Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 ✝ Anna KatrínJónsdóttir var fædd í Geirshlíð í Flókadal 29. apríl 1920. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 25. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin í Geirshlíð, Vilborg Jóhannesdóttir, f. 1885, d. 1984, og Jón Pét- ursson, f. 1887, d. 1964. Systk- ini hennar voru Ljótunn, f. 1914, d. 2008, Pétur, f. 1917, d. 1979, Guðrún, f. 1920, Sigríður, f. 1923, d. 1992, og Jóhannes, f. 1928, d. 2001. Guðrún, tvíbura- systir Önnu, er ein þeirra eft- irlifandi. Anna Katrín ólst upp í Geirshlíð í Flókadal. Hún giftist Antoni Högnasyni. Þau skildu. Dætur þeirra eru 1) Guðrún Anna, f. 1948, maki Agnar Hjartar, f. 1947, d. 2009. Synir Guð- rúnar og Agnars eru Hörður, f. 1969, og Haukur, f. 1977, maki Kol- brún Benedikts- dóttir, f. 1976. 2) Kristbjörg, f. 1954, maki Sigfús Jóns- son, f. 1951. Dætur Krist- bjargar og Sigfúsar eru Emilía Rós, f. 1982, maki Atli Rafn Björnsson, f. 1979, og Anna Katrín, f. 1987, maki Gísli Örn Kjartansson, f. 1983. Lang- ömmubörnin eru fimm talsins. Útför Önnu Katrínar fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 3. febrúar 2015, og hefst at- höfnin kl. 13. Elsku móðir mín hefur kvatt þetta líf. Með henni er gengin ein hinna hljóðlátu og hógværu íslensku kvenna sem prýtt hafa þjóðlífið um aldir. Erfiðað í önn daganna, alið börn sín og komið þeim til þroska. Unnið hörðum höndum allt sitt líf án þess að hafa nokkurn tíma lært að gera kröfur til annarra en sjálfra sín. Hún ólst upp í Geirshlíð í Flókadal við algeng sveitastörf og í glöðum systkinahóp og var ákaflega stolt af borgfirskum uppruna sínum. Ráðdeild og trúrækni mótuðu heimilislífið og bar hún því fagurt vitni. Skólagangan var ekki löng mið- að við það sem nú gerist. Eftir barnaskóla heima í sveitinni stundaði hún nám í Reykholts- skóla og í Kvennaskólanum í Hveragerði. Mamma átti langa og gjöfula ævi sem stundum var erfið, en hún hafði dug til að gefast aldr- ei upp. Einkalíf hennar mót- aðist af hinum miklu samfélags- breytingum sem urðu á öldinni og voru samofnar lífi hennar í gleði og sorg. Heimili okkar mæðgnanna á Blómvallagöt- unni var fallegt og umhyggjan mikil. Þar bjó hún í full 60 ár og ól okkur dætur sínar upp. Móðirin svo kærleiksrík, tign- arleg, hógvær og lítillát. Hún hafði létta lund og var hlát- urmild. Við hlustuðum saman á framhaldssögurnar og leikritin í útvarpinu og ég á hugljúfar minningar frá sögustundum sem við áttum saman í litla eld- húsinu, en mamma var alltaf fús að segja okkur sögur og gerði það listavel. Verslunarstörf voru hennar starfsvettvangur. Fyrstu árin hjá Þorvaldi í Síld og fisk í Austurstræti 6. Þar var Ásgeir Bjarnason verslunarstjóri og fylgdi hún honum inn á Lang- holtsveg 174 þegar Ásgeir tók þar sjálfur við verslunarrekstri. Þegar verslunarmiðstöðin Grímsbær við Bústaðaveg opn- aði 1972 hóf Ásgeir þar rekstur matvöruverslunar og móðir mín starfaði í þeirri verslun til loka síns starfsferils sem var við 75 ára aldur. Hún elskaði að ferðast og ferðaðist mest í huganum fram- an af með því að fletta fram og aftur gömlu snjáðu