Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 16
Tímarit Máls og menningar fornkvenna sem hann einhverra hluta vegna telur að standi íslenskum nú- tímalesendum nær, hefur raunar þveröfug áhrif við það sem hann ætlast til. I rauninni eru til að mynda nöfn rómversku blómagyðjunnar Flóru, egypsku seiðkonunnar Þaísar og grísku dísarinnar Ekkó, sem Villon til- greinir meðal annarra, betur fallin til að vekja okkur söknuð eftir kvenleg- um yndisþokka fyrri tíma en nöfn norrænna kvenskassa og svarka á borð við Hallgerði, Gunnlöðu, Hervöru og Gunnhildi. Og sem kórónu þessa mikla kvennavals nefnir Villon konu sem var brennd á báli í þann mund er hann sjálfur var í heiminn borinn og var engin önnur en heilög Jóhanna af Örk: Et Jeanne, la bonne Lorraine Qu’Anglois brulérent á Rouen Ou sont-ils, oú, Vierge souvraine? Mais ou sont les neiges d’antan? (Stafsett eftir Édition Gallimard 1975) Það er býsna langur vegur milli þessara lína, sem mynda hámark kvæðisins, og þeirra sem Jón setur í staðinn, jafnvel þótt eigi að heita stæling: og Gunnhildur drottning, og gýgurin Brana, og Gyða, sem ekkja réð jarla setri, og Hlöðvis dóttir í hami svana? Ja, hvar skal nú mjöllin frá liðnum vetri? Viðkvæðið fræga um „snjóinn frá því í fyrra“ verður hér langt frá því eins beinskeytt og tregablandið og á frummálinu. Allt öðru máli gegnir um þýðingar Jóns á þrem öðrum kvæðum eftir Villon sem verða svo máttugur skáldskapur á íslensku, hvert á sinn hátt, að það jaðrar við smásmygli að fara að hnýsast í frumkvæðin með samanburð fyrir augum. Það mætti að vísu vel ímynda sér að orðfæri Villons hafi ork- að einfaldara á samtímamenn hans en sumt í orðfæri þýðandans, en ýmis sjaldgæf orð sem Jón notar fara engan veginn illa og stuðla að því að ljá kvæðunum þann miðaldablæ sem þeim hæfir. Þetta á til að mynda við um orð eins og „þröngdur af mótlætis pressu“, „fyrirbú“, „pentan“ og „bílæti“ í kvæðinu Maríubæn sem skáldið yrkir í orðastað móður sinnar og opnar okkur sýn inn í hugarheim miðalda þar sem andstæðan mikla milli dýrðar himnanna og sora mannlífsins verður allsráðandi og yfirþyrmandi. Einkar sterkt er og Hangakvæðið fræga sem á frummálinu er ýmist titlað Epitaphe Villon en forme de ballade eða þá Ballade des pendus og rís auðvitað hæst í hinni mögnuðu og nákvæmu lýsingu á líkum hinna upphengdu, dinglandi í golunni illa útleiknum eftir sól, regn, ryk og hrafna. Það sem helst gæti gef-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.