Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 90

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 90
Tímarit Máls og menningar fangsefnið er í sjálfu sér ekki afhjúpað líkt og í hefðbundnum textum held- ur er sem það hringsnúist fyrir augum lesanda. Myndsviðið hefur og öðlast nýtt gildi, hlotið þá stöðu sem fléttan hafði áður. Mörg hefðbundin verk búa að vísu yfir ríkulegu myndmáli, líkingum og vísunum. Notkun þess er þó jafnan takmörkunum háð. Ekki má vera of mikil fjarlægð á milli mynd- liðar og kenniliðar, listbragðsins og hins sögulega samhengis. Tilfinninga- leg eða rökleg nánd verður að ríkja til að samhengið leysist ekki upp og þar með „trúverðugleiki“ textans. Nándin eða þanþolið ræðst af sögulegum aðstæðum, venjum og samþykktum er setja skynsamlegri orðræðu hvers tíma skorður. Þróunin til myndhverfðrar formgerðar er augljós sé horft til íslenskrar sagnagerðar á fyrstu áratugum þessarar aldar. Hana má til dæmis merkja af eftirtöldum sögum: Sælir eru einfaldir (1920), Vefarinn mikli frá Kasmír (1927), Dauðinn á þriðju hæð (1935), Aðventa (1937), íslenskur aðall (1938). Öll fela þessi verk í sér uppreisn gegn frásagnarhefð - mynd varð sögu yfir- sterkari - uppreisn sem enn er ekki lokið og birtist glöggt í skáldsögum síðustu ára. Myndhvörf og nafnskipti Rússneski málvísindamaðurinn Roman Jakobson hefur sýnt fram á að merkingarhættir orðræðna séu tveir: myndhvörf og nafnskipti9. Forsenda beggja felst að hans dómi í skipulags- eða röðunarreglum tungumálsins, vali og tengingu. Tenginguna skýrir hann svo að sérhvert tákn sé samsett úr öðrum og/eða komi aðeins fyrir í venslum við önnur tákn. Máleining- arnar séu í senn mengi smærri málfyrirbæra og hlutar flóknari heilda. Stig- veldi táknanna geti því orðið býsna flókið þótt það sé ævinlega bundið ná- lægðarvenslum, málreglum um tengingu einstakra eininga. Þær ákveði þá möguleika, takmarki þá úrkosti, sem völ sé á hverju sinni. Að tengja saman og setja í samhengi eru að mati Jakobsons sama athöfn, séð frá tveimur sjónarhornum. Jafnframt bendir hann á að frelsi málnotandans aukist um leið og máleiningarnar stækki: fónem, morfem, orð, setning, málsgrein. Valið felur í sér annarskonar röðun, telur Jakobson. Orð er valið úr safni orða, svipaðrar merkingar, orða sem komið gætu hvert í annars stað. Eigi boð að lýsa konu á göngu geti valið staðið á milli orðanna: kona, dama, frú, fljóð. Síðan er sögn valin úr öðru safni orða, t.d. ganga, trítla, arka, labba. Að því búnu er sögn og nafnorði skipar saman í málsgrein. Valið er ævinlega háð líkindum eða mismun. Jafngildu og þó að nokkru frábrugðnu orði er skipað í stað annars orðs. Val og umskipti eru því tvær hliðar á sömu athöfn. I ljósi þessa hélt Jakobson því fram að orðræðu gæti undið fram á tvo vegu: eitt leiddi af öðru vegna líkingar eða samhengis, m.ö.o. 344
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.