landabréfa- bókinni. Aðstæður buðu ekki upp á annað. Hún var orðin 50 ára þegar hún og Lúlla systir henn- ar fóru í sína fyrstu utanlands- ferð saman og þá sigldu þær með Gullfossi. Síðar fóru þær til Vesturheims á slóðir Vestur- Íslendinga í Kanada og seinna meir lágu leiðir þeirra til heit- ari landa. Einnig ferðaðist hún með okkur dætrum sínum og fjölskyldum bæði innanlands sem utan. Þó minnið væri farið undir lokin, þá breyttist í engu sú fegurð og hlýja sem frá henni streymdi leynt og ljóst. Fallegu og kærleiksríku dagsverki var lokið og hún kvaddi virðulega eins og henn- ar var alltaf háttur. Af alhug þakka ég fyrir elsku hennar, gleði, hlátur og mildi. Nú þegar hún hefur hall- að höfði í hinsta sinn þakka ég árin sem hún leiddi mig og þau sem ég fékk að leiða hana. Hún gaf mér lífið og var ljós mitt og líf alla tíð. Hún var kennari minn og kærasti vinur. Ég sakna hennar sárar en orð fá lýst og mun alltaf gera. En ég unni henni hvíldarinnar. Það er erfitt að kveðja, en Jesús sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Guðrún Anna. Sú kynslóð aldraðra Íslend- inga sem nú er smám saman að kveðja hefur upplifað meiri breytingar á sínu æviskeiði en nokkur önnur kynslóð fyrr eða síðar. Þetta er fólkið sem með dugnaði sínum og iðjusemi byggði upp nútímasamfélag í landinu. Þær voru margar hvunn- dagshetjurnar sem lögðu sitt af mörkum í þeim efnum. Ein af þeim var tengdamóðir mín, Anna Katrín Jónsdóttir, sem nú er kvödd. Anna ólst upp við sjálfsþurf- tabúskap, samgönguleysi og vinnuþrældóm eins og tíðkaðist í sveitum á þriðja og fjórða ára- tug síðustu aldar. Hún saknaði aldrei þess tíma. Miklar framfarir voru þó handan við hornið í sveitum Borgarfjarðar. Bændur hófu að selja afurðir sínar í mjólkurbú og sláturhús og Héraðsskólinn í Reykholti tók til starfa. Vega- kerfið batnaði og stöku bílar fóru að sjást. Vélvæðing í land- búnaði, síminn og rafmagnið komu síðar. Þá var til siðs að elsti sonurinn tæki við búinu en dæturnar og yngri synir urðu að finna sér staðfestu annars staðar. Það var líka svo í Geirs- hlíð. Á stríðsárunum, með próf frá Héraðsskólanum í Reykholti upp á vasann og bjartsýni að leiðarljósi, lá leið Önnu til Reykjavíkur þar sem hún hóf að vinna við verslunar- og þjón- ustustörf sem hún svo starfaði við næstu hálfa öld. Reykjavík hafði mikið aðdráttarafl á þess- um árum. Þar var nóg vinna sem greidd var með peningum. Auk þess var margt annað í borginni sem freistaði unga fólksins. Anna giftist og eignaðist tvær dætur með eiginmanni sínum. Því miður slitnaði upp úr hjónabandinu eftir nokkur ár og stóð hún ein eftir með dæturnar tvær. Henni var það mikið kappsmál að geta séð sér og sínum farborða og verið fjárhagslega sjálfstæð. Það tókst henni með miklum dugn- aði, aðhaldi og útsjónarsemi. Anna gat á efri árum horft stolt um öxl. Hún hafði lagt sig fram um uppeldi dætranna. Þær höfðu báðar gifst, eignast fjölskyldu og vegnað vel í lífinu. Hún átti íbúð á besta stað í vesturbænum, var fjárhagslega sjálfstæð og engum háð. Tengdamóðir mín var falleg og prúð kona og gætin í orðum. Hún var heiðarleg og réttsýn. Þá