Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 26
Tímarit Máls og menningar aníinu, „þá varð ég svo lífsglaður að ég missti af mér allar hömlur.“ Þór- bergur er líka ákaflega ánægður þegar hann er með í höndunum 5000 krón- ur - sem voru miklir peningar þá - eftir að hafa selt tvö upplög af Bréfi til Láru. En þrátt fyrir hömluleysi lífsgleðinnar í Graz 1929 (sem lesandinn trúir kannski ekki alveg á) átti Þórbergur eftir að lifa langa reynslu- og bar- áttutíð, reikull og leitandi, þangað til hann næði að semja næsta stórvirki sitt. Rithöfundarferill Þórbergs var mjög sérkennilegur, og er engu líkara en að hann hafi verið lengi að gera upp við sig hvort hann ætti að gerast rithöf- undur í alvöru. Eftir að hann missti af sér hömlurnar í Graz lét hann sér detta í hug að setja upp verzlun í Reykjavík til þess að hafa efni á að fara oftar til útlanda. En frá því að Bréf til Láru kom út leið langur tími svo að ekki kom nýtt bókmenntaverk frá hendi Þórbergs. Hann ferðaðist töluvert til útlanda þó enga ætti hann verzlunina, en einkum sinnti hann esperantó- boðun og þjóðfræðum. Líklega hefði vel getað farið svo að bókmenntaverk Þórbergs hefðu ekki orðið öllu fleiri. En þá varð það, að Þórbergur, líklega að frumkvæði Helga Hjörvar, var fenginn til að flytja erindi í útvarpið um Stefán frá Hvítadal. Þegar menn höfðu hlustað á erindið vildu þeir fá meira að heyra, og Þórbergur sjálfur kominn á bragðið. Samdi hann þá Islenzkan aðal, en þá voru fimmtán ár frá því hann skrifaði Láru bréfið. Og nú kom eins og af sjálfu sér að halda áfram með ævisöguna sem sumir kölluðu skáldsögu. En er tvö bindi voru komin í viðbót varð endir á. Þórbergur varð staður, og varð nú ekki hagg- að hvað ákaft sem menn kölluðu eftir framhaldi Ofvitans. Hvað því olli að hann vildi ekki halda áfram með þetta verk, sem þeir heimtuðu nú ákafast sem fúlsuðu við því í byrjun, er erfitt að segja. Eg hef einhverntíma ýjað að því að honum hafi naumast þótt verkefnið samboðið sér; en sjálfur sagði hann stundum að hann hefði ekki hugrekki til að segja þessa sögu sannleik- anum samkvæmt, og þá væri betra að láta pennann liggja. Hvað sem þessu líður er nú kominn tími hinna miklu rita Þórbergs - höfuðrita hans þriggja - sem voru víst öll byrjuð annað hvort fyrir annarra hvöt, eða óvart og eins og ósjálfrátt. Þessi höfuðrit Þórbergs eru hvert úr sinni áttinni. Ævisaga séra Árna, Sálmurinn um blómið, og í Suðursveit. Þessum miklu verkum verða seint gerð þau skil sem þeim sæma, en það er víst að þegar þau voru að koma út þóttist margur skriffinnurinn þess um- kominn að setja upp ólundarsvip. „Það eru engin takmörk fyrir því hvað menn geta spáð illa fyrir höf- 288
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.