Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 13
Ádrepur Hughes, heldur þvert á móti, þar sem Sylvia fjölyrðir mjög um nærgætni, hjálpsemi og skilning eiginmanns síns. Af bréfunum verður ekki annað séð en sambúð þeirra hafi verið óvenjulega farsæl og báðum til mikils góðs sem skáldum og manneskjum, þótt svo sviplega hafi farið að lokum, en um þann harmleik treysti ég mér ekki til að ræða eða fella dóma. Og er þá komið að túlkun kvæðisins Haukur á grein. Eg viðhef þau orð að það sé „opinberun á hugarfari harðstjórans í mannheimi, óhugnanleg sálgrein- ing á fasisma“. Þetta finnst Svölu of einskorðandi túlkun og spyr hver sé „tilkominn með að segja að ljóðið fjalli ekki um miskunnarleysi og óhugnað karlaveldis“. Ég fæ ekki séð að mín túlkun sé það þröng að hún útiloki túlkun Svölu, því að hvað er grimmd karlaveldis annað en ein tegund harðstjórnar í mannheimi, en ég get ekki fallist á að ljóðið fjalli aðeins eða fyrst og fremst um miskunnarleysi og óhugnað karlveldis. Það er krufning á ákveðnu hugarfari sem finnst í margvíslegum birtingarformum og hver lesandi getur að sjálfsögðu túlkað, eins og Svala segir, „út frá eigin reynslu og lestri“. Það er hins vegar fráleitt að ég hafi með túlkun minni útilokað þann skilning sem Svala leggur í kvæðið. Min túlkun útilokar aðeins að hægt sé að leggja í kvæðið þann skilning einvörðungu. Þá er svarað þeim aðfinnslum Svölu sem snerta grein mína í TMM. En Svala heldur áfram að hella úr skálum reiði sinnar út af Sylviu Plath, þó svo að hvorki ég né TMM komi því máli hið minnsta við. Tilefni reiðinnar i þetta sinn eru þakkir sem móðir Sylviu (sem gaf út bréfasafn hennar) færir Ted Hughes fyrir að veita góðfúslega birtingarrétt að bréfunum. Það sem hneykslar Svölu er að Ted Hughes skuli „samkvæmt lögum karlveldisins“ eiga útgáfurétt að öllu sem Sylvia Plath skrifaði, vegna þess að þau voru enn gift þegar hún lést. Þetta kann að virðast óréttlátt við fyrstu sýn, en hefur Svala hugsað málið til hlítar? I fyrsta lagi er ansi hæpið að tala um „lög karlveldisins" í þessu sambandi, þar sem þessi lög ná jafnt til karla og kvenna. Hefði Ted Hughes dáið en ekki Sylvia Plath hefði birtingarréttur að öllu sem Ted Hughes skrifaði (líka þeim bréfum sem Ted skrifaði móður sinni) runnið til Sylviu. En hvert finnst Svölu að birtingarrétturinn hefði átt að renna eftir andlát Sylviu? Hljóta ekki hagsmunir barna hennar að vega þyngst? Og er ekki Ted Hughes faðir þeirra og forsjár- maður? I öðru lagi virðist Svölu það þyrnir í augum að einhver geti átt birtingarrétt að bréfum sem hann hvorki skrifaði né fékk í pósti. Ekki held ég það væri heillavænleg regla að viðtakendur bréfa ættu birtingarrétt þeirra. Einkabréf eru viðlcvæmir hlutir og ritendur þeirra verður að vernda fyrir birtingu án samráðs 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.