Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Blaðsíða 14
um skylda hvers félagsmanns að reyna að safna nýjum félög- ^um og styrkja á þann hátt starfsemi þess. Ég fyrir mitt leyti vildi alls ekki missa af starfsemi félagsins. Sökum þess, hvað bækur eru dýrar, átti ég oft erfitt með að fullnægja lestrar- hneigð minni, en nú er mjög hætt úr þvi: Ný bók, og það góð hók, annan hvern mánuð, þegar starfsemin er komin í fast form. Það liggur við, að manni finnist það nokkurs konar ævintýri. Þótt ég sé aðeins óhreyttur félagi í Máli og menning, þá vil ég þakka öllum, sem á einn eða annan liátt hafa styrkt og styrkja enn starfsemi félagsins, því að það er þegar orðið og á eftir að verða mjög merkur þáttur í menningarlífi islenzkrar alþýðu til sjávar og sveita. Gafli í Árnessýslu, 10. okt. 1938. Ingvar Björnsson. Ur Hornafirði er skrifað: Ég las, mér lil mikillar ánægju, greinina um framtíðarstarf- semi Máls og menningar, og finnst mér, að þær starfslínur, sem félagið hyggst að sníða sér, séu mjög góðar. Ég held líka, að allir félagar í Máli og menningu í þessu byggðarlagi séu mjög ánægðir með bókavalið. Margir þeirra myndu taka til dæmis fegins hendi, ef Mál og menning gæfi út vandaða mannkyns- sögu. Og þótt útgáfa alfræðibókar sé nauðsynjaverk, sem þarf að komast í framkvæmd á næstu árum, er þó að mínum dómi og ýmissa fleiri félaga í Máli og menningu, sem ég hefi talað við, enn þá nauðsynlegra að fá góða mannkynssögu. Hróðmar Sigurðsson. Frá Holti á Síðu: Ég þakka ykkur fyrir ágætar bækur Máls og menningar, og ekki sízt fyrir hina fallegu gjöf, myndir Kjarvals. Ég lilakka til framhalds á því myndasafni. Ég hef alltaf gaman af að skoða listaverk og myndir af þeim, og ber ég þó ekki mikið skyn á þá hluti. Ég hugsa gotl til framtíðarstarfsemi Máls og menningar, eins og þið gerið ráð fyrir henni. Einsætt þykir mér að binda sig ekki við bókatöluna- (6), heldur gefa út eina stóra bók i stað- inn fyrir tvær, ef svo stendur á. Þið ættuð I. d. að hafa tvær bækur árlega skáldskaparlegs efnis, og finnst mér, að gefa megi út eina stóra eftir málavöxtum. Með þessu móti fara kaupend- urnir ekki á mis við ýmis veigamikil verk, sem þeir mundu gera, ef útgáfan væri bundin við eina ákveðna stærð bóka. Ég hef talað við nokkra félaga úr Máli og menningu um hók 12

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.