Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 16
GOTT VÍDEÓ Canon PowerShot A 650 IS hlaut 3,6 í heildareinkunn og kostaði um 45 þús. Kr. í Nýherja og Beco (í Beco án hleðslutækis). Þetta er góð og traust vél og fékk hæstu einkunn fyrir myndgæði og tímalengd myndskeiða (vídeóa) af þeim vélum sem hér fengust og eru í gæðakönnuninni. GÓÐ KAUP Panasonic Lumix DMC-FX100 EG hlaut 3,5 í heildareinkunn og fékkst á aðeins um 33 þús. kr. í Sjónvarpsmiðstöðinni en var dýrari í BT og Tölvulistanum. Þetta er vönduð, fjölhæf og handhæg vél á góðu verði. GÓÐ KAUP Olympus µ 780 (mju 780) hlaut 3,2 í heild- ar einkunn og fékkst á um 27 þús. kr. í Sjón varpsmiðstöðinni. Sjálfvirk og hentug fyrir skyndimyndatöku, lítil, létt, kíkislaus og þolir vatnsdropa og skvettur. Skilar viðunandi myndgæðum við góð skilyrði og getur tekið við lítið ljós án þess að myndir verði kornóttar. HRAÐI Pentax K10D fékkst á um 90 þús. kr. í Ljósmyndavörum. Þessi vél getur tekið myndir með 0,3 sekúndu millibili. Fólk sem vill myndavélar sem geta hratt tekið margar myndir í röð, t.d. af íþróttaviðburðum eða dýrum, gerir góð kaup í henni. PIXLAR Vélarnar eru með mismunandi upplausn, yfirleitt á bilinu 5-12 milljónir pixla (mega- pixla). Hærri tölur gefa kost á stærri og skarpari myndum en líka meiri gæðum í meðferð ljósbrigða, lit og mettun. Mega- pixla-fjöldinn einn og sér segir ekki til um gæði vélarinnar, eins og oft má sjá í heidlargæðaeinkunnum. Í rauninni nýtast allar þessar milljónir pixla ekki nema ef á að stækka myndina mjög mikið (eða hluta úr henni). Og stundum er afl vélarinnar upptekið við að þjóna ljósmyndaranum við eitthvað annað en myndgæði. HRISTIVÖRN Hristivörn er oft gagnleg og gengur undir ýmsum nöfnum á ensku, t.d. „image stab ilisation“, „steadyshot“ eða „shake re duction“. Þessi tækni dregur úr hættu á að myndin verði hreyfð, sérstaklega ef notandinn er skjálfhentur, en líka við aðstæður þar sem ljós er lítið og ef að dráttarlinsa er notuð. Hún er sniðug til að losna við flassglampa, rauð augu og sterka skugga. Þetta virkar ekki alltaf. Það var aðeins í Nikon S 50 sem árangurinn var verulega sannfærandi. Hristivörn getur verið tvenns konar. Dýrari tæknin og sú sem virkar betur er „vélræn“ vörn sem er raunveruleg, en þá hreyfast hlutir í linsu og/eða vélinni og vinna á móti hreyfingunni eða hristingnum. Ódýrari tækn in er stafrænn búnaður sem skilar oft ekki eins góðum árangri, enda aðeins um það að ræða að ljósnæmi vélarinnar er aukið, sem aftur skilar kornóttari mynd. Stafrænar myndavélar 16 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.