Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Ferköntuð fermingarveisla! Afhentir fulleldaðir á flottum bökkum með ljúffengum sósum til hliðar. Sendu Simma og Jóa póst á simmiogjoi@fabrikkan.is og þeir græja Fabrikkusmáborgara í veisluna þína! www.fabrikkan.is Hælisleitendurnir tveir sem Hæsti- réttur hafnaði að úrskurða í gæsluvarðhald í fyrradag verða framseldir til Danmerkur á næstu dögum, að sögn Jóns H.B. Snorra- sonar, aðstoðarlögreglustjóra höf- uðborgarsvæðisins. Þangað til tel- ur lögreglan sig geta haft nauð- synlegt eftirlit með mönnunum. „Við teljum að við séum búin að gera viðeigandi ráðstafanir til að við getum haft eðlilegt og nauð- synlegt eftirlit með þessum mönn- um. Við höfum fulla yfirsýn yfir það hvar þeir eru og hvað þeir eru að fást við án þess að þeir séu sviptir frelsi sínu,“ segir Jón. Þeir eru nú staddir í húsnæði og fæði á vegum íslenskra yfirvalda en Jón vill ekki tjá sig um hvar á landinu þeir séu. „Þeir verða framseldir til Danmerkur og fluttir þangað á grundvelli Dyflinnarsamningsins. Það verður vonandi sem allra fyrst. Það eru dagar frekar en vik- ur,“ segir Jón en mennirnir tveir eru báðir með hælisumsókn í Dan- mörku. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir grunnhugmyndina að baki endurskoðun laga um útlendinga sem nú fer fram hjá innanríkis- ráðuneytinu að komið verði á fót móttökumiðstöð fyrir hælisleit- endur. Þar verði hægt að skilja að venjulegt fólk sem kemur úr erfið- um aðstæðum og það sem hætta stafar af. Segir hún mikilvægt að greiningarvinna fari strax í gang við komu fólksins til landsins, bæði fyrir öryggi þess og samfélagsins í heild. Sérstök úrræði verði til staðar fyrir þá sem ógn geti stafað af. „Upp til hópa er þetta náttúr- lega venjulegt fólk sem kemur úr erfiðum aðstæðum en inni á milli geta verið einstaklingar sem eru hættulegir,“ segir Ólöf. „Við höfum fulla yfirsýn“  Framseldir á næstu dögum  Undir nauðsynlegu eftirliti  Móttökumiðstöð verði komið upp fyrir hælisleitendur Ólöf Nordal Jón H.B. Snorrason Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Samdóma mat öryggisstofnana á Vesturlöndum er að raunveruleg hætta sé á að fólk sem heillast af málflutningi liðsmanna á borð við Ríki íslams, oftar en ekki um inter- netið, reynist reiðubúið að fremja ódæðisverk í nafni samtakanna þó svo að viðkomandi hafi ekki tekið þátt í bardögum undir fána Ríkis ísl- ams í Mið-Austurlöndum. Það er mat greiningardeildar að slíkur áróður geti fengið einstaklinga hér á landi til að fremja voðaverk,“ segir meðal annars í nýju mati ríkislög- reglustjóra á hættu af hryðjuverk- um og öðrum stórfelldum árásum hér á landi en samkvæmt því hefur hættustig vegna hryðjuverkaárása á Íslandi verið hækkað um eitt stig og er nú í meðallagi en hefur verið lágt undanfarin ár. Matið er alls 28 blaðsíður og þar kennir ýmissa grasa um hryðju- verkaógnina sem steðjar að landinu. Hættustig á Íslandi var áður sam- bærilegt við það sem gilti annars staðar á Norðurlöndunum en á síð- ustu árum hefur mat manna annars staðar á Norðurlöndunum tekið miklum breytingum og hryðjuverka- ógnin stóraukist, hún sé hnattræn og viðvarandi. „Ísland tilheyrir Vesturlöndum