Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Atvinnuástand hjá flugmönnum er ágætt, að sögn Kjartans Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Hann reiknar með að um 750 flugmenn greiði til FÍA í sumar og hefur félag- ið aldrei verið fjölmennara. „Flugfélögin hafa ráðið flugmenn á undanförnum misserum. Stærri fé- lögin ráða gjarnan flugmenn sem hafa aflað sér reynslu hjá minni fé- lögum. Þá verður líka hreyfing hjá þeim þannig að í heildina er heldur meiri hreyfing nú en verið hefur,“ sagði Kjartan. Hann sagði þess einn- ig dæmi að útskrifaðir atvinnuflug- menn væru ráðnir beint til stóru flugfélaganna. Gerviverktaka í flugrekstri hefur mikið verið rædd. Það er þegar flug- menn vinna sem verktakar í gegnum starfsmannaleigur, án beins ráðn- ingarsambands við flugfélögin. „Það er gríðarlega mikið átak í gangi í þeim efnum um alla Evrópu,“ sagði Kjartan. Hann sagði að FÍA tæki þátt í því sem aðili að Evrópu- sambandi flugmannafélaga og Al- þjóðsambandi flugmannafélaga. Kjartan segir það ekki vera í lagi að atvinnuflugmenn séu réttindalausir og geti ekkert sagt komi eitthvað upp á. Láti þeir í sér heyra um það sem ekki er í lagi fái þeir einfaldlega ekki að fljúga. „Þetta er hreinlega stórvarasamt, líka fyrir farþegana,“ segir Kjartan. Hann segir þetta eiga við um öll flugfélög sem ekki eru með kjarasamninga við sína flugmenn. „FÍA lítur svo á að kjarasamning- ur stuðli að því að menn geti óhræddir sagt skoðun sína, án þess að eiga á hættu að vera ýtt út í horn, ef þeir eru ekki sáttir við eitthvað sem varðar flug eða uppsetningu á flugi. Í þessu fagi óttast menn mikið að vera ýtt út í horn og vera ekki not- aðir. Þeir sem ekki eru með kjara- samning eru án allra réttinda. Stéttarfélögin hafa lítið að segja í þessari baráttu. Það gerist ekkert fyrr en stjórnvöld vilja sækja skatt- ana sem þau verða af vegna gervi- verktöku. Þetta er fyrst og fremst pólitískt vandamál,“ sagði Kjartan. Hann sagði svolítið um að flug- menn í þessari stöðu leituðu til FÍA. M.a. hafa þyrluflugmenn leitað til fé- lagsins og eins Íslendingar sem fljúga t.d. fyrir Ryanair og fleiri. „Menn geta fengið einstaklingsaðild að FÍA og með henni aðgang að lög- fræðingi og hagstæðum slysa- og veikindatryggingum enda þurfa verktakar að kaupa þær sjálfir.“ 1.000 flugfreyjur og flugþjónar Sigríður Ása Harðardóttir, for- maður Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ), sagði að félagið væri alltaf að stækka og yrði fjöldi félaga með mesta móti í sumar. Hún áætlar að hátt í 1.000 flugfreyjur og flugþjónar muni borga félagsgjöld til FFÍ í sumar. Sigríður sagði að stór hópur sumarstarfsfólks kæmi til starfa hjá flugfélögunum í vor og hætti í haust auk fastráðinna flugfreyja og flug- þjóna. Aðspurð sagðist Sigríður ekki hafa orðið vör við að til félagsins hefðu leitað flugfreyjur eða flugþjón- ar sem starfi í gerviverktöku. Hún sagði engin fordæmi fyrir einstak- lingsaðild að FFÍ en yrði eftir því leitað þá yrði það skoðað. Fleiri flugmenn og flugfreyjur  Flugfélögin hafa verið að fjölga í flugáhöfnum  FÍA tekur þátt í baráttu alþjóðlegra flugmanna- samtaka gegn gerviverktöku  Verktakar í hópi flugmanna hafa leitað eftir einstaklingsaðild hjá FÍA Morgunblaðið/Sverrir Aukning Flugfélögin hafa bætt við sig flugmönnum og flugfreyjum. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Við erum eins og alltaf. Við verðum tilbúin þegar kallið kemur – hvar sem er á landinu,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, en björgunarsveitir um allt land gerðu sig tilbúnar í gærkvöldi fyrir komandi verkefni dagsins í dag. Búist er við stormi og miklu roki um allt land í dag þar sem meðalvindur verður um 20-28 metrar á sekúndu. Má búast við því að morgunumferðin gangi hægt á höfuðborgarsvæðinu og flugsamgöngur jafnvel stöðvist. Gömlu góðu ráðin best Sunnan- og vestanlands verður snjókoma eða slydda, en síðar rigning syðst. Hægari og úrkomulítið á Norð- ur- og Austurlandi, en hvessir einnig þar síðdegis með ofankomu. Vægt frost verður en hiti um eða yfir frost- marki sunnantil seinnipartinn. Ólöf segir að landsmenn geti komið í veg fyrir tjón með því að fara eftir gömlu góðu ráðunum. „Fólk á ekkert að vera á ferðinni að nauðsynjalausu, það á ekki að vera á vegum úti nema á vel búnum bílum og svo þetta klassíska, festa lauslegt og huga að sínu nánasta umhverfi. Þakkanta og þakplötur er ekkert hægt að ráða við.