Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 8
8 Litli-Bergþór Unglingadeild björgunarsveitarinnar, Greipur, samanstendur af unglingum á aldrinum 13 til 18 ára. Krökkum frá Reykholti, Laugarvatni og Grímsnesi. Markmið unglingadeildar er að kynna fyrir krökkum starf í björgunarsveit. Við kennum þeim hvernig á að útbúa sig fyrir ferðir, höldum kynningu um skyndi- hjálp og fleira sem er hentugt að vita. Og svo seinna meir vonumst við til þess að unglingarnir haldi áfram og gerist félagar í Björgunarsveitinni. Unglingadeildin Greipur í Biskupstungum var stofnuð 2006 af Heiðu Pálrúnu Leifsdóttur og Helga Guðmundssyni sem þá var formaður Björgunarsveit- arinnar hér í Tungunum. Núna haustið 2012 erum við Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir og ég, Kristín Karólína Bjarnadóttir, formenn unglingadeildarinn- ar. Við erum með fundi aðra hvora viku á miðviku- dagskvöldum. Þá hittumst við klukkan átta upp í Björgunarsveitarhúsi í Reykholti, nema annað standi til, eins og til dæmis þegar við hittumst eitt kvöldið í Björgunarsveitarhúsinu á Laugarvatni þar sem ung- lingarnir fengu að spreyta sig á klifurveggnum. Við erum búin að hafa tvær fjáraflanir sem voru dósa- flokkun með Björgunarsveitinni og sala á neyðarkall- inum sem fór fram 1. til 3. nóvember síðastliðinn, og gekk það mjög vel. Við Brynhildur erum búnar að gera plan fram að áramótum og gerum við ráð fyrir einni skálaferð sem farin verður vonandi í desember. Þá ætlum við að fara í fjallaskála inn á Kili með ung- lingana og vera yfir eina eða tvær nætur. Þegar farið er í skálaferðir að vetri til þá skiptir útbúnaðurinn miklu máli því við eyðum megninu af deginum úti og lærum um fjarskipti, leitartækni og fleira sem gæti komið að notum seinna meir. Við hvetjum alla krakka á aldrinum 13 til 18 ára, sem hafa áhuga á björgunarsveitastarfi og starfi ung- lingadeildarinnar, að koma og vera með. F.h. Unglingadeildarinnar, Kristín Karólína Bjarnadóttir, Brautarhóli Unglingadeildin Greipur Hluti hópsins, frá vinstri: Ingibjörg Andrea Jóhannsdóttir, Vilborg Hrund Jónsdóttir, Grímur Kristinsson, Rannveig Góa Helgadóttir, Freyja Hrönn Friðriksdóttir, Elín Helga Jónsdóttir og Þorsteinn Gíslason. Gleðileg jól og farsælt komandi ár

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.