Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 25
Banadarísk sagnagerð eftir seinna stríð óspillta náttúru, frumstætt mannlíf og sitt innsta eðli. Hann kastar sér út í lífið í þeirri trú að hann fái komið einhverju jákvæðu til leiðar og um leið fundið sjálfan sig, bjargað eigin sál sem er honum meira virði en allur heimsins auður og öll veraldarinnar frægð. Sagan er skrifuð á töfrandi máli, full af óvæntum uppátækjum og ævintýrum og vekur með lesand- anum máttuga tilfinningu fyrir samhengi manns og náttúru, undri sjálfs lífsins á jörðinni með öllum sínum ótrúlegu möguleikum, ef maðurinn einungis finnur til samkenndar og samábyrgðar með öllu sem lifir. Sjötta skáldsaga Bellows, „Herzog“ (1964), samin að mestu í formi sendibréfa, fjallar eins og flestar bækur hans um hlutskipti gyðinga í bandarísku þjóðlífi og dregur upp eftirminnilega mynd af venjulegum en dálítið sérvitrum manni sem er ofurseldur sjálfsvorkunn og óskilgreindum ótta, en er jafnframt ódrepandi í mannlegu þolgæði sínu, lífslöngun og samkennd með meðbræðrum sínum. Herzog er sérfræðingur í rómantísku stefnunni í bókmenntum og nákunnugur hörmungum mannlífsins, en jafn- framt leiksoppur lögfræðinga og sálkönnuða og varnarlaus gagnvart yfir- gangi kvenna sem „borða grænt salat og drekka mannablóð“, eins og hann orðar það, en úrræði hans er að skrifa endalaus bréf sem hann aldrei sendir, til þekktra manna og óþekktra, svo sem Eisenhowers, Nietzsches og sjálfs Drottins almáttugs. Þannig finnur hann sjálfan sig og bjargar sálu sinni. Eins og endranær nýtur skopskyn Bellows sín vel í þessari frumlegu sögu. I „Mr. Sammler’s Planet“ (1970) leggur Bellow inn á nýjar brautir, kannar stöðu mannsins í samtímanum og afstöðu hans til mannkynssög- unnar annars vegar og þeirrar framtíðarsýnar sem H. G. Wells og margir aðrir hafa lýst í verkum sínum. Sammler er evrópskur gyðingur og húman- isti sem hefur lifað af fjöldamorð nasista á stríðsárunum og leitar nýs at- hvarfs í frumskógi New York-borgar, en honum reynist um megn að semja sig að nýjum og fjandsamlegum heimi. En hann varðveitir til hinsm smndar mannlega reisn og þá sannfæringu að lífið í öllum sínum óskapn- aði og óhugnaði sé stórfenglegt ævintýri og leyndardómur sem aldrei verði kannaður til fulls né metinn að verðleikum. „Humboldt’s Gift“ (1973) er annar hátindur í skáldferli Bellows og af mörgum talin hans besta verk. Sögumaðurinn Charlie Citrine, sem er kunnur og auðugur rithöfundur, rekur samband sitt við velgerðarmann sinn og bókmenntalegan ráðgjafa, Humboldt, sem hefur fyrr á ámm átt miklu gengi að fagna en förlast flugið og leitað á vit Bakkusar og Venusar. 355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.