Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 34

Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 34
34 Litli-Bergþór Í síðasta blaði Litla-Bergþórs var farið örfáum orðum um gjöf á landspildu undir félagsheimili fyrir Ungmennafélagið, Kvenfélagið og stúkuna Bláfell. Fyrrnefndu félögin tvö eru Tungnamönn- um vel kunn en fáir vita af stúkunni. Það er ekki nema von þar sem hún var einungis starfandi um skamma hríð og raunar brunnu flest gögn hennar í eldsvoða á Torfastöðum. Einar Sigurfinnsson bóndi á Iðu, einn af stofn- endum stúkunnar og formaður hennar, skrifaði síðar sögu stúkunnar og birtist sú umfjöllun hér. Eftir að ég varð heimilisfastur í Biskupstungum var ég meðstofnandi G.T. stúkunnar „Bláfell“ nr. 239. Þessi stúka var stofnuð að Vatnsleysu 11. desember 1937. Stofnendur voru 27 meðal þeirra voru nokkrir leiðandi menn sveitarinnar svo sem Guðjón hreppsnefndaroddviti Rögnvaldsson, hann var 1. umboðsmaður stórtemplar, Skúli sýslunefndarmaður Gunnlaugsson, frú Sigurlaug Erlendsdóttir sem mikið hafði unnið að undirbúningi að tilveru stúkunnar og var jafnan ein af bestu stoðum hennar, Egill Egils- son í Króki og Þórdís kona hans. Egill varð skömmu síðar og lengi umboðsmaður stórtemplars. Á fram- haldsstofnfundi sem haldinn var nokkru síðar gengu inn, séra Eiríkur Stefánsson og þau hjón Guðmundur Einarsson prestur á Mosfelli og Anna Þorkelsdóttir. Þau voru bæði templarar frá fyrri tíð. Stúkuna stofnaði stórtemplar Friðrik Á. Brekkan en undirbúning og aðstoð annaðist að miklu leyti Jón Gunnlaugsson stjórnarráðsfulltrúi ásamt ýmsum ágætum félgöum stúkunnar „Framtíðin“ í Reykjavík sem var „Bláfelli“ góð hjálparhella alla tíð. Ég varð æ.T. eða formaður þessarar nýju stúku og var látinn halda því starfi lengst af á meðan hún lifði þótt mér væri oft erfið fundarsókn vegna langrar og torveldrar leiðar á fundarstað. „Bláfelli“ bættust félagar og komst tala þeirra uppí 60 þegar flest var. Í þeim hóp voru margir ágætir menn og konur, eldra og yngra fólk sem vann með lifandi áhuga og lagði mikið á sig fyrir stúkuna og málefni hennar. Nokkrum sinnum mætti ég á stórstúku þingum sem fulltrúi fyrir „Bláfell“. Svo kom heimsstyrjöldin og henni fylgdi eins og kunnugt er fólksflutningar og ýmis konar upplausn sem ekki síst bitnaði á félagsmálum og öðrum menn- ingarverðmætum. Þá fór svo að flestir höfðu öðru að sinna en að sitja á stúkufundum. Fólkið flutti úr sveitinni og síðast reyndist ómögulegt að ná saman þessu fáa sem eftir var og stúkan hætti störfum. Þann 11. mars 1949 afhenti ég stjórn stórstúku Íslands eignir og fundaáhöld og um leið var stúkan „Bláfell“ strikuð út af skrá starfandi stúkna. Þann dag gerðist ég skírteinisfélagi Stórstúku Ís- lands ævilangt. Þegar þingstúka Árnesþings var stofnuð varð ég þar umboðsmaður stórtemplars og fulltrúi hennar var ég einu sinni á stórstúkuþingi. Hástúkustig var mér veitt 25. júní 1942. Þótt stúkan „Bláfell“ lifði ekki lengur en þetta mun áhrifa hennar hafa gætt til góðs á félagshætti sveitar- innar og marga holla gleðistund veitti hún félögum sínum sem þeir minnast með ánægju. Ég blessa þann dag sem ég hjálpaði til, að hefja merki G.T. reglunn- ar í þessari fögru sveit og áranna sem ég starfaði að þeim málum með mörgum ágætum félögum sem ég minnist með gleði. Á öðrum fundi stúkunnar „Bláfell“ voru henni flutt eftirfarandi ávarpsorð: Stúkufélagar fóru vanalega skemmtiferð einhvern sunnudag sumar hvert. Oftast með góðri þátttöku. Ein slík ferð var farin 14. ágúst 1938 á hestum í Brúarár- skörð. Sá staður er milli Högnhöfða í Biskupstungum og Rauðafells í Laugardal. Margbrotin náttúrufegurð er þar og margt sem vert er skoðunar. Skógi vaxnar hlíðar Höfðans, blómalautir og silfurtærir lækir sem allir stefna að árgljúfrinu þar sem Brúará á upptök sín. Veður var gott og þátttaka ágæt. Stúkan Bláfell Nokkur minningabrot Einars Sigurfinnssonar Magnús Kristinn Einar Sigurfinns- son (1884-1979) var bóndi á Iðu 1929 til 1955 ásamt seinni konu sinni Ragn- hildi Guðmunds- dóttur (1895-1990) frá Syðra-Langholti í Hrunamanna- hreppi. Í trú og von og ástareining eigum fund í dag. Sendum burtu sundurgreining. Syngjum gleðibrag. Heil til verka heita minnumst helga vekjum dáð. Hverja stund er hér við finnumst Herrans blessi náð. Hverja stund er hér við finnumst. Herrans blessi ást og náð. Allt hið fagra, allt hið sanna allt sem lofsvert er ást til Guðs og allra manna. okkar brynju hér. Drögum heilagt heillamerki að hún í vorri sveit systur, bræður sönn í verki sinn hver prýði reit. Systur, bræður sönn í verki sinn hver prýði eiginn reit. Sjáið, djúpu sárin blæða. Sjáið, tárin heit. Sjáið, vínsins öldur æða yfir borg og sveit. Sjáið, margur dáðadrengur dyggða tjónið beið þjóðin má ei þola lengur þessa hættu leið þjóðin má ei þola lengur þessa voða hættu leið. Efldu Bláfelli þrótt til þarfa þína fyrir sveit. Magna sókn til stríðs og starfa stórhug vopnum beit. Líkasta nafni vart á verði veiðra hræðst ei gný. Beittu andans sannleiks sverði Sigur vissu í. Beittu andans sannleikssverði sigra Trúar mætti í.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.