Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 20
samningnum upp með ákveðnum fyrirvara. Ef leigjandi hefur haft íbúð á leigu lengur en í fimm ár verður leigusali að segja hon um upp leigunni með eins árs fyrirvara. Ef annar aðilinn vanefnir samninginn með ákveðnum hætti er svo hægt að rifta samningi og þá gilda reglurnar um upp - sagnarfrest vitaskuld ekki. Hvað verður um leigusamning ef húsnæðið er selt? Þó íbúð eða hús sé í útleigu má eigandinn selja húsnæðið ef hann vill og þarf ekki samþykki leigjandans fyrir því. Það breytir hins vegar ekki leigusamningnum þótt nýr eigandi taki við íbúðinni. Skyldur leigjanda eiga ekki að aukast – t.a.m. með hækkaðri leigu – og réttindi hans eiga ekki að minnka. Þvert á móti er leigusamningurinn áfram í gildi eins og upphaflega var samið um. Ef leigusali verður hins vegar gjaldþrota og missir húsnæðið eða ef húsnæðið er selt á nauðungarsölu gilda þessar reglur ekki. Hvert er hægt að leita með ágrein- ing? Hægt er að senda mál fyrir kærunefnd húsaleigumála en hún hefur tekið á fjölda álita mála er varða húsaleigu. Má þar nefna ágrein ing um útreikning á leigu, hunda- hald, rekstrarkostnað og fjölmargt fleira. Það kostar ekkert að leggja mál fyrir kæru - nefndina og það er frekar einfalt og fljót- virkt að leita til hennar. Húsnæðismál heyra undir félags- og trygg - inga málaráðuneytið og á heimasíðu ráðu- neytisins, www.felagsmalaraduneyti.is, er að finna ýmsar upplýsingar um leigu mál. Þar eru m.a. upp lýsingar um kæru nefndina og eyðu blöð vilji fólk leggja ágrein ing fyrir hana. Samkvæmt lögum á leigusamningur að vera skriflegur og best er að láta þinglýsa samningnum! Hægt er að finna eyðublað fyrir húsaleigu - samning á heimasíðu Neytendasamtakanna www.ns.is (eyðublöð). Húsaleigulög eru lög númer 36 frá árinu 1994 og eru leigjendur og leigusalar hvattir til að kynna sér þau. Íslenskur maður flutti ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum í íbúð í Svend- borg á Fjóni. Íbúðin er miðsvæðis, 130 fer - metrar að stærð og með útsýni yfir hafið. Þegar fólkið flutti í íbúðina fyrir þremur árum nam leigan 74.000 íslenskum krón um. Fljótlega eftir að fjölskyldan flutti inn kom í ljós að gluggar voru ónýtir og ýmislegt fleira var í ólestri. Eigandi íbúðarinnar sagðist myndu laga þetta hið fyrsta en svo leið og beið og ekk ert gerðist. Á endanum hafði fjölskyldan samband við Lejerners landsforening (leigj- enda félagið í Danmörku) en tveir aðrir leigj- endur í sama stigagangi höfðu einnig yfir ýmsu að kvarta. Leigjendasamtökin tóku málið að sér og sendu sér staka nefnd til að meta ástand íbúð - anna þriggja. Eftir út tektina taldi nefnd in að leig an væri of há miðað við ástand íbúð anna og var leigu salanum gert að lag - færa íbúð irnar sem hann og gerði. Við - gerðin gekk þó ekki betur en svo að íbúar voru áfram ósáttir enda lak frá svöl um niður í íbúðina fyrir neðan. Þá var raf - magnið í ólagi og fór straumur af einni íbúð inni á aðfangadagskvöld þegar elda- mennsk an stóð sem hæst. Íbúarnir kröfðust frekari lagfæringa en nú var leigusalinn bú inn að fá sig fullsaddan og stefndi leigj- endunum. Málið fór því fyrir dómstóla. Til að gera langa sögu stutta féll dómur í málinu íbúunum í vil. Leigusalanum var gert að lagfæra allt sem lagfæra þurfti auk þess sem íbúar í hverri íbúð fengu endur- greiddar rúmar 200.000 krónur vegna of greiddrar leigu. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu, rétt eins og nefndin, að leig an hefði verið of há miðað við ástand íbúðanna og var hún því lækkuð í 65.000 krónur. Leigusala var auk þess gert að greiða allan málskostnað. Þetta dæmi hljómar ótrúlega í eyrum okkar Íslendinga. Verðlagningin er í engu sam ræmi við það sem hér tíðkast og fyrir 65.000 krónur er varla hægt að fá mikið meira en herbergi á höfuðborgarsvæðinu. Það sem vekur kannski mesta athygli er að í Danmörku skuli vera sérstök nefnd sem metur hvað geti talist eðlilegt og sanngjarnt leiguverð. Á Íslandi er verðlag frjálst og þótt að talað sé um það í húsaleigulögum að leigan eigi að vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila sýna dæmin annað. Dæmisaga frá Danmörku 20 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.