Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2012, Blaðsíða 28

Ægir - 01.06.2012, Blaðsíða 28
28 V E I Ð I R Á Ð G J Ö F anlegum aflareglum fyrir stjórn ufsaveiða,“ segir í skýrslu Hafró. Þar segir einn- ig: „Til að ná hámarksafrakstri úr ufsastofninum til lengri tíma litið er mælt með sams konar aflareglu og notuð er við stjórn þorskveiða. Auk þess benti greiningin til að aukin sókn í smáufsa, líkt og verið hefur undanfarin ár, dragi úr afrakstursgetu stofns- ins. Ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunarinnar miðast við meðaltal síðustu ráðgjafar og 20% af núverandi mati á veiðistofni. Hafrannsókna- stofnunin leggur því til að há- marksafli ufsa á fiskveiðiárinu 2012/2013 verði 49 þús. tonn.“ Gullkarfi og litli karfi Um 45 þús. tonn veiddust af gullkarfa árið 2011 sem er 6.000 tonnum meira en árið áður. Hafró segir um gullkarf- ann í skýrslu sinni: „Árgangar frá árunum 1996-2001 eru nú metnir stærri en áður var talið og koma í auknum mæli inn í veiðistofninn. Hafrannsókna- stofnunin leggur til að sókn í stofninn verði takmörkuð við þann fiskveiðidauða sem gef- ur hámarksafrakstur til lengri tíma og að gullkarfaafli á fisk- veiðiárinu 2012/2013 fari ekki yfir 45 þús. tonn.“ Hvað litla karfa áhrærir leggur Hafró til að leyft verði að veiða 1.500 tonn á næsta fiskveiðiári. Djúpkarfi Sókn í djúpkarfa hefur verið meiri en vísindamenn hafa lagt til undanfarin ár. Þar hafa Rússar skorist úr leik í alþjóð- legu samstarfi og neitað að viðurkenna að djúpkarfa- stofninn byggist í raun á tveimur stofnum, svokölluð- um efri og neðri stofnum. Hafrannsóknastofnunin og Alþjóðahafrannsóknaráðið leggja til að djúpkarfaafli í landgrunnshlíðum Íslands á fiskveiðiárinu 2012-2013 fari ekki yfir 10 þús. tonn. Í skýrslu Hafró segir að úr efri stofninum, sem aðallega hefur verið veiddur suður og auðaustur af Grænlandi, hafi aðeins veiðst 600 tonn árið 2011 sem er minnsta veiði frá árinu 1982. Þegar best lét voru veidd um 100.000 tonn úr þessum stofni um miðjan tíunda ártuginn. Klikkt er út með þessu: „Vegna mjög nei- kvæðrar þróunar stofnstærðar hefur Alþjóðahafrannsókna- ráðið ráðlagt að engar veiðar verði stundaðar úr efri stofni úthafskarfa.“ Veiðar úr neðri stofninum hafa aðallega farið fram vest- an Reykjaneshryggs. Þar hef- ur gengið mjög erfiðlega að hafa eftirlit með veiðum enda veiðisvæðið á mörkum ís- lensku og grænlensku lög- sagnanna, ýmist innan þeirra eða utan. Skráður heildarafli var 47 þús. tonn 2011 en 59 þús. tonn árið áður. Afli ís- lenskra skipa árið 2011 var 12 þúsund tonn. Um neðri stofninn segir í skýrslu Hafró: „Alþjóðahaf- rannsóknaráðið (ICES) telur að vegna neikvæðrar þróunar á stofnstærð neðri stofns út- hafskarfa á undanförnum ár- um, sé nauðsynlegt að draga úr sókn í stofninn, þar sem hún hefur verið langt umfram afrakstursgetu hans. ICES leggur til að veiðar verði að hámarki 20 þús. tonn árið 2013.“ Grálúða og lúða Grálúðuafli ísenskra skipa var um 13 þúsund tonn á síðasta ári eða um helmingur skráðr- ar veiði úr stofninum sem heldur sig við Austur-Græn- land, Ísland og Færeyjar. ICES og Hafrannsóknastofn- unin leggja til að aflamark í grálúðu miðist við þá sókn sem gefur hámarksafrakstur til lengri tíma litið. Sú sókn samsvarar því að heildarafli grálúðu á svæðinu Austur- Grænland / Ísland / Færeyjar fari ekki yfir 20 þús. tonn fiskveiðiárið 2012/2013. Veiðar á lúðu hafa verið Heildarafli (þús. tonna) af þorski eftir veiðarfærum árin 1955-2011.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.