Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 17

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 17
17 dýrum myndi duga fyrir inn- anlandsmarkaðinn. Ef á síðari stigum verður farið í útflutn- ing á hrefnukjöti, t.d. ti Jap- ans, myndi ég telja að hrefnu- kjötið þyrfti að hækka eitt- hvað í verði, kannski upp í um 1800 krónur fyrir kílóið, til samræmis við það verð sem Japanar kynnu að borga fyrir kjötið. Með öðrum orð- um gætum við fengið fjár- hagslega meira út úr veið- unum með því að flytja allt kjöti út til Japans. Engu að síður tel ég mikilvægt að við- halda þeim markaði sem við höfum verið að vinna hér heima,“ segir Gunnar Berg- mann. Á veitingastöðunum hefur hrefnukjötið verið borið á borð fyrir gesti á fjölbreytileg- an hátt. Gunnar segir að boð- ið sé upp á það sem hrefn- usteikur, hrátt hrefnukjöt í forrétti og fleira. Grillkynslóðin vill prófa hrefnukjötið Í sumar hafa fjórir bátar veitt hrefnurnar 45 og á þeim hafa verið 13 veiðimenn. Einnig hafa tveir starfsmenn verið í landi, í sölu afurðanna og ýmsu tilfallandi. Félag hrefnu- veiðimanna hefur annast vís- indaveiðar á hrefnu fyrir Haf- rannsóknastofnunina, en at- vinnuveiðar á sex dýrum í sumar hafa verið á forræði Hrefnuveiðimanna ehf., sem jafnframt hafa annast sölu á afurðum – kjöti, spiki og rengi. Í smásölu hefur hrefnukjöt- ið verið selt í sumar á 1300- 1400 kr. kílóið. Hrefnukjöt hefur fengist í mörgum af stærri matvöruverslunum, t.d. Nóatúnsbúðunum, Samkaups- búðunum, Krónunni og Fjarðakaupum, en athygli vekur að Baugur hefur ekki viljað taka hrefnukjöt í sölu í hvorki Hagkaup né Bónus. Hrefnukjöt var raunar selt þar árið 2005, en hvorki í fyrra né í ár. Í kjötborðum þeirra versl- ana sem selja hrefnukjöt hef- ur verð unnt að fá nýtt og ferskt hrefnukjöt og það hef- ur selst prýðilega, að sögn Gunnars. „Í fyrra byrjuðum við að marinera kjötið og seldum það þannig í 4-600 gramma pakkningum. Þetta virkaði afar vel og stórjók söl- una á grilltímabilinu – frá maí og fram í ágúst. Það er vissu- lega rétt að í þau ár sem hrefnuveiðar voru með öllu bannaðar hér við land má segja að hafi tapast heil kyn- slóð sem ekki þekkti hrefnu- kjöt. Þetta er grillkynslóðin. Hún hefur verið að kaupa hrefnukjötið marinerað á grill- ið, kaupir hrefnukjöt á veit- ingastöðum og býður upp á það sem t.d. forrétt í mat- arboðum. Hins vegar held ég að yngra fólkið kaupi ekki hrefnukjöt til þess að hafa í sunnudagsmatinn eins og var gert hér á árum áður. Ég ímynda mér að eldra fólk sé frekar með hrefnu á boðstól- um í helgarmatinn eins og það vandist á hér í gamla daga.“ Hvalveiðar - hvalaskoðun Talsmenn hvalaskoðunarfyr- irtækja hafa deilt hart á hrefnuveiðimenn fyrir að veiða hrefnurnar á svæði þar sem boðið sé upp á hvala- skoðun. Þessu vísar Gunnar Bergmann á bug og segir að fyrst og fremst hafi Ásbjörn Björgvinsson, formaður þess- ara samtaka, uppi þennan málflutning. Málflutningur hans stjórnist fyrst og fremst af því að hann sé einfaldlega á móti hvalveiðum, hvaða nafni sem þær nefnist. “Við erum hins vegar í ágætu sam- bandi við mörg þessara hvala- skoðunarfyrirtækja og get ég nefnt sem dæmi að hvala- skoðunarfyrirtæki í Ólafsvík hafði samband við mig og bað mig að útvega þeim hrefnukjöt í lokahóf fyrirtæk- isins eftir sumarvertíðina,“ segir Gunnar. Minna um hrefnu fyrir sunnan landið Veiðarnar hafa gengið ágæt- lega í sumar, en þær hafa tek- ið að töluverðu leyti mið af veiðiáætlun Hafró, hvað vís- indaveiðarnar varðar, þ.e. veitt er á fyrirfram ákveðnum svæðum. Gunnar Bergmann segir engan vafa á því að töluverðar breytingar hafi orðið á hátterni hrefnunnar við landið. Þannig sé mun minna af hrefnu fyrir sunnan land, t.d. í Faxaflóa og við Vestmannaeyjar, en var fyrir þremur til fjórum árum. Að sama skapi er hrefnan meira áberandi fyrir norðan landið, t.d. í Húnaflóanum. “Hrefnan er þar sem fæðan er. Í Hú- naflóanum hafa dýrin verið í sumar full af stórum þorski og ýsu,“ segir Gunnar, en í gögnum Hafró kemur fram að töluverður breytileiki fæðu hrefnu sé eftir hafsvæðum við landið. Þannig sé síli yf- irgnæfandi þáttur í fæðunni við Suðurland og í Faxaflóa, en fyrir norðan land, á svæð- inu frá Vestfjörðum til Aust- fjarða, sé meira um þorsk, annan bolfisk, loðnu og ljósátu í fæðu hrefnunnar. Umfangsmikil hvalatalning Nokkuð er um liðið síðan ráðist var síðast í viðamikla hvalatalningu, en í ágúst sl. var farið í viðamikla talningu á hrefnu og öðrum hvalateg- undum við norðanvert Atl- antshaf. Líklegt má telja að niðurstöður þessarar talning- ar, sem nokkur lönd tóku þátt í, verði kynntar á ársfundi Al- þjóðahvalveiðiráðsins á næsta ári. H R E F N U K J Ö T Hrefnukjöt nýtur vaxandi vinsælda í fjölbreytta forrétti.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.