Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 58
dunandi stórfljóti, breiðu og vatnsmiklu. Þar ríkir allífshljómurinn órofinn. Þannig er lífið, allt streymir fram, án upphafs eða enda. Sálmurinn er líka lífsspegill, sem býður upp á stöðuga þróun og hreyfingu, og innan þessa mikla ramma er sögunni markaður bás. Sálmurinn um blómið hlaut ekki einróma lof gagnrýnenda þegar bókin kom út. Enn er til fólk sem ekki skammast sín fyrir að viðurkenna að það hafi aldrei getað lokið lestri þessa stórkostlega ritverks. Sigfús Daðason bendir á að eftir útkomu íslensks aðals hafi lesendur Þórbergs orðið gagn- rýnni með hverri nýrri bók sem hann sendi frá sér, og Sálmurinn og Suður- sveitarbálkurinn hlotið sístar viðtökur.10 Ef til vill má kenna því um að menn hafi einfaldlega ekki skilið þessi verk. Sjálfsævisögunni11 og Sálminum er það sameiginlegt að þar er fjallað af andagift og mikilli list um hluti sem flestum þykja næsta hvunndagslegir. I Steinarnir tala er í löngu máli sagt ffá klettum og klungrum kringum bæinn að Hala í Suðursveit. I Sálminum ffá uppvexti lítillar stelputuðru. Flestir dauðlegir menn gleyma fljótt uppvaxtarárum barna sinna, einstaka eftirminnilegir atburðir standa upp úr og oft hristist upp í endurminningunni þegar menn sjá gamlar myndir eða annað sem tendrar fornar glæður. Ef til vill hættir mönnum til að leyfa rýrð efnisins í þessum síðari verkum Þórbergs að blinda sig, þannig að þeir missa sjónar á því sem er listrænt og gæðir ritin skáldskapargildi. f Sálminum vinnur Þórbergur ákaflega vel úr efnivið sínum og lyftir honum í æðra veldi með stílsnilld og andagift. Hann nær góðu „flugtaki“ þegar í upphafsorðum verksins og heldur hæð út bókina, en fellur aldrei í leiðindi, lágkúru eða smásmygli. Efnið má sýnast smásmyglislegt eða hversdagslegt, en Þórbergur handleikur það með stílgaldri meistarans og heldur lesandanum töfruðum allan tímann. Að lokum Nú er orðið hljótt í þjóðsögustofunni í íbúðinni á fjórðu hæð til hægri á Hringbraut 45. Lilla Hegga situr ekki lengur á doddinum og hlýðir á ffásögu meistarans. En mynd þeirra lifir enn fyrir hugskotssjónum þeirra sem lesa Sálminn um blómið. Hún lifir vegna þess að í henni dunar niður genginna daga: æska og elli mættust sem snöggvast, tókust á, skildu og lífið hélt áff am. Sálmurinn er eins og Ijósmynd af einu augnabliki í eilífðinni, stækkuð upp og skýrð. Og er ekki vel til fundið að kalla bókina eftir því andlega verki sem lifir alla menn íslenska og hefur gert um aldir, sálminum hans síra Hallgríms, sem sunginn var yfir ömmu Þórbergs og líkast til verður sunginn yfir lillu Heggu þegar hún hverfur til Bláu eyjunnar? Nafn bókarinnar er táknrænt: 56 TMM 1995:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.