“ Hún bendir einnig bygginga- verktökum á að tryggja alla lauslega muni á byggingarlóðum. „Ég held að það viti þetta allir. Aðalatriðið er að vera ekkert að ferðast nema það sé nauðsynlegt.“ Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að veðrið muni ná há- marki í kringum hádegi á Suður- og Vesturlandi. Svo færist lægðin norð- ur og austur yfir. Blæs á ný undir Eyjafjöllum Það mun á ný blása á Sunnlend- inga, frá Reykjanesi og austur fyrir Vík í Mýrdal. Vindurinn mun koma í hviðum, það mun koma einn og einn hvellur. Sunnlendingar eru nýbúnir að fá einn stóran hvell yfir sig þar sem rúður brotnuðu víða undir Eyja- fjöllum. Viðgerð er ekki lokið á mörg- um útihúsum sem fóru illa og það má því búast við að sums staðar muni blása hressilega á skepnur Sunnlend- inga. Lægðin sem veldur þessu fer yfir landið nokkuð hratt en á morgun má búast við hvassri norðanátt og mikilli snjókomu á Norðvesturlandi. Þá er útlit fyrir að föstudagurinn verði eins og dagurinn í gær, stund milli stríða, því á laugardag fer veður aftur versnandi en á sunnudag er út- lit fyrir norðan hvassviðri með ofan- komu á Norður- og Austurlandi. Enn ein lægðin læðist upp að landinu í morgunsárið  Spáð er stormi og roki með hríðarveðri um allt land Samgöngur gætu raskast Morgunblaðið/Golli Stund milli stríða Það má búast við samgöngutruflunum á landinu í dag. Þá er útlit fyrir að vind lægi á föstudag en á laugardag fer veður aftur versnandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Miklar hviður Í morgunsárið er spáð hviðum 30-35 m/s á Kjalarnesi og upp úr kl. 7 einnig undir Hafnarfjalli og litlu síðar austur undir Eyjafjöllum. „Þeir sem brjóta af sér hljóta að þurfa að sæta ábyrgð,“ segir Ár- mann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. Hann lítur losun spilli- efna í fráveitu- kerfi bæjarins alvarlegum aug- um. Líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í gær varð alvar- legt mengunar- slys í Kópavogi í lok janúar sem að líkindum má rekja til losunar spilliefna í frá- veitukerfi bæjarins. Ekki er vitað hver losaði efnin en talið er að um nokkurt magn hafi verið að ræða. „Við lítum þetta mjög alvar- legum augum. Strandlengjan er ein af náttúrperlum Kópavogs og mikilvægur viðkomustaður fyrir fugla auk þess að vera útivistarp- aradís bæjarbúa. Þess vegna má það ekki gerast að þarna verði mengunarslys og við hljótum að höfða til samvisku einstaklinga og fyrirtækja varðandi það sem þeir setja í skólplagnir bæjarins,“ segir bæjarstjóri. „Hljóta að þurfa að sæta ábyrgð“ Ármann Kr. Ólafsson Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Sam- fylkingu, leggur nú fram öðru sinni frumvarp til laga um breytingu á lögum um LÍN, þar sem gerð er tillaga um niður- fellingu lána við fráfall ábyrgðar- manns. Hún bætir einni setningu í frumvarpið: „Við fráfall ábyrgð- armanns falla niður þau lán sem hann hefur gengist í ábyrgð fyrir.“ Ekkert er kveðið á um að lántaki eigi áfram að standa skil á afborg- unum af námsláni sínu, falli ábyrgðarmaður frá. Sigríður Ingi- björg segir í samtali við Morgun- blaðið að vera kunni að þetta þurfi að lagfæra og það verði þá gert í meðförum þingnefndar. Hún hafnar því að ofangreindri setningu hafi verið bætt inn í frum- varpið af greiðasemi við Guðmund Steingrímsson. agnes@mbl.is »19 Það þarf bara að lagfæra málið í þingnefnd Sigríður Ingi- björg Ingadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.