sérstaklega fata- og húsgagnaiðnað. Það var einfaldlega ódýr ara að flytja þessar vörur inn og því lagð ist þessi framleiðsla niður hér á landi. Hvað með rök bænda um gæði og hreinleika íslenskra afurða? Ef neytendur í nágrannalöndum okkar eru spurðir sömu spurningar eru flestir sammála um að landbúnaðarvörur sem framleiddar eru í þeirra heimalandi séu þær bestu. Með vaxandi innflutningi mun þetta sjónarmið, sem flestir íslenskir neytendur deila með bændum, styrkja innlendar vörur í samkeppni við innlendar. Þá er mikilvægt að neytendur viti ávallt á sölustað hvert upprunaland vörunnar er og er ástæða til að hvetja bændur til að taka undir kröfu Neytendasamtakanna um að slíkar upplýsingar komi skýrt fram. Það hefur komið fram hjá fjölmörgum neytendum að þeir séu tilbúnir til að greiða meira fyrir innlendar landbúnaðarvörur en innfluttar. En til að neytendur hafi raunverulegt val þarf að tryggja þeim nauðsynlegar upp - lýsingar og á það ekki síst við um upp runa- land ið. Nú benda bændur á að verðlag á mörgum innlendum vörum (öðrum en landbúnaðarvörum) sé hærra hér en erlendis. Það sé því ekki tryggt að hér verði „erlent“ verð á land- búnaðarvörum þótt innflutningur verði gefinn frjáls. Það er rétt að verð á sumum vörum sem framleiddar eru hér á landi, eins og á gosdrykkjum og brauði, er hærra hér en í nágrannalöndum okkar og munar miklu. Minnt er á að fákeppni ríkir innan þessara greina. Hér þurfa því samkeppnisyfirvöld að koma sterkt inn til að tryggja hagsmuni neyt enda enda er löngu ljóst að virk sam keppni er það eina sem tryggir þá. Dýrt að kaupa staka snýtuklútapakka Mætið á þingið – hafið áhrif! Þing Neytendasamtakanna verður haldið dagana 19.–20. september nk. Samkvæmt lögum samtakanna geta allir skuldlausir félagsmenn verið fulltrúar á þinginu enda tilkynni þeir um þátttöku með a.m.k. viku fyrirvara. Þingið er æðsta vald í málefnum Neyt- endasamtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að hafa áhrif á starf og stefnu samtakanna með því að sitja þingið. Áhugsamir tilkynni um þátttöku í síma 545 1200 og 462 4118 eða á netfangið ns@ns.is. Neytendasamtökin fengu ábendingu sem vert er að koma á framfæri. Í verslunum 10-11 eru seldir litlir pakkar af snýtu- klútum frá Euroshopper. Pakkinn kostar 69 krónur og inniheldur hver pakki 10 bréf/snýtuklúta. Í 10-11 er einnig hægt að kaupa magnpakkningu með 15 snýtuklútapökkum sem kostar 299 krónur. Það gerir 20 krónur fyrir pakkann sem er mun hag stæðara en stöku pakkarnir á 69 krónur. Í Bónus kostar magnpakkningin (15 pakkar) 159 krónur sem þýðir að hver pakki kostar einungis 11 krónur. Það getur því margborgað sig að gera verðsamanburð og skoða sérstaklega mælieiningaverðið sem segir til um stykkja-, kíló- eða lítraverð vöru. „Höft verði afnumin og eftirlitið aukið“ segir Jóhannes Gunnarsson 11 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.