Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ákveðin teg-und kvik-mynda leit- ar á eftir kosningarnar í Grikklandi og viðbrögð leiðtoga ESB við þeim. „Kosningarnar breyta engu,“ sagði Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra. „Undirritaðir samningar standa og ber að efna.“ Það er rétt hjá Schäuble, svo langt sem það nær, enda er vitnað í ófrá- víkjanlega þýska leiðbein- ingabæklinga um samræmt göngulag heilbrigðs efnahags- lífs. Lykilorð setningarinnar eru orðin „rétt, svo langt sem það nær“. Í aðdraganda grísku kosn- inganna hótaði ESB og helstu valdamenn þess Grikkjum öllu illu, kysu þeir ekki áfram þau yfirvöld, sem veruleg vinna hafði verið lögð í að aga. Með öðrum orðum þá töldu valdamenn ESB fyrir kosning- arnar að úrslit þeirra gætu skipt miklu máli, jafnvel höf- uðmáli. Það er í jarðskjálfta- hrinunum eftir kosningar sem reynt er að ákvarða að kosn- ingar skipti engu máli. En ýmsir í suðurhluta Evr- ópu hafa samúð með kröfum Grikkja og andúð á hversu naumt Berlín vill skammta kostinn. Þetta skynjar Tsipras. Það er þess vegna sem B-klassa bíómyndir dúkka upp í hug- anum. Spennan stigmagnast. Tryllingslegt augnaráð tveggja bílstjóra er æsandi. Þeir sitja undir stýri tryllitækja með hundruð hestafla undir húdd- inu, ónýta hljóðkúta og starandi hvor á annan í gegnum sortann. Já, starandi. Því þetta er að breytast í störukeppni í Evópu. Umgjörðin er önnur en í myndunum. Þungarokk heyrist ekki, heldur klassísk tónlist. Snyrtilegir fræðimenn úr virt- um háskólum vitna, ásamt laun- uðum háembættismönnum hins útbólgna kerfis: „Leikur Grikkja er tapaður áður en hann hefst.“ „Evrópa getur aldrei látið undan þvingunum smáríkis í sambandinu.“ „Vilji Grikkir fremja efnahagslegt harakíri þá er það okkur óvið- komandi.“ „Smáríki tekur ekki efnahagsveldi í gíslingu.“ „Framkoma lýðskrumaranna sem göbbuðu gríska kjósendur er í senn fráleit og furðuleg. Engu er líkara en að þeir séu að biðja um að vera hent út úr Evrópu.“ (Enn eitt dæmið um að menn rugli saman ESB og álfunni sjálfri). En þótt slíkar yfirlýsingar berist ótt frá kerf- inu og „hlutlausum“ vinum þess, þá sjást önnur merki. Þau fyrstu frá Helsinki: Það mætti lagfæra lánakjör í átt að því lága vaxtastigi, sem nú er vegna kreppuótta og jafnvel breyta gjalddögum eitthvað svo Grikkir nái áttum. Þessi skila- boð Finna voru tal- in vera frá Merkel kanslara. En stjórnvöld í Aþenu óttast ekki sjálfsmorð- stalið. Lúti sigurvegararnir að svo ómerkilegri dúsu, eins og þeirri, sem barst eftir króka- leiðum frá Berlín, þá mun ekki þurfa um þeirra eigin sár að binda. Staðan sýnist óleysanleg- .Verði Grikkir þvingaðir út úr evrunni samkvæmt því mati að brottför þeirra sé þolanleg er ekki öruggt að það reynist rétt. Kýpur færi út í kjölfarið. Ekki bólginn biti það, en tónn væri samt gefinn. Komist Grikkir fyrir horn, með eigin mynt, þótt allt verði gert þeim til bölvunar (eins og íslenskum fjármálaráðherra var hótað í Brussel á fyrstu hrundögunum) kynnu önnur evruríki að hugsa sitt. Matið hangir á því, að eftir að hin óábyrga peningaprentun Marios Draghis hófst, sé svig- rúm til að kaupa handónýta pappíra af Ítalíu, Spáni og Portúgal, en brottför Grikkja hefði án þess komið þessum löndum um koll. En þýskum kjósendum og þar með stjórn- málamönnum er bölvanlega við fjárhagslegt fúsk af þessu tagi. En þar sem ESB hefur ekki með öllu afnumið lýðræðið, þótt góðir áfangar hafi náðst, verður kosið til þings á Spáni í haust. Sjái menn þar, að skuldir minnki verulega vinni „lýð- skrumarar“ eins og Grikkinn Tsipras kosningar, þá hefði það mikil áhrif. Gömlu góðu and- stæðingarnir í spönskum stjórnmálum, stóri hægri flokk- urinn og stóri vinstriflokk- urinn, færu þá illa. Þeir flokkar eru mikils metnir og að verð- leikum í Brussel. Meginverk- efni beggja, á síðari tímum, hef- ur verið að