Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 105
Stafur Prosperós ungur er ekki sofnaður enn. Morðið hefur ekki enn verið reynt. Gonsaló fer að segja sögu af farsælli þjóð. Hann hlýtur að hafa lesið nýlega hinn fræga kafla um mannætur í Hugunum Montaignes. Hann hefur upp orð Montaignes. Á þessu farsælda-landi þekkist hvorki vinna né verzlun; þar eru hvorki embætti né völd: Gonsaló (lýkur máli sínu)■.... alls ekkert vald. Antóníó. Þegar stjórnarskránni lýkur, er upphaf hennar gleymt. Gonsaló. Ollum skal heimill auður jarðarinnar án sveita og strits. En lögbrot öll og landráð, sverð, spjót og byssur, hnífa og hverskyns vél skyldi ég banna. Orlát iðgnótt jarðar skal allar þarfir bæta og viðgang veita vammlausri þjóð. (11,1) Manneskjur, fagrar og skynsamar, lifa náttúrlegu lífi, án erfðasyndar og óspilltar af siðmennsku. Náttúran er góð og mennirnir eru góðir. Þannig eru sælu- eyjarnar í þeim draumheimum, sem skópust öndverðir lénsskipulaginu. Það voru einfaldir munkar af reglu heilags Frans, sem fundu þær í Suðurhöfum og hittu þar fyrir góða og göfuga villimenn, löngu á undan Rousseau. Um þessa „göfugu villimenn" hafði Montaigne ritað. En Shakespeare trúði ekki á „góða villimenn" fremur en hann trúði á „góða kónga“. Þegar hann fór að svipast eftir draumlendu, þá fann hann henni stað í Ardenskógi, þar sem Hrói höttur hafði reikað með flokk sinn. En einnig sú draumlenda var meini slungin; jafnvel þar gat Jakob ekki fest yndi. Shakespeare trúði ekki á sælueyjar. Þær væru of nálægar kunnum meginlöndum. Draumurá Jónsmessunótt er gleðileikur. Ofviðrið var líka talið gleðileikur á tið höfundar. Draumurinn er fyrirrennari Ofviðrisins, en saminn í léttari tón. Her- toginn er hjartagóður og velviljaður. Faðir Hermíu fýrirgefur henni. Himen hnýtir þrjú hamingju-bönd. Þannig er málum komið í eftirmálanum. En i forleiknum krefst faðirinn dauðarefsingar til handa dóttur sinni, sem hefur valið sér elskhuga gegn vilja hans; elskendurnir flýja til skógar. Hermía elskar Lisander. Demetríus leggur hamslausa ást á Hermíu, en Helena á Demetríus. Veröldin ergrimm og óskynsöm í senn; hún dregur dár að öllum tilfinningum. En ástin sjálf er óskynsöm líka. Og náttúran? Náttúruna táknar skógurinn hjá Aþenu, sem í rauninni er Ardenskógur. Óberon og Títanía eiga þar heima, en í raun og veru er hann ríki Bokka. Bokki er skógar-álfur. Hann er líka Harlekín úr commedia dell’arte. En hinn raunverulegi Harlekín er djöfullinn. I augum Shakespeares er náttúran 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.