Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.02.2015, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þinn helsti bandamaður þarfnast at- hygli þinnar. Samband þitt við kröfuharðan einstakling er krefjandi en líka gefandi. 20. apríl - 20. maí  Naut Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu sex vikum. Reyndu allt til að grípa gæsina og peningana sem henni fylgja. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einfaldaðu líf þitt. Ræddu við fólk sem hefur sérþekkingu á áhugamáli þínu og kannaðu hvort ná má betri árangri með breyttum aðferðum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur þörf fyrir að skipuleggja þig og koma hlutunum í lag í kringum þig. Hlust- aðu á innsæi þitt og gefðu þér nægan tíma til að finna bestu lausnina. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er engin ástæða til þess að snúa við þótt aðrir hafi ekki haldið áfram. Staða tunglsins er einnig hagstæð fyrir þig þannig að þú munt að öllum líkindum eiga ánægju- legan dag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ríkidæmið sem þú sækist eftir virðist svo nærri en samt svo fjarri. Horfðu djúpt inn í hjarta annarra. Frábær tímasetning gerir langsótta hugmynd raunhæfa. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reynið ekki að breyta öðrum eða segja þeim fyrir verkum. Ef það sem maður klæðist er nógu þægilegt til þess að dansa í, faðma í eða daðra er það í lagi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er kyrrð – sérstaklega innra með þér – sem leyfir þér að slaka á. Kannski hjálpar hún líka fjölskyldumeðlimum við að skipta um skoðun. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú er ráð að einbeita sér að heimili, fjölskyldu og öllu sem henni tengist á næstunni. Og í dag ertu heppinn – þú getur verndað ástvini þína frá því að upplifa heim- inn sem grimman stað. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hlutirnir gætu ekki gengið betur í vinnunni. Blandaðu þér ekki í vandamál ann- arra. En vanda þarf val því ekki er öllum gefin sú þagmælska sem til þarf. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér verður treyst fyrir miklu leyndarmáli og mátt alls ekki bregðast því trausti. Gerðu áreynsluleysi að möntrunni þinni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér gengur vel og fólk dáist að dugn- aði þínum og árangri. Ef einhver mistök hafa verið gerð má draga af þeim lærdóm. Fyrir viku var hér í Vísnahornigamall húsgangur, sem Sturla Friðriksson sendi mér, og hann vill kalla ambögu og byrjaði svona: Gekk ég áðan göngin inn, rak ég mig á kvörnina. Nú hefur Árni Björnsson skrifað mér og segist kunna vísuna eilítið öðru vísi. Hún sé „vafalítið eftir Sigurbjörn Bergþórsson (1856- 1953) sem var gildur bóndi og söðlasmiður á Svarfhóli í Laxárdal í Dalasýslu 1886-1922. Þá fluttist hann til Reykjavíkur. Þetta heyrði ég sem barn,“ skrifar Árni, „og hið sama fullyrðir dótturdóttir hans, Margrét Sigtryggsdóttir frá Hrappstöðum. Sigurbjörn kastaði fram vísum en hirti ekki ætíð um að fylgja hefðbundnum brag- reglum. Hann orti til dæmis árið 1905 rímu um alla bændur í Lax- árdalshreppi. Tildrög fyrrnefndrar vísu voru þau að hann kom kvöld eitt dálítið kenndur að Þránd- arkoti í Laxárdal, paufast inn dimm bæjargöngin, rekst á mal- kvörnina, kemur upp á bað- stofupallinn og ávarpar heimafólk með þessum kviðlingi. Amma mín Margrét Steinunn Guðmundsdóttir (1861-1939) bjó á Þorbergsstöðum í Laxárdalshreppi 1907-1939. Ég var samtíða henni seinustu tvö árin sem hún lifði, þá 5-7 ára gamall. Hún raulaði stund- um vísur og meðal annars þessa undir tilteknu lagi sem ég man enn. Hún fór svona með vísuna: Geng ég inn göngin rek ég mig á kvörnina. Ég er eins og jólatré ég er í hreppsnefndinni. Bæði vegna aldurs ömmu minn- ar, sem var samtíma Sigurbirni, og lagsins sem fellur að þessari gerð vísunnar, hneigist ég til að halda að þetta sé hin upphaflega gerð.