Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 53
Aldrei gerdi Kristur sdlu Þórelfi, vorri móður . . . persónunnar Þormóðs í Gerplu. Grunnmynstrinu er lýst í miðaldakvæðinu um Tristan og Isold. Þau tvö verða elskendur á skipinu sem á að flytja hana til Marks konungs, frænda Tristans. Ast Tristans og Isoldar hinnar björtu er logandi ástríða sem jafnframt er merkt þjáningunni. Þau geta ekki sam- einast nema á leynilegum, hættulegum stefnumótum, þau reyna að strjúka saman og búa saman um tíma í skógi nokkrum - en það gengur ekki. Trist- an reynir að gleyma Isold með því að giftast Isold hinni dökku - en það gengur ekki heldur. Astin verður beggja bani og í dauðanum sameinast þau tvö. Bredsdorf bendir á að ást Tristans og Isoldar nærist á aðskilnaði þeirra, þau láta í raun og veru ekkert tækifæri ónotað til að skilja vegna þess að ást þeirra deyr um leið og sambandið verður varanlegt, hversdagslegt. Sam- búðin í skóginum verður þeim leið, en þegar Isold er komin aftur til Marks, mannsins síns, blossar ástin aftur upp, sterkari en nokkru sinni. Tristan og Isold elska eiginlega ekki hvort annað, heldur sína eigin ást og sú ást þolir ekki samfélag af nokkru tagi. Flóttinn undan sambandinu, því að kynnast hinum elskaða, er gerður fagur í Tristanssögunni. Svo vinsæl hefur þessi hugmyndafræði reynst að merki hennar má sjá víða í vestrænum bókmenntum. Vinsælust hefur hún orðið eftir iðnbylt- inguna þegar kjarnafjölskylduform okkar tíma festist í sessi. Fyrir þann tíma var það nóg að hjón virtu hvort annað og héldu friðinn svo að þau gætu uppfyllt jörðina. Og vildi fólk endilega elska eitthvað átti það helst að vera guð. I kjölfar iðnbyltingar kom tilfinningasemin og rómantíkin í bókmennt- um og listum. Nú voru ástir karls og konu aðalumræðuefnið í bókmennt- unum, því harmrænni því betri. Rómantískar ástir voru hins vegar alltof mikið sprengiefni til að rúmast innan fjölskyldunnar. Kjarnafjölskyldunni var ætlað að gegna hlutverki „griðastaðar“, þar sem konan sefar, huggar og hvetur fyrirvinnuna. I Tristransmynstrinu endar ástin þar sem hjónabandið hefst og sé ástin skilgreind eins og þar, er hún þar með gerð útlæg úr hjónabandinu. I hugmyndafræði ástarinnar, eins og hún birtist okkur í bókmenntunum, eru tveir elskhugar öðrum frægari: Tristan og Don Juan. Davíð Stefánsson yrkir um Don Juan í ljóðinu: „Allar vildu meyjarnar eiga hann/ en þá sem hann gat elskað, hann aldrei fann. . .“ Við getum snúið þessum ljóðlínum upp á Tristan og sagt: þá sem hann gat elskað, hann aldrei fékk. Don Juan telur sig hafinn yfir lög og reglur samfélagsins, honum er ekk- ert heilagt. Don Juan elskar ekki ást sína eins og Tristan heldur hatar hana. Hann tekur konur, notar þær og hendir þeim. Oþrjótandi kvenhylli sinni beitir hann, meðvitað og ómeðvitað, til. að storka feðraveldinu og þeim 307
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.