Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 86
Tímarit Máls og menningar fullur maður, sem áreiðanlega hefur ætlað að undirstrika hversu mikill heimsmaður hann var, til hennar og ávarpaði hana á frönsku: „Combien, mademoiselle?" Unga stúlkan skildi hvað klukkan sló. Hún reigði út barminn og naut til fullnustu hverrar einustu mjaðmahreyfingar; hún hvarf bak við bólstraða hurðina. 9. Þetta var nú meiri leikurinn. Það skrýtna við hann var, til dæmis, að þótt hann væri búinn að setja sig algerlega í spor ókunna bílstjór- ans, hætti hann ekki augnablik að sjá vinkonu sína í hlutverki kon- unnar á puttaferðalaginu. Og honum sveið einmitt þetta; hann horfði upp á vinkonuna önnum kafna við að gefa ókunnum manni undir fótinn og hann naut þeirra dapurlegu forréttinda að fá að vera viðstaddur allt saman, fylgjast náið með orðum hennar og gerðum þegar hún hélt fram hjá honum; hann naut þess þverstæðukennda heiðurs að vera sjálfur beita fyrir framhjáhald hennar. Það versta var að hann dáði hana meira en hann elskaði; hann hugsaði alltaf með sér að tilvera ungu konunnar grundvallaðist umfram allt á trygglyndi hennar og hreinleika; og að utan þeirra marka væri hún einfaldlega ekki til lengur; að utan þessara marka hætti hún að vera hún sjálf, líkt og vatn er ekki lengur vatn yfir suðumarki. Og þegar hann sá hana fara yfir þessi hræðilegu mörk á svona þokkafullan og eðlilegan hátt, fann hann hvernig reiðin gaus upp í honum. Hún kom aftur af salerninu og sagði í kvörtunartón: „Það kom maður til mín og spurði: Hvað kostar það, fröken?“ — Vertu ekki hissa á því! Þú lítur út eins og mella! — Mér er nákvæmlega sama. — Þú hefðir átt að vera áfram hjá manninum! — En hvað ef ég er með þér? — Þú getur farið og hitt hann á eftir. Þú þarft bara að semja við hann. — Mér líst ekkert á hann. 348
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.