Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is • BLI A3 MFP Line of the Year 2013 • BLI A3 MFP Line of the Year 2012 • BLI A3 MFP Line of the Year 2011 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g kom fyrst til Ís- lands sumarið 2013 með tveimur vinum mínum og við vorum hér í tvær vikur og ferðuðumst um landið. Við fórum meðal annars í sjö daga gönguferð á hálendinu, um Laugaveginn, og eftir það keyrðum við um Mel- rakkasléttu og aðra frábæra staði. Ég heillaðist algerlega af landinu og eitthvað gerðist sem ég get ekki útskýrt, en mér leið eins og ég væri frjáls. Mér leið á einhver hátt eins og ég væri komin heim, enda er margt líkt með Japan og Íslandi. Ég sagði í hálfgerðu gríni að hingað ætlaði ég að koma aftur,“ segir Asako Berwert, japönsk stúlka sem á þeim tíma bjó í Sviss og starfaði þar sem arkitekt. Lærði mest af því að tala ís- lensku við Íslendinga „Þegar ég kom heim til Sviss fann ég að það var ekkert sem batt mig þar, og ég sagði við sjálfa mig: Hvers vegna ekki að flytjast til Ís- lands? Ég mun örugglega sjá eftir því ef ég geri það ekki. Svo ég sló til og kom hingað þremur mánuðum seinna, í janúar 2014. Þetta var það sem mig langaði virkilega til að gera og auk þess fannst mér ís- lenska tungumálið fallegt og mig langaði líka til að læra það,“ Þegar hún fór aftur til Sviss byrjaði hún að læra íslensku en segist ekki hafa skilið stakt orð í töluðu máli þegar Ég held ég hafi verið íslensk í fyrra lífi Japanska/svissneska stúlkan og arkitektinn Asako Berwert kom fyrst til Íslands fyrir rúmu ári eins og hver annar ferðamaður en heillaðist svo af hálendinu að hún kom þremur mánuðum síðar til að búa á Íslandi um tíma. Hún starfar nú hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og talar fína íslensku og reyndar fimm önn- ur tungumál. Henni finnst hún vera komin heim. Hún hefur gengið á fleiri ís- lensk fjöll en margur Íslendingurinn. Náttúran Asako í lopapeysu á Snæfellsnesi virðir fyrir sér fegurðina. Útivera Asako á Esjunni í snjókomu með félagsskapnum Fjallafólki. Nú er hver að verða síðastur að sjá allra síðustu sýningarnar á leikritinu Bláskjá, íslensku nútímaverki sem sýnt er á Litla sviðinu í Borgarleik- húsinu. Lokasýningar eru á morgun 3. febrúar og á miðvikudag 4. febr- úar. Í verkinu segir frá systkinunum Valter, Ellu og Eiríki sem eru að verða of sein í jarðarför föður síns þegar blá ruslatunna frá Kópavogsbæ hrap- ar ofan úr loftinu. Bláskjár er ærsla- fullur harmleikur um nýdáinn pabba, drauma okkar um að gefa út skvísu- bók, kynnast rétta manninum á Net- inu og byrja lífið upp á nýtt. Höfundurinn Tyrfingur Tyrfingsson er leikskáld Borgarleikhússins, en verk hans hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda. Sýningum á Bláskjá þurfti að hætta fyrir fullu húsi á síðasta leikári svo nú er lag að skella sér í leikhús. Verkið er ekki við hæfi barna. Vefsíðan www.borgarleikhus.is Sterkt „Leikarar fara á kostum í vel skrifuðu verki,“ segir í einum leikdómi. Allra síðustu sýningar á Bláskjá Ein sýning er eftir af einleiknum Skepnu og verður hún í Tjarnarbíói sunnudaginn 8. febrúar. Verkið fjallar um persónur sem eiga það flestar sameiginlegt að tengjast hræðilegum glæp. Einkenni verksins eru svartur húmor, heimspekilegar vangaveltur og grín. Leikari í einleiknum Skepnu er Bjartmar Þórðarson og fer Guðjón Þorsteinn Pálmarsson með leik- stjórn. Tónlistarstjórn er einnig í höndum Guðjóns Þorsteins en ljós eru hönnuð af Birni E. Sigmarssyni. Kaupa má miða á vef Tjarnarbíós og á vefnum www.midi.is. Endilega … … sjáið einleik- inn Skepnu Skepna Bjartmar Þórðarson leikari. Endurkortlagningu náttúrulegra birkiskóga og -kjarrs á Íslandi er nú lokið og liggja helstu niðurstöður þeirrar kortlagningar fyrir. End- urkortlagningin tók fimm ár og í dag klukkan 13 verða niðurstöðurnar kynntar Sigrúnu Magnúsdóttur, ráð- herra umhverfismála, á fundi sem haldinn verður á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá í Kollafirði. Á vef Skógræktar ríkisins, www.skogur.is segir að niðurstöðurnar muni „marka tímamót í sögu íslenskra skóga frá landnámi því segja má að hnignun þeirra sem hófst við upphaf byggðar í landinu sé nú lokið og birkiskógarnir farnir að breiðast út á ný.“ Einnig kemur þar fram að þetta sé fyrsta staðfesta framfaraskeiðið eftir margra alda hnignunarskeið en talið að við landnám hafi birki þakið um 25% landsins. Nú er ljóst að flat- armál birkis á landinu hefur aukist um 130 ferkílómetra frá síðustu út- tekt fyrir aldarfjórðungi og er aukn- ingin mest á Vestfjörðum. Skoða má skóglendisvefsjá sem sýnir allt skóg- lendi á Íslandi á vef Skógræktarinnar. Birkiskógarnir breiðast út á ný Endurkortlagningu á náttúru- legum birkiskógum lokið Morgunblaðið/Einar Falur Útbreiðsla Fyrsta framfaraskeiðið síðan við landnám í útbreiðslu birkis er hafið. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.