Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 20
10 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR eða fari helst á fyllirí í 24 klukkutíma. Það er einkennilegt að kynnast svona hálfbörnum sem hafa móral gamalla úrkynjaðra drykkjurúta. Þetta er eitt af því sem gerir únga íslendínga óskiljanlega og furðulega í augum annarra þjóða. Vínmenníng er okkur lokuð bók, einsog svo mörg önnur menníng, við skiljum ekki orðið. Áfeingi og fyllirí eru hérumbil óaðskiljanleg hugtök fyrir íslendíngum. í hófi hjá rithöfund- um í Moskvu spurði ég einusinni hvort ekki væri til gútemplararegla þar í landi, en einginn skildi orðið né hafði heyrt slíkt fyrirtæki nefnt; þeir báðu mig að skýra hvað ég ætti við. Jú menn gánga í félag um að borða ekki áfeingi; það er unnið heit eftir orðum úr gamlatestament- inu eða einhverri þesskonar bók, og haft inngángsorð, og það er hafð- ur kapelán og það er súnginn sálmur, — eftir því sem ég útskýrði hlut- inn nánar, eftir því skildu þeir minna, og loks skildi ég mig ekki sjálf- ur, þetta var eins óleysandi þraut einsog að útskýra beina línu í Kína eða bogna línu hjá majum í Perú. Og alt þetta til að drekka ekki glas af víni? sögðu þeir. Til að drekka sig ekki fullan, sagði ég. Já en það er spurníng um mannasiði, sögðu þeir; einginn maður sem kann almenna mannasiði drekkur sig fullan. Hér í Sovét dreypa allir á áfeingi þegar það á við. Að drekka sig fullan í eitt skifti, það er einsog verða fyrir því óláni að detta oní pytt. Maður sem drekkur sig fullan að staðaldri á heima á spítala. I öllum þeim löndum þar sem ég hef komið utan íslands, er áfeingi selt á veitíngahúsum smáum og stórum, þeim sem vilja veita það; í flestum löndum fæst það í matvörubúðum; meiri hluti evrópumanna drekkur áfeingi með hverri máltíð í venjulegu árferði, svipað og við drekkum kaffi, vín eru auglýst í dagblöðum og tímaritum og á götun- um; ekkert er jafnhversdagslegt og fjarri seremoníu einsog að fá sér eitt glas af víni. Glas af víni er líka þáttur þess að rabba saman, það eru öðru fremur hin fagurfræðilegu áhrif sem normalir menn sækjast eftir í glasi af víni. Hér á íslandi ímyndar löggjafinn sér áfeingi að því er virðist ein- vörðúngu sem meðal til að fara á fyllirí. í vínverslun á íslandi fæst til dæmis sjaldnast nokkurt þekt eða viðurkent vínmerki eftir smekk manna sem hafa vínmenníngu, Áfeingisverslun Islands virðist miðuð eingaungu við vínsmekkslausa alkóhólista, sem er sama hvað þeir drekka, bara ef þeir verða fullir. Það er hvergi hægt að setjast inní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.