og er þátttakandi í varnarsamstarfi NATO. Óráðlegt er að ganga að því sem vísu að hatursmenn vestrænnar menningar geri greinarmun á Ís- lendingum og öðrum vestrænum þjóðum þótt Íslendingar séu her- lausir og taki ekki beinan þátt í að- gerðum gegn hryðjuverkasamtökum í Mið-Austurlöndum,“ segir í mat- inu. Lögregluna skortir heimildir Við hættumat vegna hugsanlegra aðgerða hryðjuverkamanna á Ís- landi kemur fram að lögreglan hefur ekki jafn víðtækar rannsóknarheim- ildir og lögregla í nágrannalöndun- um. Möguleikar lögreglunnar á Ís- landi til þess að fyrirbyggja hryðjuverk eru því ekki þeir sömu og annars staðar á Norðurlöndunum. Þessu fylgir einnig að íslenska lög- reglan hefur mun takmarkaðri upp- lýsingar um mögulega ógn eða hættulega einstaklinga sem kunna að fremja hryðjuverk. „Skortur á upplýsingum skapar óvissu og getur leitt til þess að lög- regla geti ekki brugðist við og komið í veg fyrir voðaverk. Skortur á upp- lýsingum er veikleiki sem felur í sér aukna áhættu fyrir samfélagið.“ Í matinu kemur fram að lögreglan geti ekki orðið sér úti um upplýs- ingar um samtök eða öfgafulla og hættulega einstaklinga, sem kunna að skipuleggja hryðjuverk, upplýs- ingarnar þurfa að berast lögreglunni úr samfélaginu. Vita um hættulega einstaklinga Lögregla hér á landi býr yfir upp- lýsingum um einstaklinga sem hún telur hættulega samfélaginu þar sem viðkomandi búi yfir bæði löngun og getu til að fremja voðaverk. „Lög- reglan hefur hins vegar takmarkað- ar heimildir og getu til að bregðast við. Samráðsvettvang skortir fyrir lögreglu, félagsþjónustu og heil- brigðisyfirvöld til að taka á þessum vanda. Mikilvægt er að lögregla, heil- brigðisyfirvöld og aðrir aðilar komi saman og miðli upplýsingum um ein- staklinga sem kunna að ógna öryggi almennings,“ segir í matinu Vígamenn fara um Ísland Greiningardeild ríkislögreglu- stjóra hefur upplýsingar um að víga- menn frá Norður-Ameríku hafi farið um Ísland á leið til eða frá þátttöku í bardögum í Mið-Austurlöndum í nafni Ríkis íslams, að því er fram kemur í matinu. „Þetta gegnumstreymi þarf ekki að þýða aukna hættu á hryðjuverk- um hér á landi en vissulega er sú hætta til staðar,“ segir í matinu. „Gegnumstreymið varðar þjóðrétt- arlegar skuldbindingar Íslendinga. Í því efni skal vísað til ályktunar Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 2178 frá 24. september 2014 þar sem ítrekaðar eru skuldbindingar aðild- arríkja á sviði hryðjuverkavarna og þeim er gert að gera það sem í valdi þeirra stendur til að hindra ferðir er- lendra hryðjuverkamanna um lög- sögu þeirra. Ástæða er til að ætla að slíkt gegn- umstreymi haldi áfram. Þar sem er- lendar öryggisstofnanir gera al- mennt ráð fyrir því að hernaðaraðgerðir í Mið-Austurlönd- um gegn samtökunum Ríki íslams með aðkomu vestrænna þjóða muni standa í langan tíma. Því telst við- varandi hætta á að slíkt gegnum- streymi hryðjuverkamanna fari fram um Ísland.