“ Ég þakka Árna bréfið. Það er skemmtilegt og fróðlegt okkur, sem vísum unna. Á fimmtudaginn heilsaði Páll Imsland Leirliði „í sælutíð – a.m.k. fyrir sunnan“: Hann Dóri litli hamagangur, héddn- ana, var handfljótur að öllu saman, þaddn- ana, Og líklega af því. þau lögðust afturí. En hann ætlaði sér alls ekki að baddnana. Hér er Hallmundur Kristinsson á hefðbundnari slóðum: Listamaðurinn Mundi mjög við limrurnar undi. Vandar sig enn, vona það menn að við þær áfram hann dundi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gömul vísa og limrur Í klípu „ÞAÐ HLJÓMAR EINS OG ÞÚ SÉRT RIFBEINSBROTINN. PRÓFAÐU AÐ LOSA UM BELTIÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF ÞÚ ERT AÐ GANGA Í SVEFNI Í ELDHÚSIÐ, LÁTTU SKINKUNA Í FRIÐI!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann spyr hvort sætið við hlið þér sé laust. ÆTLARÐU AÐ LIGGJA ÞARNA Í ALLAN DAG? ÞÚ MUNT EKKI KOMA NEINU Í VERK ÞANNIG ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ LEYSAST UPP Í STÓRA HRÚGU AF RYKI OG FJÚKA Í BURTU! EINNIG HLUTI AF ÁÆTLUNINNI ÞAÐ ER ÁÆTLUNIN EINHVER HEFUR LEKIÐ ÁÆTLUNINNI! HVERNIG GET ÉG MEGRAÐ MIG, DR. TÓKI? ÞÚ VERÐUR AÐ LÆRA AÐ NOTA STAÐFESTU ÞÍNA! HVAÐ SAGÐI LÆKNIRINN? ÉG ÞARF AÐ FINNA EITTHVAÐ SEM HEITIR „STAÐFESTA“ OG LÆRA AÐ NOTA HANA! Lítil atvik segja stundum miklasögu og verða táknmynd. Endur- spegla viðhorf, veruleika og stóra samhengið í tilverunni. Örfrétt á mbl.is um helgina vakti eftirtekt Vík- verja, enda sýndi hún lesendum beint í kviku þröngsýnna viðhorfa. Ástar- lásinn sem ungt par tengdi á einn af rimlunum í gluggum Hallgríms- kirkjuturns er dásamlegt fyrirbæri. Svona gullmola hefur Víkverji séð víða erlendis, svo sem við Gardavatn- ið á Ítalíu og við Signu í hjarta Par- ísar, sem stundum er kölluð borg ást- arinnar. Með sívaxandi fjölda erlendra ferðamanna sem til Íslands koma mátti því búast við að siðurinn bærist hingað. Gjörningurinn í kirkj- unni á Skólavörðuholtinu er fyrst og síðast dásamlega fallegur. x x x En um þetta er ekki einhugur. Eðli-lega var hinni fallegu ástarsögu fylgt eftir í fjölmiðlum og vitnað var í kirkjuvörð sem sagði ákveðið hafa verið að „taka lásinn niður til að koma í veg fyrir að fleiri fylgi í kjölfarið og tjái ást sína með þessum hætti“. En er ástæða til slíks? Er þetta fordæmi sem veldur ama? Nei, ábyggilega ekki. Það er nefnilega í góðu lagi að fólki leyfist að taka upp á ýmsu skrýtnu og skemmtilegu sem krydd- ar veruleika vetrardaga. x x x Svipur samfélagsins er að breytast;það verður æ frjálslyndara og stundum er þjóðkirkjan gagnrýnd fyrir að fylgja ekki straumnum og tímans þunga nið. En frjálslyndir prestar eru líka til svo sem sr. Sig- urður Árni Þórðarson, sókarprestur í Hallgrímkirkju. Hann var í viðtali við Morgunblaðið í nóvember sl. og sagði þar að kirkjan væri „… kölluð til að breytast, vera kraftmikið þátttöku- samfélag sem gleðst yfir fjölbreyti- leika, heldur vel utan um fólk, er rammi um mestu gleði þess og sorg og mætir fólki með trú, góðu viti, hlýju og fagmennsku“. x x x Gleði, hlýja og trú, sagði sérann. Ogþá er líka rétt og sjálfsagt að opna fyrir frjálslyndið og taka úr lás í stað þess að fjarlægja lásinn. víkverji@mbl.is Víkverji Þess vegna getur hann og til fulls frels- að þá sem hann leiðir fram fyrir Guð þar sem hann ávallt lifir til að biðja fyrir þeim. (Hebreabréfið 7:25)                                    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.