Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 15
Ég + unglingaheimilið var þá líka bara heima hamingjusöm. Sólin skein innum gluggann, fólk gekk upprétt, brosandi, allir í góðu skapi því það var sumar og gott veður. Maður rölti niður Laugaveginn, niðrí Austurstræti, vestur í bæ, allt var yndislegt. Þennan hálfa mánuð sem ég var ein heima datt ég reyndar í það tvisvar þrisvar en ekkert illilega. Einn bjartan sumardaginn var ég í vinnunni þegar Stína kom með leigubíl fullan af strákum til mín um hádegisbilið. Góður vinur okkar hafði verið að koma úr sveitinni þar sem hann var að vinna um tíma, með fullt af Skagamönnum með sér + tvo kassa af brenni- víni og annað eins af rósavíni. Eg fékk frí í vinnunni út af sumri og sól, við brunuðum heim og slegið var upp veislu og dottið í það. Inn slæddust margir góðir vinir sem fundu brennivínslyktina í margra kílómetra fjarlægð en stoppuðu þó stutt. Um V2IÍ leytið var ákveðið að fara á skemmtistað einsog tíðkast. Mér gæðablóðinu þótti sjálfsagt að hýsa Skagamennina yfir nótt- ina þar sem ég og Nonni þurftum ekki á öllu þessu húsplássi að halda. Rétt áður en við lögðum af stað kom Oli-gógó, hann er illa liðinn af mörgum. Einnig kom Gulla með vin sinn (hann er víst líka illa liðinn). Gulla sofnaði en vinurinn var samferða okkur út. Konan á efri hæðinni heyrir mig bjóða Skagamönnunum gistingu ef þeir verða komnir kl. 4. Hún brjálast alveg yfir góðmennsku minni og flippar alveg út þegar hún sér Ola-gógó og vininn sem voru á leiðinni út. Við fórum á sitthvern skemmtistaðinn en heima sváfu bara ég, Nonni og Gulla (Skagamennirnir lentu ábyggilega á séns). Nú — þegar foreldrar mínir komu heim og fréttu af þessu partíi sem slúttaði klukkan hálf ellefu og ekkert hjónarúm brotið og fengu að vita hverjir hefðu vogað sér innfyrir þröskuldinn hjá þeim og að ég hefði boðið fólki næturgistingu þá flippuðu þau líka út. „Félags- málakrakkarnir“ fríkuðu einnig út, og á unglingaheimilinu var oft minnst á þetta partí. Eg fékk enn einu sinni að heyra það að ég væri í slæmum félagsskap, væri áhrifagjarn krakki, ósjálfstæð og gæti ekki einu sinni búið eftirlitslaus í hálfan mánuð o. s. frv. Eg sat ein eftir, sæmilega ánægð með frammistöðu mína við að búa ein. Ég hætti næstum alveg að láta sjá mig heima enda í nógu að snúast 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.