Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Kristín Gunnarsdóttir er skurðhjúkrunarfræðingur á Landspít-alanum – háskólasjúkrahúsi, og hefur hún unnið á skurðstof-unni síðan 1989. „Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og það er stöðug endurmenntun í gangi. Við erum framarlega á þessu sviði, við Íslendingar.“ Um 30 skurðhjúkrunarfræðingar vinna á skurðstof- unni. „Ég man ekki nákvæmlega hve mörg við erum og þó sé ég um að gera vinnuskýrslur. Það eru líka ekki allir í fullu starfi hér.“ Kristín stundar golfið grimmt á sumrin. „Svo förum við hjónin allt- af einu sínni til tvisvar á ári í golferðir til útlanda. Við fórum í haust til Spánar og svo er ráðgert að fara í vor. Fyrir utan golfið þá er ég mik- ið fyrir handavinnu, ég prjóna og sauma og svo mála ég líka olíu- málverk. Ég teiknaði mikið sem barn og fór í myndlistarnám, bara af áhuga, í Myndlistarskóla Kópavogs og er núna búin að vera í þrjú ár í Myndlistarskóla Mosfellsbæjar.“ Eiginmaður Kristínar er Sigurjón Guðmundsson rafvirki hjá Orku- veitunni. Þau eiga þrjú börn, Sigurbjörgu sem er einkaþjálfari, Anton sem er tölvunarfræðingur og Svövu sem er ensku- og kennaranemi í háskólanum en hún hefur lokið námi í japönsku. Þau Sigurjón eiga sex barnabörn og það sjöunda er á leiðinni. Þau tvö elstu eiga þrjú hvert og Svava á von á sínu fyrsta barni. Kristín ætlar út að borða með manninum sínum í tilefni dagsins. Kristín Gunnarsdóttir er 60 ára í dag Í Hreiðrinu Kristín stödd á veröndinni fyrir utan sumarbústað þeirra hjóna í Biskupstungum, þaðan sem farið er í útgerð á golfvertíðinni. Stundar golf og málar olíumálverk Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Mosfellsbæ Þórdís Lilja Árnadóttir fædd- ist 10. mars 2014 kl. 3.02. Hún vó 3.620 g og var 50 cm löng. For- eldrar hennar eru Sig- ríður Ólöf Guðmunds- dóttir og Árni Geir Valgeirsson. Nýr borgari S verrir fæddist að Svalbarði í Ögurvík í Ögurhreppi 26.2. 1930 og ólst þar upp í stórum hópi systkina til 14 ára aldurs er fjöl- skyldan flutti til Ísafjarðar. Sverrir gekk í Gagnfræðaskóla Ísafjarðar þar sem Hannibal Valdi- marsson var skólastjóri. Hann stund- aði nám til stúdentsprófs við MA og lauk síðan prófi í viðskiptafræði við HÍ 1955. Sverrir var fulltrúi hjá VSÍ 1955- 56, skrifstofustjóri hjá Versl- unarmannafélagi Reykjavíkur 1956- 60, formaður og framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra versl- unarmanna 1957-72, fulltrúi hjá dag- blaðinu Vísi 1960-62 og fasteignasali 1962-71. Auk þess sinnti hann útgerð með bræðrum sínum. Sverrir var vþm. 1963-71, alþm. Austurlandskjördæmis fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 1971-88, forseti neðri deildar 1979-83 og alþm. Reykjavíkur fyrir Frjálslynda flokkinn 1999-2003. Sverrir var forstjóri Fram- kvæmdastofnunar ríkisins 1975-83, iðnaðarráðherra 1983-85, mennta- málaráðherra 1985-87 og bankastjóri Landsbanka Íslands 1988-98. Sverrir var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta 1954-55, sat í Stúdentaráði HÍ 1954-55, for- maður Stúdentafélags Reykjavíkur 1957-58 og sat í stjórn SUS 1953-57. Hann sat í stjórn útgerðarfélaganna Eldborgar hf., Ögra hf. og Vigra hf., í stjórn Kirkjusands hf. og var stjórn- arformaður útgerðarfélagsins Ög- urvíkur hf. 1970-88. Sverrir sat í Rannsóknarráði rík- isins 1971-74, var fulltrúi í Norð- urlandaráði 1975-83 og 1987-88 og sat í milliþinganefndum og öðrum stjórn- skipuðum nefndum um ýmis málefni, sat í stjórn Sjóminjasafnsins 1979-83 og var formaður Frjálslynda flokks- ins 1998-2003. Sverri var veitt gullugla MA 1986, gullstjarna Stúdentafélags Reykja- víkur og gullstjarna LÍV og VR. Bók- in Skýrt og skorinort. Minningabrot Sverrir Hermannsson, fyrrv. alþm., ráðh. og bankastjóri – 85 ára Fiskisaga Sverrir er alvöru veiðimaður. Hér lýsir hann fyrir Gretu, konu sinni, sporðstærð á þeim stóra sem slapp. Orðhagur stjórnmála- garpur úr Ögurvík Pólitísk feðgin Sverrir og Margrét, dóttir hans, með frjálslyndum. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isSmiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.