Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 8
vil aðeins hugleiða — í afar almennum og sjálfsagt einföldum dráttum — hvar þeirr- ar andlegu formgerðar sé að leita sem er forsenda nútíma siðmenningar og hvert megi rekja kreppu hennar. Að vísu hef ég í þessu sambandi meiri áhuga á stjóm- málalegum hliðum málsins en vistfræði- legum, en ég má samt ef til vill skýra það með enn einu vistfræðidæmi hver sé und- irrót hugleiðinga minna. Öldum saman hefur bóndabýlið verið grundvallareining í evrópskum landbún- aði. A tékknesku nefnist það „grunt“ og það er ómaksins vert að athuga uppruna þess. Þetta orð, sem komið er til okkar úr þýsku [samanber grund í íslensku — aths. þýð.], þýðir eiginlega undirstaða, en í tékknesku geymir það sérstök merkingar- blæbrigði: Sem talmálssamheiti tékkn- eska orðsins sem merkir undirstaða (og bújörð) undirstrikar það „grunn undir- stöðunnar“ — óumdeilanlegan, hefð- bundinn heiðarleika og trúverðugleika — sem ekki þarf að færa rök fyrir. Því ber ekki að neita að bændabýlin ollu óteljandi félagslegum árekstrum af ýmsu tagi sem með tímanum urðu æ harðvít- ugri, en eitt verður þó aldrei af þeim skaf- ið: þeim tengdist jafnan einhverskonar rótfesta, aðlögun og samkvæmni, pers- ónulega sannreynd um aldir (af kynslóð- um bænda) og persónulega tryggð (í afrakstri búsýslunnar). Þetta setti svip á sveitina sem býlið tilheyrði og leiddi til heppilegustu samsvörunar, hið innra sem ytra, í stærð og gerð alls þess sem að búskap laut: akra, engja, limgerða, skóga, kvikfjár, lækja, vega o.s.frv. Allt þetta myndaði býsna vel starfhæft efnahagslegt og vistfræðilegt kerfi, án þess að nokkur bóndi hefði í aldanna rás velt því fyrir sér á vísindalegan hátt. Allt var hnitað saman í gagnkvæm bönd þar sem hver þráður hafði sína þýðingu og tryggði innri stöð- ugleika sem og stöðugan afrakstur af bú- skapnum. (Meðal annarra orða: Hefð- bundna bóndabýlið var sjálfu sér nægt um orku, en því fer fjarri um „stórbúskap nútímans“). Landbúnaður fyrri tíðar leið vissulega almennar hörmungar sem Hefðbundna bóndabýlið var sjálfu sér nœgt um orku, en þvífer fjarri um „stórbúskap nútímans“. skullu yfir löndin, en ekki gátu sveita- menn gert við þeim: Ótíð, búfjársjúkdóm- ar, stríð og aðrar skelfingar lágu utan áhrifasviðs bænda. Án efa er búfræði og samfélagsfræði nútímans kleift að koma ótal hlutum í landbúnaði í betra horf: Framleiðni getur vaxið, erfiðisvinnu má létta af fólki, hægt er að afnema verstu félagslega agnúa. Vitaskuld þó að því tilskildu að „nútíma- væðingin" einkennist af vissri virðingu og auðmýkt gagnvart dulúðugri skipan náttúrunnar, og gætt verði þess heppilega jafnvægis sem eitt samræmist náttúru- heimi persónulegrar, mannlegrar reynslu og ábyrgðar. Nútímavæðingin má sem sé ekki verða hrokafull og hrottaleg innrás hinna ópersónulegu, hlutlægu Vísinda þar sem þau vaða fram í gervi nýbakaðs bú- fræðings ellegar „vísindalegrar heims- skoðunar“ einhverra skriffinna. Það var einmitt þetta sem land okkar, Tékkóslóvakía, varð að þola og nefnist „samyrkja“. Hún skall sem fellibylur yfir 6 TMM 1990:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.