Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Blaðsíða 11
ins, starfi þess og háttum. Ekki aðeins lanclið, heldur einnig Þjóðin verður „yrkisefni“ þeirra, vekur þrá þeirra til nýrrar túlkunar. Engu síður geta þeir sótt viðfangsefni sín i sögu þjóð- arinnar. Þannig komast þeir inn á sömu brautir og skáldin og við eignumst þarna nýja listgrein, fyrir augað að njóta. Landið, þjóðin og sagan, með fjölbreyttni lífs og lita, fœr nýja túlkun, sterka og ósýnilega. Við erum auðugri og menntaðri þjóð eftir. Þannig á málaralistin sitt þjóðlega gildi alveg eins og skáld- skapurinn. En mikið vantar á, að þjóðin kunni eins að meta hana eða eigi jafnan kost á að njóta livorstveggja. Með dugn- aði geta skáldin komið verkum sínum á framfæri, náð til þeirra, sem þau eiga að ná til. Verka þeirra er nolið af þúsundum i lahdinu, af öllum þorra landsmanna. En verk málaranna koma rétl á nokkrum augnablikum fyrir sjónir fólksins. Það eru að- eins einstaka menn, sem njóta sambúðar við verk málara eða eiga kost á að rifja upp fyrir sér mynd, sem greip hug þeirra á sýningu fyrir nokkrum árum. Hún er ef til vill seld og eng- inn veit hverjum, naumast að málarinn sjálfur viti, hvar ætti að leita hennar. Málverk verða i svo háu verði, að það eru aðeins efnaðir menn, sem geta eignazt eilt og eitt. Þjóðin veit ekkert um málara sína, fær ekki að sjá verk þeirra, kann þess vegna hvorki að meta málarana né gera kröfur til þeirra. Hér er úr vöndu að ráða. Þessi list eins og öll önnur þarf á skilningi og rækt þjóðarinnar að halda, ef hún á að geta þrosk- azt og dafnað. Hér þarf að finna ný og hentug form til að gera þessa listtegund að sem almennastri eign þjóðarinnar, eitthvað í líkingu við bækur skáldanna. Teikningar og málverk má Ijós- mynda og prenta og gefa út í bókum. En þetta verður ekki ann- að en eftirmynd, sem gefur oft litla eða enga hugmynd um sjálft verkið, t. d. litfegurð þess. Samt er þetta betra en ekki, getur jafnvel orðið að miklum notum til þess að glæða skilning al- mennings á málverkum og vekja áliuga á þeim. Sú leið, sem verður þó fyrst og fremst að fara, er að koma upp málverka- söfnum, þar sem almenningur á frjálsan og stöðugan aðgang. Það er orðið algerlega óþolandi, að ekki skuli einu sinni i liöf- uðstað landsins vera til málverkasafn, livað þá í smærri bæj- um. Það getur ekki lengur dregizt, að farið verði í alvöru að gangast fyrir framkvæmdum i þessu máli. Ég ber ekki fram néinar tillögur að þessu sinni, en ég vil skjóta þvi til þeirra félagsmanna Máls og menningar, sem áhuga hafa fyrir þessari listgrein, hvort þeim sýndist ekki fært, að Mál og menning í 9 1

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.