Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 22
196 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fjöll. Hér á landi eru þau fremur fátíð. Snæfellsjökull, Eyjafjalla- jökull og Oræfajökull eru strýtufjöll og Helgafell í Vestmannaeyj- um, sem er skýrast dæmi slíkra fjalla hér. Auðséð er, að Skjaldbreiður muni vera annarrar ættar. Hann er ekki strýta, heldur bunguvaxinn. Og allur er hann þakinn hraun- um, sem komið hafa upp úr gígnum á fjallstindinum, svo sem Jónas segir. Hvergi sér þar móberg, hvergi ösku eða vikur, eins og í strýtu- fjöllunum. Breiðurinn hlýtur því að hafa gosið hrauni einu saman. Slík eldfjöll nefna menn dyngjur, þau eru harla fágæt og þekkjast hvergi á jörðunni nema hér á Islandi og örfáum eyjum í Kyrra- hafi og Indlandshafi. íslenzku dyngjurnar eru tuttugu að tölu, þær er gosið hafa eftir jökulöld. Flestar eru þær í Ódáðahrauni, og er Trölladyngja þeirra mest. Hún er næsta lík Skjaldbreið í sjón og raun, enda bergborin systir hans. Engin íslenzk dyngja hefur gosið síðan land byggðist, en vestur í Kyrrahafi, á eyjum þeim er Hawai heita, eru dyngjur, sem gjósa enn þann dag í dag. Eyjar þessar eru í rauninni tröllauknar dyngjur, sem vaxið hafa á óralöngum tíma upp af botni úthafsins og rísa nú allt að 4000 metrum yfir sæ. Þær mestu tvær heita Mauna Loa og Mauna Kea. Mjög eru þær líkar Skjaldbreið að lögun, þó að miklum mun séu þær stærri en hann. Hlíðarnar eru vaxnar frumskógum langt uppeftir, en sykurekrur á milli. Ofar taka helluhraun við, en efst hvílir snær. Á báðum þessum dyngjum eru risavaxnir gígar, mörg hundruð metra að þvermáli, og girtir hraunhömrum, 200—300 metra háum. Löngum er gígbotninn kaldur og kyrr, en þegar líður að gosurn, tekur hann að ýfast og bresta, en upp úr sprungunum stíga ægilegir eldhverir, allt að 300 metra háir og lýsa vítt, eins og vitar um nætur. Hægt og hægt lyftist eldleðjan á gígbotninum, byltist milli hraunhamranna og bræðir af sér steinfjöturinn, unz hinn mikli gígur er orðinn allur að brimsorfnu eldhafi. Loks fellur eldleðjan út af gígbörinunum, fossar niður hlíðarnar, því að hún er þunn eins og olía, og fellur með feikna hraða, 20—30 km. á klst., eða svo hart, að enginn hestur drægi undan. Oft nemur hún ekki staðar fyrr en úti í sjó. Og um hin- ar höfgu,suðrænu nætur lýsa þessi hraun langt á haf út, líkt og gulln- ir straumar, þar sem þeir brenna sig gegnum akrana og skóginn og fossa af björgum fram í freyðandi sjóinn. Svo dregur aftur úr gos-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.