Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta byrjaði allt með kyn-færamyndunum mínumsem ég tók síðasta sumar,en mér fannst þær svo sterkar og fallegar að mig langaði að vinna eitthvað meira með þær og það sem þær standa fyrir. Frá því ég fór að sýna myndirnar í kynfræðslu í skólanum hef ég komst að því að við verðum að opna umræðuna miklu meira, við erum með gamlar stað- almyndir um kynfæri og við eigum erfitt með að tala um þetta, við þor- um ekki einu sinni að nefna kynfærin sínum réttu nöfnum. Ég hafði því samband við nokkra hönnuði sem ég fékk til liðs við mig til að búa til við- burð,“ segir Sigríður Dögg Arn- ardóttir kynfræðingur, en hún og fimm aðrir listamenn mynda hópinn Sköpun, sem ætlar að vera með við- burð á Hönnunarmars undir heitinu Sköpun/Genitalia. Kynfærahúmor er góður „Hvert og eitt okkar gerir eitt- hvað á sínum forsendum, sumir vinna abstrakt, aðrir bókstaflega, sumir með texta, aðrir með myndum. Þessir fimm hönnuðir eru með ólíkan stíl og mér finnst það styrkleiki. Anna Rakel er til dæmis grafískur hönnuður og hún fer í allt aðra átt með sín verk en við hinar. Við Anna erum búnar tala svo mikið saman um intersex og málefni transein- staklinga og fleiri baráttuhópa og við það opnaðist heimur fyrir Önnu sem hafði verið henni lokaður. Hún skellti sér í mikla heimildarvinnu og er komin með sterkar skoðanir á þess- um málum. Ýr verður með typpatref- il sem hún hefur prjónað og hún verður líka með buddur og punga sem hún hefur búið til, Anna Rakel vinnur með texta og hugmyndir um kyn og kynvitund og hvað skilgreinir okkur. Alda Lilja verður með teikn- ingar þar sem húmorinn kemur inn og Krista Hall er líka með kynfærah- úmor í sinni innsetningu þar sem hún leikur sér með kynfærin, hún teikn- aði frábæra mynd af píkupoppi, sem er af píku sem popp frussast út úr. “ Alda Villiljós er einn af með- limum hópsins og vinnur bæði með ljósmyndir, texta og teikningu í nálg- un sinni. „Ég hef tekið landslagsmyndir sem minna á nakta líkama eftir að ég hef unnið þær og breytt þeim. Ég ætla líka að vera með boli sem verða með áprentuðum heitum yfir kyn- færi. Ég leitaði að öllum orðum sem ég fann yfir kynfæri í samheitaorða- bók og í slangurorðabók, og komst að því að það er til ótrúlegur fjöldi heita á íslensku yfir kynfæri. Ég ætla að leika mér að þessum heitum, blanda saman þeim teprulegu og þeim grófu, en það er mikil tilhneiging til að milda eða fela, sérstaklega í orð- um yfir píkuna. Við verðum að geta talað um þennan líkamspart. Við er- um öll með kynfæri, við ölumst upp við að sjá kynfærin á foreldrum okk- ar og systkinum og á öðru fólki í sturtunni í sundlaugunum, en samt Má bjóða þér píku- popp eða typpanasl? Á Kynfærakokteil á komandi Hönnunarmars verður boðið upp á ástarpunga, kynfærasúkkulaði, píkupopp og typpanasl í raunstærð. Sex listamenn skipa hópinn Sköpun og þau ætla að vera með ólíkar nálganir í verkum sínum þar sem innblásturinn er kynfæri mannfólksins. Morgunblaðið/Eggert Húmor Ýr Jóhannsdóttir með húðlita typpatrefilinn góða. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í boði hjá Heimilisiðnaðarfélagi Ís- lands, t.d. er opinn handavinnudagur alla fimmtudaga, kl. 13-17 í Nethyl 2e, Reykjavík. Um að gera að skella sér í dag, tilvalið fyrir þá sem eiga ókl- áraða handavinnu inni í skáp, hvort sem þar er útsaumur, prjón, hekl eða bútasaumur, og vantar kannski leið- beiningu því alltaf er leiðbeinandi á staðnum. En einnig til þess að njóta þess að koma saman og bera saman handverk. Annar fastur liður er prjónakaffi í Café Merski í Fákafeni 9 í Reykjavík, fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl 20, frábær vettvangur handverks- fólks til að hittast og bera saman bækur sínar og verkefni. Í hverju prjónakaffi kemur gestur og kynnir hugðarefni