Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 24
Morgunblaðið/Golli Eddi þjálfari Eggert Jóhannesson segir að þessir dagar séu ógleymanlegir. BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Hálf öld er liðin frá því að heims- stjarnan Louis Armstrong, tromp- etleikarinn og söngvarinn snjalli, með rámu röddina, tróð upp í Háskólabíói á fernum tónleikum ásamt hljómsveit sinni, en það var 8. og 9. febrúar árið 1965. Tvennir tónleikar voru hvorn dag og uppselt á þá alla. Það var Knattspyrnudeild Víkings sem stóð fyrir innflutningi stórstjörn- unnar og tónleikahaldi. Þá var Egg- ert nokkur Jóhannesson, betur þekktur meðal okkar Víkinga, sem Eddi þjálfari, bæði í handbolta og fót- bolta um áratugaskeið, formaður Knattspyrnudeildar Víkings. Eddi sagði í samtali við Morgunblaðið að ákvörðun deildarinnar um að reyna að fá Armstrong hingað til lands til þess að halda tónleika hefði einkum verið í fjáröflunarskyni fyrir deildina. Eddi segir að hann og Ólafur Er- lendsson, sem þá var formaður Vík- ings og jafnframt starfsmaður Loft- leiða, hafi fengið Einar Jónsson í Sparisjóðnum til liðs við sig en hann hafi haft ákveðna reynslu af því að flytja inn til landsins erlenda skemmtikrafta. Vildu 25 þúsund $ tryggingu Eddi sem formaður deildarinnar undirritaði alla pappíra sem lutu að samningum við stjörnuna. Undirbún- ingurinn hafi að mestu verið á herð- um Ólafs Erlendssonar og hans eigin herðum, en þeir báðir hafi verið mikl- ir aðdáendur Armstrongs. Þeir hafi einnig notið dyggs stuðnings frá sendiráði Bandaríkjanna við að und- irbúa komu stjörnunnar til landsins. „Jú, við vorum alltaf blankir í Vík- ingi, því verður ekki á móti mælt. Það var svo þremur eða fjórum dögum áð- ur en Louis Armstrong og hljómsveit áttu að koma hingað til lands, að okk- ur barst skeyti frá umboðsmanni hans í New York, að Armstrong kæmi ekki nema við legðum 25 þús- und dollara inn í Seðlabankann, sem tryggingu fyrir greiðslu. Þeir treystu sem sé ekki þessu fátæka félagi, Knattspyrnufélaginu Víkingi, til þess að geta staðið skil á greiðslum og vildu tryggja sig fyrirfram með þess- um hætti,“ segir Eddi. Nú voru góð ráð dýr „Nú voru góð ráð dýr, því enginn okkar var það stöndugur að við gæt- um bara snarað fram 25 þúsund doll- urum, rétt si svona. Það varð úr að ég snaraðist niður í Seðlabanka, sem var þá í einni skúffu hjá Jóhannesi Nordal í Landsbank- anum í Hafnarstræti og setti íbúðina mína að veði fyrir 25 þúsund dollara hjá Jóhannesi. Eftir að þeir höfðu fengið staðfestingu á þessu í New York var ekkert því til fyrirstöðu að Armstrong og fylgdarlið kæmu hing- að til lands,“ segir Eddi. Eddi segir að þetta hafi verið ógleymanlegir dagar. Armstrong hafði aðsetur á svítunni á Hótel Sögu og hélt svo bara tónleikana í næsta húsi, Háskólabíói. „Það var frábært þegar við nokkr- ir, sem stóðum fyrir tónleikahaldinu fengum að snæða kvöldverð með stjörnunni á Hótel Sögu og líður eng- um okkar úr minni. Við borðuðum með honum í svítunni,“ segir Eddi. Eddi segir að Víkingur hafi ekki fengið miklar tekjur af tónleikahald- inu, þótt uppselt hafi verið. Skemmt- anaskatturinn hafi verið svo hár að hann hafi tekið lungann af hagn- aðinum. „Það sem við græddum mest á var pógrammið, sem var veglegt og okkur tókst að selja mikið af auglýs- ingum í það og tekjurnar af auglýs- ingasölunni voru svona tveir þriðju þess sem við höfðum upp úr krafs- inu,“ segir Eddi. Áritað prógramm fjársjóður Eddi segir að nokkrir þeirra sem stóðu að undirbúningi tónleikahalds- ins, eigi prógramm tónleikanna áritað af Louis Armstrong og félögum og fari að sjálfsögðu með þá eign eins og fjársjóð. (Sjá mynd af prógramminu). Sigtryggur Sigtryggsson, frétta- stjóri á Morgunblaðinu, var 14 ára fótboltapolli í Víking þegar tónleik- arnir voru haldnir í febrúar 1965. Hann rifjaði upp þessa tónleika, sem hann og aðrir Víkingspollar fengu að fara á, í grein hér í Morgunblaðinu 17. nóvember árið 2007. Þar sagði Sigtryggur m.a.: „En ljósmynd Óla K. rifjaði einnig upp rúmlega 40 ára gamlar minningar frá mögnuðustu tónleikum sem ég hef hlýtt á um æv- ina. Þetta var í Háskólabíói að kvöldi 9. febrúar 1965. Ég veit dagsetn- inguna upp á hár því ég varðveiti enn prógrammið frá tónleikunum. Louis Armstrong og hljómsveit voru að halda lokatónleikana í ferð sinni hing- að. Merkilegt nokk var það Knatt- spyrnudeild Víkings sem stóð fyrir komu stórstjörnunnar hingað. Mitt hlutverk og annarra ungra Víkings- drengja var að selja tónleikagestum prógrömm. Það var nóg að gera því Veðsetti íbúðina til að tryggja greiðslur til Louis Armstrongs  Hálf öld liðin frá tónleikum Louis Armstrongs í Háskólabíói  Knatt- spyrnudeild Víkings flutti hann inn 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Satchmo Louis Armstrong, snilldar trompetleikari og söngvari, glaður í bragði að afloknum rakstri á Hótel Sögu. Verð fr á KAI eru: • Japanskir hágæða hnífar sem hafa verið framleiddir í yfir 100 ár • Gerðir úr hágæða stáli • Yfir 23.000 hnífar seldir á Íslandi • Hnífar fyrir fagmanninn jafnt sem áhugamanninn Hágæða hnífar SEKI MC Shun Prem iere Pure koma chi 2 Wasabi Bla ck 2.250 kr. Shun Allt fyrir eldhúsið Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–17, laugard. kl. 11-14. Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 Stærðir 38-54 Smart föt fyrir smart konur Netverslun á www.tiskuhus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.