Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 77
Ferdaleikur hvarf bak við runna. (Einu gildir hversu mikla ánægju návist hins elskaða veitir, maður verður að vera einn með sjálfum sér til að geta notið hennar til fullnustu). Þvínæst kom hún út úr skóginum og gekk aftur upp á veginn; það rétt sást glitta í bensínstöðina þaðan sem hún stóð; tankbif- reiðin mikla var farin. Bifreiðin ók upp að rauðmálaðri bensíndæl- unni. Hún rölti meðfram veginum; hún leit aðeins við endrum og eins til að gá hvort hann væri ekki á leiðinni. Loks sá hún hann. Hún nam staðar og gaf merki, svona eins og stelpa sem ætlar að fá sér far með ókunnum bíl. Bifreiðin hemlaði og stansaði fyrir framan hana. Ungi maðurinn hallaði sér útað rúðunni, skrúfaði hana niður, brosti og: „Hvert ætlar þú fröken?“ spurði hann. „Ert þú nokkuð á leiðinni til Býsrícu?“ spurði hún og brosti daðurslega. „Gerðu svo vel að stíga uppí,“ sagði hann og opnaði um leið dyrn- ar. Hún steig uppí og bifreiðin ók af stað. 3. Ungi maðurinn gladdist alltaf við að sjá hana í góðu skapi; það gerðist ekki svo oft: hún var í þreytandi vinnu (leiðinlegur andi, mikil yfirvinna án umbunar) auk þess sem heilsutæp móðir hennar bjó hjá henni; þar sem hún var oft þreytt var hún tæp á taugum og óörugg með sig; hún varð kvíðin og hrædd af litlu tilefni. Hann tók því hverjum gleðivotti hennar eins og blíður og skilningsríkur eldri bróðir. Hann brosti til hennar og sagði: „Huggulegri farþega hef ég nú ekki tekið uppí þau fimm ár sem ég er búinn að keyra.“ Unga stúlkan tók hverju smáskjalli vinar síns heils hugar. Til að halda aftur af ástríðuhitanum sagði hún: — Lygin í þér. — Lít ég út fyrir að vera lygari? — Þú virðist hafa gaman af því að ljúga að kvenfólki, svaraði hún og ósjálfrátt læddist dálítið af gamla kvíðanum inn í orð hennar því hún áleit í raun og veru að vinur hennar skemmti sér við að ljúga að kvenfólki. Að öllu jöfnu fór afbrýðisemin í vinkonu hans í taugarnar á 339
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.