Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 114

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 114
Tímarit Máls og menningar höggvið á hnútinn eða slitið hann sundur. En þessar ímynduðu ver- ur nálguðust hana ekki heldur stóðu kyrrar á bakkanum, hreyfing- arlausar með sínu blekkjandi látbragði. Skyndilega bárust að eyrum þeirra mennskar raddir gegnum vatnsniðinn, það voru raunverulegar raddir, hróp og köll í háværu fólki. Þau heyrðu það bæði tvö og það kveikti með þeim nýja von. Þau héldu að fólkið gæti einnig heyrt til þeirra og beittu hinstu kröftum sínum, reyndu hvort um sig að styðjast við hitt og lyfta sér upp úr vatnsflaumnum. Þau hrópuðu hásum rómi af því að vera sí- fellt að verjast köfnun, hósta stöðugt út úr sér vatninu og soga í sig loftið þegar þeim skaut upp. En þeim tókst aðeins að reka upp ves- ældarlega skræki sem yfirgnæfðu engan veginn árniðinn. Loks greindu þau hóp af mönnum sem gekk eftir árbakkanum. Það voru bændur á leið til vinnu sinnar eða ef til vill sölumenn sem stefndu á einhverja dýrlingahátíð. Þeim fannst eins og þeir staðnæmdust við fljótið og væru að gefa þeim bendingar en svo heyrðu þau hlátra í bland við raddirnar; greinilega og án minnsta vafa heyrðu þau að þeir hlógu. Þau æptu til þeirra, eða héldu sig æpa hærra en þeir án þess að skilja að óp þeirra náðu ekki eyrum þeirra sem voru þó svo nálægir. Svo fjarri var hugur þeirra orðinn gangi heimsins að þau töldu víst að þeir væru að hlæja að kvalræði þeirra. Vatnið bar þau stöðugt lengra og ferðamennirnir urðu eftir á bakkanum, óskiljanlega kyrrstæðir. Þessir menn sem með hrópum sínum og látbragði virtust vera að svara þeim stóðu þarna áfram al- gerlega utangátta við það sem gerðist beint fyrir framan augu þeirra. Þeir heyrðu hvorki ópin né skynjuðu augnaráðin sem lýstu svo ákafri von vegna nærveru þeirra. Og þar sem þau byltust í vatnsflaumnum eins og þyngdarlausir bögglar og krömdust á grjótinu sem stóð upp úr vatninu hér og hvar þraut að lokum síðasta mótstöðuafl þeirra. Eins og ólögulegur hlut- ur slengdust þau af einum steini á annan, annaðhvort á bakið eða höfuðið, og voru samstundis hrifin burt á nýjan leik. Artúr hafði ekki verið eins vakandi fyrir því sem átti sér stað; hann hafði reynt meira að bjarga sér eftir eigin leiðum og látið stjórnast af blindri eðlishvöt. I algjöru skeytingarleysi féll hann öðru hvoru ofan á líkama Aróru og fann þá sömu værðarkennd og þegar hann forðum svaf í fangi móður sinnar. Honum fannst hann hverfa 104
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.