Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 88
Tímarit Máls og menningar mjög farin að láta á sjá, en að hún vildi hvorki sjá né heyra manninn sem vera mundi faðir að barninu“ (161). Meira er það ekki: nema þegar aðrir sjá ekki til skreiðist Theódór á fætur og brennir öll bréfin frá Karitas. Það verður fátt um það ráðið af textanum, að henni gleymir hann aldrei. Þessi æskuást er honum allar götur síðan mjög hugleikin, eins og glöggt má sjá af sögum hans. Hvað eftir annað er hann að leika sér að þessu dæmi: ástin sem brást. í Dagsbrún lætur hann staðgengil sinn missa æskuástina úr sótt. í Grímu verður heitkonan unga illum keppinaut að bráð: hann hræðir úr henni lífið og staðgengill Theódórs hefnir sín á íslenska vísu og ræður illvirkjanum bana í slagsmálum. Oftar er Theódór þó að láta sína menn í sögunum mæta sama andstreymi og hann sjálfur: æskuástin sló í barn með öðrum. Stundum hefnir hinn vonsvikni sín þá með fádæma göfug- mennsku, eins og Hrólfur sem í samnefndri sögu fórnar lífi sínu til að ná í ljósmóður í miklu fárviðri handa elskunni sinni, sem er að fæða annars manns barn með þrautum (Brot). En stundum vinnur staðgengill höfundar konuna aftur frá eljara sínum eins og þegar Dagbjartur nær Margréti aftur í Lokadegi. Kveikjan að öllum þeim skáldsagnaátökum er semsagt afgreidd í örfáum sparsömum orðum („ég sneri mér til veggjar“) — og svo í pílagrímsferð út í Flatey mörgum áratugum síðar þegar roskinn maður er aftur einn í heiminum: „Þarna hafði ung stúlka eitt sinn setið uppi i rúmi sínu að næturlagi og skrifað heit ástarbréf við kertaljós, meðan hríðin hamaðist á þekjunni og aðrir sváfu. Þetta hafði orðið eins og þegar uppsprettulind rennur út í sand, og var ekkert hægt um það að sakast, eins og allt var komið“ (/ verum, 697). Svipuð feimni og sparsemi stýra penna Theódórs einnig þegar hann segir frá sínum fögnuði í ástum. Þegar hann lýsir tilhugalífi þeirra Sigurlaugar, sem hann svo giftist, vill hann helst reka forvitinn lesanda á dyr með útúrsnúningum: „Unnum við oft saman úti langt fram á kvöld og sagði hún mér margt úr Skagafirði. Inn í þetta komu svo ýmsir þættir hárómantískir og fram úr hófi viðkvæmir“ (183). Ekki meira um það, minn kæri! Lengst kemst hann í játningum um þessi efni þegar hann segir: „Er við riðum upp frá Hvammi norður Leirdalsheiði á heimleið yndislega nótt, áðum við litla stund og létum hestana bíta og hvíla sig. Lóan söng og spóinn vall, og ilmaði af hverju laufblaði. Þarna kom okkur saman um að eiga saman gleðina og sorgina það sem eftir væri lífsins. Við vorum ung og hraust og viðkvæm, en áttum litla fyrirhyggju“ (185). Theódór nær í ævisögunni stundum eftirminnilegum árangri í því að harka af sér bæði gleði og harma, eins og þegar hann skoðar ör eftir handarmein, rifjar 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.