Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 10

Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 10
10 Bókasafn Akraness flutti í ný húsakynni á nýliðnu ári. Aðdragandinn var nokkuð langur, en í ársbyrjun 2006 ákvað bæjarstjórn að undangenginni þarfagreiningu að söfnin í Bókhlöðunni, Heiðarbraut 40, færu í nýtt húsnæði. Í byrjun maí 2006 var undirritaður kaupsamningur á milli Fasteignafélags Akraneskaupstaðar og Smáragarðs ehf. þar sem Fasteignafélag Akraneskaupstaðar keypti hluta af verslunarmiðstöðinni að Dalbraut 1, á nýju miðbæjarsvæði, fyrir Bóka- og Héraðsskjalasafn Akraness. Um var að ræða um það bil 1300 m² húsnæði, allt á einni hæð í stað 1050 m² á þremur hæðum á Heiðarbrautinni. Nýja húsnæðið átti að hanna með tilliti til þarfa safnanna og hófst vinna með arkitektum hjá Skapa og Skerpa, Þjónustumiðstöð bókasafna og Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt og ráðgjafa vegna skjalageymslna strax í upphafi ársins 2006 og var vel á veg komin er nýr meirihluti bæjarstjórnar ákvað að hætta við flutninginn og fara í endurbætur á Heiðarbraut 40. Það er erfitt að vera með safnastarfsemi í húsnæði sem þarfnast mikillar viðgerðar og að lokum fór svo að bæjarstjórn fjárfesti í nýju húsnæði fyrir bókasafn og skjalasafn, þar sem einsýnt var að eldra húsnæðið þurfti mikillar viðgerðar við. Þann 26. júní 2008 var undirritaður samningur um byggingu á nýju bókasafni á Akranesi, en hið nýja safn er hluti af verslunar- og þjónustumiðstöðinni að Dalbraut 1, þar sem Tónlistarskólinn á Akranesi er einnig til húsa. Þetta er sama hús og áður hafði verið ákveðið að flytja söfnin í en önnur staðsetning. Ekki þarf að taka fram að hér er um byltingu að ræða í safnamálum á Akranesi. Gott aðgengi er að söfnunum, allt á einni hæð, góð aðstaða fyrir starfsfólk og næg bílastæði. Húsnæðið var afhent í byrjun júlí 2009 og opnað fullklárað 1. október síðastliðinn. Undirbúningur að flutningi Á ný hófst vinna með Elínu Gunnlaugsdóttur arkitekt frá Skapa og Skerpa og öðrum þeim sem komu að fyrra skipulagi. Hafa þurfti í huga þarfir bókasafns, skjalasafns og ljósmyndasafns. Húsnæðið er ekki stærra í fermetrum en það gamla, en hér er allt á einni hæð og lofthæð mikil, sem ákveðið var að nýta vel í geymslum. Arkitektinn hafði samráð við starfsfólk um innra skipulag en í hennar höndum var litaval á gólfefnum og lofti, val á loftljósum og klæðningu á húsinu að utan. Einnig hannaði hún innganga (að sunnan- og norðanverðu hússins) sem minna á Hvalfjarðargöngin. Stofnununum þremur, sem deila með sér húsnæðinu, var úthlutað 44,5 milljónum króna til kaupa á búnaði. Þar sem nýja húsnæðið er ekki stærra en það gamla og safneign mikil og varðveislusöfn héraðs- og ljósmyndasafnanna umfangsmikil, var ákveðið að kaupa hjólaskápa í skjalageymslu, sem hýsa einnig bókageymslur bókasafnsins. Nýr bókasafnsbúnaður var keyptur frá Þjónustumiðstöð bókasafna en allur eldri skrifstofubúnaður var nýttur áfram, svo og tölvubúnaður. Gamlir stólar voru yfirdekktir og notaðir í kaffistofu og í sal. Flutningur safnanna tók tvo mánuði. Söfnunum var lokað 1. ágúst og opnuð aftur 1. október 2009. Starfsfólk safnanna sá um skipulag flutninganna en verktaki var fenginn til að flytja safngögn og búnað. Einnig kom aðstoð frá unglingum í Vinnuskólanum við pökkun safngagna. Lánþegar hjálpuðu til við flutningana með því að taka bækur ríflega að láni. Útlán í júlí 2009 sló öll fyrri útlánamet, lánuð voru 8.669 safngögn, tæplega 50% meira en meðalútlán eru á mánuði. Auk Bókasafns Akraness eru Héraðsskjalasafn og Ljósmyndasafn Akraness í nýja húsnæðinu að Dalbraut 1 en frá og með árinu 2007 var rekstur þeirra færður til bókasafnsins. Þetta var gert með sparnað í huga, söfnin deildu með sér húsnæði og ýmsum tækjabúnaði og því þótti hagræði að sameina söfnin í eina rekstrareiningu, undir yfirstjórn bæjarbókavarðar. Bókasafn Akraness í nýtt húsnæði Halldóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.