“ Að mati greiningardeildar kallar þessi staðreynd ein og sér á aukinn viðbúnað á Íslandi hvað landamæra- eftirlit og upplýsingaöflun um ferðir slíkra aðila varðar. „Þá verður að hafa í huga að á Íslandi er að finna erlend skotmörk svo sem sendiráð,“ segir ennfremur. Allt til staðar hér á landi Í matinu kemur ennfremur fram að hér á landi er til staðar geta til að framkvæma árásir með vopnum sem eru aðgengileg almenningi. Slíkar árásir geta bæði verið tilfallandi eða skipulagðar með stuttum fyrirvara. Matið bendir einnig á tillögur til úrbóta því hér á landi eru til staðar veikleikar í hryðjuverkavörnum og telur ríkislögreglustjóri brýnt að gera viðeigandi ráðstafanir.  Hugað verði að lagasetningu um auknar rannsóknarheimildir lög- reglu vegna rannsókna brota er beinast gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórn s.s. hryðjuverka- brotum.  Einnig verði hugað að lagasetn- ingu sem bannar ferðalög til þátt- töku sem erlendir bardagamenn í hryðjuverkastarfsemi.  Lagt er til að lögreglan verði efld til þess að sinna forvörnum og fyrirbyggjandi starfi á ofangreindu sviði með fjölgun lögreglumanna, sérfræðinga og bættum búnaði.  Einnig er lagt er til að viðbún- aðargeta almennrar lögreglu þ.m.t. sérsveitar vegna hryðjuverkaógnar og annarra alvarlegra voðaverka verði efld með auknum búnaði og þjálfun.  Lagt er til að myndaður verði samráðsvettvangur lögreglu, fé- lagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda með auknum heimildum til að miðla upplýsingum um einstaklinga sem kunna að ógna öryggi almennings.  Sköpuð verði félagsleg úrræði fyrir þá sem verða fyrir áhrifum rót- tækni. Hryðjuverkaógnin eykst  Hættustig vegna hryðjuverkaárása á Íslandi nú í meðallagi, en það hefur verið talið lágt undanfarin ár  Menn á leið til og frá þátttöku í bardögum í nafni Ríkis íslams hafa millilent hér á landi Morgunblaðið/Rósa Braga Vopnabræður Sérsveit ríkislögreglustjóra vopnast einu sinni í viku að meðaltali. Ungir karlmenn líklegastir Evrópulögreglan hefur tiltekið eftirfarandi áhættuþætti sem haft geta þau áhrif að ein- staklingur, einkum ungir karl- menn, skipuleggi árás: » Velja félagslega einangrun. » Hafa áhuga á hermennsku og einkennisklæðnaði. » Hata stjórnvöld/yfirvöld. » Samsama sig fjöldamorð- ingjum. » Lýsa sig fylgjandi öfga- og hryðjuverkaárásum. » Afla sér íhluta til sprengju- gerðar. » Afla sér skotvopna. » Stunda líkamsþjálfun og steranotkun. » Stunda mikla spilun stríðs- og ofbeldistölvuleikja á netinu. Hættustigin fjögur » Hættustig er lágt Ekki eru fyrirliggjandi sér- stakar upplýsingar um hættu á hryðjuverkum né almennt talin sérstök ástæða til að auka viðbúnað lögreglu. » Hættustig er í meðallagi Almennt er talið að ekki sé hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innanlands eða í heims- málum. » Hættustig er hátt Talið er að hætta á hryðju- verkum geti verið fyrir hendi í ljósi ástands innanlands eða í heimsmálum. » Hættustig er hæst Upplýsingar eru fyrirliggjandi um að hryðjuverk sé í undir- búningi eða talin er mikil hætta á því. 225 Sérsveit ríkislögreglustjóra vopnaðist 225 sinnum á árunum 2011-2014. 27.249 Samkvæmt opinberum tölum eru skotvopnin í eigu 27.249 einstaklinga. 72.000 Skráð skotvopná Íslandi. 60 Heimildir eru fyrir því að fjöldi óskráðra vopna er í umferð og nefna má að ár- ið 2014 lagði lögreglan hald á 60 vopn. SÉRSVEIT RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.