var hún mjög samviskusöm til vinnu og húsbóndaholl. Öll verk sem hún vann voru unnin af yfirvegun og vandvirkni. Hún reyndist mér einstaklega vel sem tengdamóðir og sem amma dætra okkar Kristbjarg- ar. Hún var ætíð reiðubúin ef kallað var eftir aðstoð. Henni eru þökkuð ánægjuleg sam- skipti í nærri fjóra áratugi sem aldrei bar skugga á. Sigfús Jónsson. Í dag kveðjum við hinstu kveðju elsku ömmu á Blómó. Við þessi tímamót er okkur efst í huga sú hlýja og góðvild sem amma sýndi okkur alla tíð. Þá minnumst við með miklum hlý- hug og þakklæti allra þeirra góðu stunda sem við áttum með ömmu, oftar en ekki við eldhús- borðið á Blómó með jólaköku eða rúsínukex við höndina, en einnig annarra fjölskyldu- stunda þar sem amma var ómissandi. Amma var falleg og glæsileg kona, kvik á fæti og gekk bein í baki fram á síðasta dag. Hún var hljóðlát og hógvær, tróð engum um tær og lagði ekki illt orð til annarra. Allt sem hún gerði, gerði hún af alúð og ná- kvæmni. Amma tókst á við lífið af ein- stakri jákvæðni og dugnaði og minnumst við þá helst orðanna „alveg ljómandi“ sem hún sagði svo oft. Þá skellti hún oft upp úr og hló sínum eftirminnilega, dillandi hlátri. Eftir lifir minningin um ynd- islega ömmu sem er fyrirmynd okkar allra. Guð geymi þig, elsku amma. Emilía Rós og Anna Katrín. Anna Katrín Jónsdóttir Leiðir okkar Stellu, vinkonu minnar til margra ára, lágu fyrst sam- an í því sérstaka samfélagi sem myndaðist á Stekkjarflötinni í Garðahreppi á sjöunda áratug síðustu aldar. Samgangur milli fjölskyldna okkar varð mikill og með okkur tókst náin og kær vinátta. Lífið á Stekkjarflötinni og samfélagið allt við þessa fallegu götu var einstakt. Segja má að í upphafi hafi miðpunkturinn ver- ið búðarbíllinn, sem kom dag- lega fyrstu árin. Þar kynntust fjölskyldurnar og krakkarnir voru á svipuðum aldri. Smám saman urðu heimilin við götuna öllum opin sem þar bjuggu, en á Ragna Bjarnadóttir ✝ Ragna Bjarna-dóttir fæddist 21. nóvember 1931. Hún andaðist 20. janúar 2015. Útför Rögnu fór fram 2. febrúar 2015. þessum árum var Garðahreppur mun meira úthverfi en Garðbær er í dag. Íbúarnir sameinuð- ust um að efla sam- félagið og styðja hver annan. Börnin og foreldrarnir nutu þess að Flataskóli var við hliðina á götunni, næg úti- vistarsvæði í næsta nágrenni og stutt var í hvers kyns íþrótta- og tómstundastarf- semi. Nóg var um að vera og allt meira og minna í göngufæri. Umhverfið varð fyrir vikið í senn notalegt og afslappað. Garðarnir við götuna urðu vettvangur alls kyns leikja fyrir börnin, útivist- artími þeirra var nýttur til fulls og það var mikið öryggi fyrir foreldrana að finna fyrir návist barna sinna í næsta nágrenni. Ekki má gleyma hrauninu við enda götunnar sem var í senn fallegt og leyndarsdómsfullt. Ólafur var sveitarstjóri og stýrði vel heppnaðri uppbyggingu sam- félagsins með Stellu sér við hlið. Stella var falleg kona, skemmtileg og ákveðin þegar á þurfti að halda. Heimili þeirra Ólafs og dóttur þeirra Ástu á Stekkjarflöt 14 bar þess merki að Stella stýrði þar málum. Hún var mikill matgæðingur og henni var margt til lista lagt. Hún mál- aði fallegar