sannfæra kjósendur um að flokkarnir séu ekki ná- kvæmlega eins. Í Frakklandi mundi Marine Le Pen kremja lágvöxnu stórmennin Sarkozy og Hollande undir sínum há- hæluðu skóm. Alexis Tsipras má því ekki koma frá þessari störukeppni sem maðurinn sem ekki blikkaði. Til að gera áhættuna bæri- lega mun Evrópusambandið því mæta á brautina á 10 hjóla trukk, stálstyrktum af Krupp og Tsipras á Polo, sem ESB leggur honum til, fyrir litla út- borgun, með hagstæðu láni til 100 ára og engum vöxtum. Slík kjör getur enginn sanngjarn maður gagnrýnt og allir munu sjá að inntak ESB er sem fyrr sanngirni og samstaða. Hvernig sem keppendur kæmu frá þessari samstöðu myndi upplýsingadeild ESB sjá almenningi fyrir myndum af vettvangi með tilheyrandi að- vörunum fyrir viðkvæma. Ekki fyrir viðkvæma}Nú er starað Þ ví miður. Það er komið að því sem ekki verður lengur flúið; það þarf að jafna úr ákveðnum misfellum á manns eigin prinsippum. Það er hægara sagt en gert ef það verður svo ljóst að þegar allt kemur til alls eru þau kannski engin. Ég hef verið hugsi yfir þessu, með úr hverju maður er eiginlega gerður því það hefur legið fyrir í nokkurn tíma, í að minnsta kosti viku verið fjallað um þetta hérlendis, hvernig hinir nýju notendaskilmálar Facebook eru. Þeir eru sóðalegir og siðlausir, eins og úr vísindaskáld- sögum, sem maður las í menntaskóla og birtu óhugsandi, skuggalega framtíðarsýn þar sem einstaklingar afsöluðu sér friðhelgi einkalífsins. Allir sem hafa farið inn á Facebook eftir 1. janúar hafa veitt fyrirtækinu leyfi til að safna upplýsingum af öllum tækjum sem notuð eru til að fara inn á samskiptamiðilinn. Bandaríska fyrirtækið hefur heimildir til að safna persónuupplýsingum okkar, jafnvel sms-um og símtölum, og það eina sem við getum gert ef okkur mislíkar er að hætta að nota miðilinn. Og núna þegar til kastanna kemur, hvað verður þá of- an á? Erum við menn eða bara rænulaus að nálgast and- vana. Verður sú skemmtun og félagslega ánægja sem þessi vafasami samskiptamiðill veitir okkur valin? Eða segjum við hingað og ekki lengra, persónuupplýsinga- svín! Ykkur kemur ekki við hvenær ég er í Kópavogi og hvað ég ætla að fara að gera þar. Fyrir nokkrum árum, hefði einhver sagt mér að fyrirtæki sem ég ætti í daglegum viðskiptum við ætti eftir að setja þá 6 punkta leturs skilmála einhvers staðar í myrku skúmaskoti að fyrirtækið mætti eiga líf mitt ef það vildi – hvað hefði maður gert? Rokið út, hótað einhverju, aldrei aftur keypt svo mikið sem teiknibólu í versluninni. En ekki hvað? Skrifa ég nú og er ennþá. Á. Facebook. Af því að hvað? Hvað þarf Facebook, eða hvaða hlutaðeigandi aðilar sem er, að gera til að maður taki sig saman í andlitinu, hætti að kaupa appelsínurnar, hætti að eiga í við- skiptum við samráðssvindlarana, virði að vettugi okrarana? Líklega ekkert. Af því að hitt er bara svo miklu þægilegra og skemmtilegra. Auðvitað er langt síðan maður hætti að kippa sér upp við það að sjá Facebook safna upplýs- ingum og miða auglýsingarnar sem birtust á skjánum til hliðar við hvað maður var að skrifa um á vefsíðunni. En ég get svo svarið það. Þeir eru farnir að lesa hugsanir! Nú þarf ég ekki annað en að láta hugann reika og þá fæ ég auglýsingar sem tengjast því og fólk sem ég hugsaði um sem ég annars aldrei geri birtist í „friends suggests“. Sá meira að segja mann um daginn úti á götu fyrir til- viljun og var rétt komin inn úr dyrunum þegar FB vildi að við yrðum vinir. Og hvað gerði ég? Ég er enn. Á. Fa- cebook. julia@mbl.is Júlía Margrét Alexanders- dóttir Pistill Þar sem djöflaeyjan rís STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Verð á flugmiðum hækkaðium rúm 15% á milli des-ember og janúar og svovirðist sem miklar lækk- anir á heimsmarkaðsverði á olíu skili sér ekki út í verðlagið. Þetta voru niðurstöður verðkönnunar vefsíð- unnar Dohop, þar sem