sitt, oftast eitthvað sem tengist handverki. Handverkshúsið býður líka félags- mönnum sínum og gestum þeirra einu sinni í mánuði í opið hús, þriðja miðvikudag í mánuði, kl. 13-16 í Net- hylnum. Þá er heitt á könnunni og oftast eitthvert meðlæti og fólk get- ur komið með handavinnuna með sér, ef það vill, en ekki nauðsynlegt, og átt notalegt spjall við starfsmenn HFÍ og aðra félagsmenn. Fjölmörg spennandi námskeið eru á vegum Heimilisiðnaðarfélagsins, hvort sem það er prjón, hekl, þjóð- búningar, útsaumur, vefnaður, tó- vinna eða eitthvað annað. Á morgun hefst t.d þriggja daga námskeið í spuna, en þar verður kennt að spinna ullarkembur á halasnældu og rokk. Kennari er Marianne Guckelsberger og efni er innifalið. Hægt er að skrá sig á námskeið með því að senda tölvupóst á netfangið: skoli@heim- ilisidnadur.is, hringja í síma Heimilis- iðnaðarskólans 551 7800 eða koma á skrifstofu. Vert er að taka fram að flest stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku í námskeiðum Heimilis- iðnaðarfélagsins. Nánar á www.heimilisidnadur.is Vefsíðan www.heimilisidnadur.is Morgunblaðið/Arnaldur Þjóðlegar Þessar eru aldeilis flinkar með prjónana og heldur betur fagurbúnar. Lærið að spinna ullarkembur Morgunblaðið/Árni Sæberg Skemmtilegt Að spinna á rokk. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. BJÓÐUM NOKKRAR GERÐI R AF FERMINGARBORÐUM. Fjölbreyttir réttir smáréttabo rðanna okkar henta bæði í hádegis- og kvöldveislur. Steikarhlaðborðin eru alltaf vinsæl, sérstak- lega ef um kvöldveislu er að ræða. Bjóðum upp á tvær gerðir ka hlaðb orða, en einnig er í boði að panta einstaka h luta úr þeim. t.d Ka snittur, fermingartertur. Pinnahlaðborð eru þægileg og slá hvenær s em er í gegn. Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is æðisleg veislan verður Ferming ar- Góð fe rming ar- TapasSmáréttir Kaltborð P innamatur SÚPA BRAUÐ OG SMÁRÉTT IR Hádegisveisla á milli kl 12 - 14 TAPASVEISLA 9 RÉTTIR Síðdegisveisla 16 -19 . TERTU OGTAPASBORÐ. Miðdegisveisla 13 - 15 Verð frá kr. 4.040 STEIKARBORÐ Kvöldveisla 17 - 20 V FERMINGARKAFFIHLAÐBO RÐ Miðegisveisla 14 - 17 Verð frá kr. 2.290 LÉTTIR FORRÉTTIR OG STEIKARBORÐ PINNAMATUR Miðdegisveisla 14-17 Verð frá kr. 2.520 KALT HLAÐBORÐ FISKRÉTTIR V erð frá kr. 3.470 Verð frá kr. 5.900 gar- Verð frá kr. 2.500 erð frá kr. 3.950 Verð frá kr. 4.160 Fjarðarkaup Gildir 26. - 28. feb verð nú áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði.................................... 1.298 2.398 1.298 kr. kg Svínahnakki úr kjötborði .................................. 998 1.662 998 kr. kg Ali Bayonne skinka .......................................... 1.198 1.398 1.198 kr. kg Ali svínabógur pakkaður................................... 598 898 598 kr. kg FK kjúklingabringur.......................................... 1.998 2.296 1.998 kr. kg FK 1/1 ferskur kjúklingur ................................. 698 772 698 kr. kg Móa vistfugl 1/1 frosinn .................................. 998 1.438 998 kr. kg Fjallalambs lambahryggur frosinn ..................... 1.798 1.998 1.798 kr. kg Helgartilboð Morgunblaðið/Valdís Thor Stundum getur komið sér vel að vera sérdeilis lágfættur, rétt eins og sannaðist hjá hundinum Stromer sem í gær fauk ekki um koll þó að hann væri úti við í kol- vitlausu veðri í Norddeich í Þýskalandi. Vaxtarlaginu fylgir sá kostur að hann tekur ekki á sig mikinn vind svo nálægt jörðu sem hann óhjákvæmilega alltaf er þegar hann er á göngu. Annað eyrað slapp ekki við vindhviðu og fauk duglega til en hvutti virtist ekki taka það nærri sér. Vel klæddur hundur hann Stor- mer. Kostir þess að vera lágfættur í miklu roki AFP Við jörðu Það getur komið sér vel að vera mjög lágvaxinn í vindhviðum. Sá stutti stendur af sér vindana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.