Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Side 78
Tímarit Máls og menningar 1831 gerist hann sögukennari við kvennaskóla og flytur jafnframt fyrir- lestra um sögu miðalda við háskólann í Pétursborg. Brátt verður honum reyndar ljóst, að hann er ekki jafngott efni í sagnfræðing eins og hann sjálf- ur hugði. í nepjunni norður í Pétursborg leitar hugurinn suður á bóginn til sólskins- landsins góða, Úkraínu, þar sem Gogol sleit barnsskónum. Hann rifjar upp gömul ævintýri og þjóðsögur, furðulegar munnmælasögur og hetjusögur af Kósökkum, sem afi hans sagði honum endur fyrir löngu. Fjarlægðin verkar á hann eins og hressandi töfralyf og ljær frásögnum hans ferskan blæ og framandi. Ekki spillir heldur gamansemi Gogols og liðugt tungutak. Árið 1831 og 32 er gefið út smásagnasafn með átta sögum eftir hann og heitir það Kvöldvökur á sveitahæ nálægt Dikanka. Sögur þessar urðu vinsælasta lestrar- efni almennings á svipstundu. Nú ákveður hann að helga sig allan bókmenntum, enda telur hann sig hafa hrýnan boðskap að flytja þjóð sinni. í hverju var þessi boðskapur fólginn, kynni einhver að spyrja. Það er nú lóðið. Sennilega hefur Gogol sjálfur aldrei gert sér fulla grein fyrir því, en eitt er þó víst að boðskapur hans átti að vera þjóðlegur og göfugur í senn. í háskólanum blandaði hann geði við menntamenn og listamenn eins og t. d. frú Smirnoff og skáldið Júkovskí. Sú fyrrnefnda taldi í hann kjark og kom honum til þroska, en ómetanlegust voru þrátt fyrir það kynni hans af Púshkin, sem reyndist honum slík andleg stoð og stytta að til fádæma verður að teljast. Vinátta þessara stórskálda var fölskvalaus og einlæg. Fyrirbæri sem er því miður alltof fátítt meðal listamanna. Til marks um öðlingseðli Púshkins og rausnarskap, þá sakar ef til vill ekki að skýra frá því hér, að hann lét Gogol í té bæði hugmyndir og efni í leikrit og sögur eins og t. d. Eftirlitsmanninn og Dauðar sálir, svo einhver verk hans séu nefnd. Bezta sagan í Kvöldvökunum er sennilega sagan af ívan Fedorovitsh Shponka og frænku hans. Smásaga þessi ber raunsæi höfundar og kímni ó- tvírætt vitni eða með öðrum orðum eiginleikum þeim, sem helzt einkenna Gogol á blómlegasta þroskaskeiði hans. Ekki er Gogol raunsær á sama hátt og t. d. Dickens og þess vegna er það mjög hæpið að bera þá saman eins og svo oft hefur verið gert. Gogol er bæði bitur og sár. Dickens elur hins vegar enga beiskju í brjósti. Gogol er utan gátta við lífið og stendur glottandi og starir beiskjufullum augum á það. Hann er eins og lítið umkomulaust að- skotadýr mitt í dimmum frumskógi, þar sem stór og hættuleg villidýr ráða ríkjum eða sitja jafnvel um líf hans. Lögmál frumskógarins eru honum lok- 172
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.