m.a. er hægt að bera saman verð á flugmiðum. Við könn- unina voru þrjár dagsetningar skoðaðar á ferð- um til áfanga- staða þar sem samkeppni er á markaðnum. Gert var ráð fyrir ein- um farþega sem flýgur báðar leið- ir með eina ferða- tösku og hand- tösku sem er léttari en 5 kíló. Í ljós kom að Kaupmannahöfn var eini áfangastaðurinn þar sem verð var lægra í janúar en í desember. Mest- ar hækkanir voru á verði til Hels- inki, München, Edinborgar og Amsterdam. Þá leiddi könnunin enn- fremur í ljós að mesta samkeppnin er í flugi til London, en þrjú félög bjóða upp á ferðir þangað. Kristján Sigurjónsson á og rek- ur vefsíðuna Túristi.is og fylgist grannt með flugfargjaldamark- aðnum. Hann segir að nokkrir að- ilar, þeirra á meðal IATA, alþjóðleg samtök flugfélaga, hafi spáð því fyrir nokkru að fargjöld á heimsvísu myndu lækka í ár. Það ætti reyndar ekki við um Evrópu, því þar væri verðið komið í botn. „Til dæmis eru stór flugfélög eins og EasyJet og Ryan Air föst með sitt eldsneyt- isverð allt þetta ár, þannig að þessi lækkun mun ekki koma út í verðið hjá þeim.“ Sumir borga fyrir aðra Kristján gerir reglulegar kann- anir á verði flugferða á milli Íslands og London, Kaupmannahafnar og Óslóar sem hann birtir á turisti.is og segir verð á þessu flugleiðum hafa farið lækkandi allt síðasta ár. Hann segir að það heyrist æ oftar í um- ræðunni um flugfargjöld að þau séu þegar orðin svo lág að ekki sé bol- magn til að lækka þau frekar. „Það er ómögulegt að segja til um hvort flugfargjöldin séu komin í botn,“ segir hann. „Það eru mörg félög að bjóða upp á mjög lágt verð, en það eru kannski bara örfáir miðar og það er ljós að allir þeir sem ekki ná í ódýru miðana eru í raun að borga fyrir þá sem eru svo heppnir.“ Sem dæmi um þetta nefnir Kristján verðstríð norska flugfélags- ins Norwegian og SAS á einstökum flugleiðum í Skandinavíu. Það sé oft á tíðum „fáránlega lágt“ og SAS tapi fé í stórum stíl. Ryanair veldur usla Í síðustu viku tilkynnti írska lággjaldaflugfélagið Ryanair að flug á milli Kaupmannahafnar og 13 áfangastaða myndi hefjast í mars. Þessi ákvörðun olli nokkrum kurr í Danmörku vegna þess að talið er að starfsfólk Ryan Air njóti ekki ým- issa réttinda sem sjálfsögð þykja á dönskum vinnumarkaði, réttinda eins og t.d. eftirlauna og launa í veik- indum og sumarfríi. Þá er starfsfólki gert að greiða fyrir þjálfun og vinnu- fatnað. Ryanair hyggst vera með danskt starfsfólk staðsett í Da- mörku. LO, sem eru regnhlíf- arsamtök 17 fagfélaga í Danmörku hafa gengið hart fram í gagnrýni sinni og undirbúa að hefta starfsemi Ryanair á Kastrup-flugvelli, sam- kvæmt umfjöllun DR, danska rík- issjónvarpsins. „Ef þú færð peysu á 2.000 kall, þá er viðbúið að sá sem framleiddi hana sé ekki með við- unandi laun,“ segir Kristján. „Það er svipað með flugferðir. Einhvern veg- inn tekst að ná verðinu svona niður og einhvern tímann var nú Ryanair að skoða flug til Íslands. Hver og einn gerir auðvitað upp við sig með hvernig flugfélagi hann vill fljúga.“ Er flugfargjalda- verðið komið í botn? Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Á ferð Ýmsir þættir hafa áhrif á verð flugmiða, þeirra á meðal er elds- neytisverð. Skv. könnun Dohop hafði það ekki áhrif til lækkunar. Kristján Sigurjónsson Samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, gerir félagið eldsneytissamninga í því skyni að draga úr áhrif- um verðsveiflna á hvorn veginn sem þær kunna að vera. „Þetta eru nk. tryggingar, við kaupum fyrirfram ákveðinn hluta af eldsneytismagninu á tilteknu verði. Þegar verðlagið hækkar skilar það sér hægar og sömuleið- is þegar það lækkar,“ segir Guðjón. Ekki náðist í talsmann WOW-air og því er ekki ljóst hvort félagið gerir svipaða samninga og Icelandair. Tryggja sig fyrir sveiflum GERA ELDSNEYTISSAMNINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.