myndir, var einstak- lega fær í hvers kyns sauma- skap, var músíkölsk og ljóðelsk. Gróðurhúsið á bakvið var sann- kallaður griðastaður þar sem Stella naut sín vel. Hún reyndist mér góð vinkona alla tíð; var ætíð boðin og búin til að létta undir með mér og veita aðstoð þegar á þurfti að halda. Fjöl- margar góðar minningar sitja eftir frá skemmtilegum sam- verustundum í gegnum árin; tjaldútilegur og ferðir norður í land eru minnisstæðar, en fyrst og fremst voru heimili okkar helsti vettvangur samverustund- anna. Söngur, hlátur og gleði einkenndi þessar stundir, enda voru bæði Ólafur og Stella ein- staklega létt í lund og skemmti- legir vinir. Það er mjög bjart yf- ir þessum minningum og þær færa manni gleði í hjarta þegar að kveðjustund er komið. Fyrir þær ber að þakka. Elsku Ólafur, Ásta og fjöl- skylda, ég og strákarnir mínir sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum þess að Guð blessi og varðveiti minn- ingu Stellu okkar. Bjarney V. Tryggvadóttir. Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM Elskulegur sonur minn og bróðir, STEFÁN EINAR BÖÐVARSSON bóndi og sveitarstjórnarmaður, Mýrum 2, Húnaþingi vestra, andaðist sunnudaginn 25. janúar. . Ása Guðlaug Stefánsdóttir, Böðvar Sigvaldi Böðvarsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT VIKTORÍA MAGNÚSDÓTTIR Ytri-Reistará, lést þriðjudaginn 27. janúar. Útför hennar fer fram frá Möðruvalla- klausturskirkju laugardaginn 7 febrúar kl. 13.30 Lovísa Kristjánsdóttir, Björn Einarsson, Magnús Kristjánsson, Hans Kristjánsson, Ástríður Kristjánsdóttir, Hólmfríður B Kristjánsdóttir, Eggert Birgisson, Margrét Ósk Buhl Björnsdóttir, Einar Bergur Björnsson, Kristján Breki Björnsson, Sunneva Dögg Ragnarsdóttir, Kristján Birgir Eggertsson. Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, ÞÓRDÍS K. GUÐMUNDSDÓTTIR endurskoðandi, Dúfnahólum 2, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 29. janúar. Hún verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 6. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. . Inga K. Guðmundsdóttir, Bjarni Guðmundsson, Pálmar Guðmundsson, Erla Rannveig Gunnlaugsdóttir, systkinabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 29. janúar á Dvalar- heimilinu Dalbæ á Dalvík. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 6. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Hjördís Vilhjálmsdóttir, Pétur Guðráð Pétursson, Jóhannes Vilhjálmsson, Halldóra Kristjánsdóttir, Lilja Vilhjálmsdóttir, Júlíus Magnússon, Magnea Vilhjálmsdóttir, Magnús Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, amma og langamma, HREFNA INGIBJÖRG ORMSDÓTTIR, Heiðarholti 34, Keflavík, andaðist á Heilsugæslu Suðurnesja sunnudaginn 18. janúar. Útförin fór fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. janúar í kyrrþey. Jakob Grétar Hauksson, Hilmar Hauksson, Hrönn Hauksdóttir, Þórir Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, SIGURÐUR JÓNSSON vélstjóri, Lindargötu 57, Reykjavík, lést föstudaginn 30. janúar. Ásgeir Sigurðsson, Jón Viðar Sigurðsson, Ólöf Lilja Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.