Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 22
— sé „guðsgjöf' en ekki „mannsverk“ (259) á sér því einkum siðferðilega rót, eins og betur verður hugað að hér á eftir. Vant er að sjá að Stephan hafi nokkru sinni „ljóðfært heimsskoðun sína“ jafnskýrt og lífsskoðun sína, hvað þá að hann hafi gert svo með „stærðfræðilegri nákvæmni og kaldhamraðri rökfestu", eins og Sverrir Kristjánsson fullyrti í Tímariti Máls og menningar fyrir rúmum fjörutíu árum.5 Sverrir vísar þar einkum til kvæðisins „Tíunda“ er hrífur huga hans jafnmikið og Nordal þykir það „kalt“ (LV). Til sanns vegar má færa að sumt í frumspeki „Tíunda“ fari ekki á milli mála: Við lifúm í guðlausum efnisheimi, óendanlegum í tíma og rúmi „þar sem afl og efni / eyðist hvergi, en breytist“ (319). Um annað leikur tvímælum. Hvað á Steph- an til dæmis við með ljóðlínunum: „Það er óþekkt orsök / allt, sem kallast hending“? (319). Er hann þar að ganga til liðs við efnislega lög-/nauðhyggju sem afneitar viljafrelsi mannsins? Svar Sverris er að um miðja 19. öld hafi komið fram efnishyggja er sætti hinar ímynduðu andstæður lögmálsbind- ingar og mannlegrar íhlutunar: hinn vísindalegi sósíalismi er skilgreindi vinnuna sem aflvaka mannkynssögunnar. Hann er svo ekki seinn á sér að gera Stephan að merkisbera þessa isma: í raun séu flest ljóð hans ort í anda „mannfélagshugmyndar sósíalismans“ og hugsunarhátturinn „allur mark- aður díalektískri þróunarhyggju1'.6 Því miður eru ekki færð fram nein hald- bær rök fyrir þessari staðhæfingu enda lýsa þau fáu öðru en óskhyggju Sverris sjálfs. Hafi Stephan yfirleitt kynnt sér til hlítar þróunarhugmynd marxista hefur trú hans á hana ugglaust verið jafndauf og gisin og á aðrar fýrirfram markaðar brautir að guðsríki, þessa heims eða annars. Spurningunni að ofan er því enn ósvarað: Var ofin inn í heimssýn Steph- ans einhver löghyggja af efnishyggjutagi? Þess er fyrst að geta að mörg afbrigði eru til af löghyggju sem ekki þykjast afneita viljafrelsi mannsins, önnur en sú marxíska díalektík er telur manninn frjálsan að svo miklu leyti sem hann flýtir fyrir því sem óhjákvæmilega á eftir að gerast. Þar á meðal er svokölluð „væg löghyggja" en samkvæmt henni er nóg að athafnir manns séu mótaðar af eigin vilja hans; þá séu þær frjálsar, burtséð frá því hvernig viljinn er til kominn í upphafi. Ekki gengur fram af kvæðum Stephans að hann hafi kunnað skil á þessum „fáguðu“ sáttakenningum eða gert þær að sínum. Fyrir honum virðist valið standa milli þess, annars vegar, að við séum leiksoppar einhvers „skynbærs valds“ (177) eða blindrar örlaganauðar og, hins vegar, að við séum okkar eigin gæfu smiðir. Ef við lítum svo á að þarna skilji leiðir harðrar löghyggju og fríviljakenningar fer öldungis óleynt í hvorri keflavíkinni efnishyggjumaðurinn Stephan G. rær: Það erum við sjálf sem sköpum okkur örlög. Forlög ber að vísu oft á góma í kveðskap Stephans. Hermennirnir í „Vopnahléi“ tala til dæmis um það sem „forlög“ sín að vilji þeirra hafi orðið 20 TMM 1995:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.