Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 18

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 18
18 Nú er lokið mikilli törn hjá Hvíldarkletti ehf. á Suðureyri og Flateyri en í sumar hafa um 1500 erlendir ferðamenn komið til landsins á vegum félagsins gagngert til þess að stunda sjóstangaveiðar frá þessum stöðum. Flestir ferða- mannanna eru frá Þýskalandi. Fyrirtækið hefur til umráða 22 nýja báta af gerðinni Seig- ur, sem smíðaðir voru gagn- gert í þessu skyni á Akureyri, og hefur sá háttur verið hafð- ur á að hver ferðamannahóp- ur hefur dvalið vestra í eina viku. Hvíldarklettur er með til ráðstöfunar 22 hús fyrir gesti sína og 30 manna gistiheimili, sem er þó fyrir annan mark- hóp en sjóstangaveiðimenn- ina, og félagið er einnig með veitingarekstur á Ísafirði og Suðureyri og sér um rekstur á söluskálum N1 á Suðureyri og Flateyri. Elías Guðmundsson er framkvæmdastjóri Hvíld- arkletts og einn eigenda félagsins og í samtali við Ægi segir hann að í sumar hafi heildarafli ferðamannanna numið alls um 160 tonnum. Félagið verður að leigja allan kvóta og nam leigukvótaverð- ið í sumar 134 kr/kg og upp í 163 kr/kg. Það lætur því nærri að um 25 milljónum króna hafi verið varið til kvótaleigunnar að þessu sinni! 175 kg lúða stærsti fiskur sumarsins! Að sögn Elíasar var sá háttur hafður á í sumar að ferða- mennirnir komu til landsins á þriðjudegi til vikudvalar. Ekið var með þá í rútu til Reykja- víkur en þaðan var flogið með þá og farangur þeirra á tveimur leiguflugvélum til Ísa- fjarðar. Frá Ísafirði var síðan farið með rútum til Suðureyr- ar og Flateyrar. Fyrsta kvöldið var síðan haldinn kynning- arfundur með hinum erlendu skipstjórum bátanna og morg- uninn eftir fór fram verkleg kynning á bátum og aðstæð- um í viðkomandi höfnum. „Eftir það hafði hópurinn frjálsar hendur með það hvernig menn stunduðu veið- arnar. Það var mjög misjafnt hve menn voru lengi að. Sumir fóru bara út í tvo þrjá tíma á dag til að veiða meðan aðrir stóðu vaktina eins lengi og þeir gátu. Veiðin var mest þorskur en ýsa, koli, lúða, steinbítur, skötuselur, karfi, marhnútur og ufsi veiddust einnig í sumar. Stærsti fisk- urinn, sem veiddist, var 175 kg lúða,“ segir Elías en hann getur þess að megnið af afl- anum hafi farið til vinnslu hjá fiskvinnslunni Íslandssögu á Suðureyri. Sama fyrirtæki sá einnig um að vinna og frysta fisk í 20 kg sérútbúna fiski- kassa sem veiðimennirnir gátu haft með sér heim. Að sögn Elíasar gaf sú þjónusta mjög góða raun og þótti heppnast vel. Sjávarþorpið Suðureyri Hvíldarklettur er einn 13 aðila sem tóku þátt í því að setja á stofn klasaverkefnið Sjáv- arþorpið Suðureyri. Klasa- verkefnið tók þátt í þróun á uppbyggingu sjóstangaveiði- þjónustu á Suðureyri ásamt mörgum öðrum verkefnum sem snúa að uppbyggingu Suðureyrar sem vistvænsta sjávarþorps á Íslandi. „Klasaverkefninu var því miður hætt í vor vegna vönt- S J Ó S T A N G A V E I Ð I Erlendir ferðamenn sjá um að draga lífsbjörg í bú - Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri félagsins segir ekki óeðlilega kröfu að stjórnvöld komi að fjármögnun á þróunarkostnaði vegna þessa verkefnis Bobby 7 kemur til hafnar með góðan afla.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.