Reykjalundur - 01.06.1968, Side 17

Reykjalundur - 01.06.1968, Side 17
Sviðsmynd hann, að engin vandræði væru við flutning ís- bjarnarbúranna. Bezt væri að hafa þau á dekkinu, sagðist hann áður fyrr hafa flutt slík búr alla leið til New York og tekizt prýðilega. Virtist nú „björninn unninn“ því það voru einmitt þessi bjarnarbúr sem mestur vandinn stafaði af, því að þau rúmuðust ekki undir dekki vegna þess hve há þau voru. Nú urðum við ofsakátir og skund- uðum til ferjunnar og náðum að stökkva um borð síðastir allra. Ókum með fyrstu lest frá Malmö til Lundar og sáum hátíðarsýninguna, dýrðlegt tab- lau og glæsileg skemmtiatriði. Sátum síðan fjöl- menna stórveizlu hjá Rhodin senior. Þar voru allir kjólklæddir nema við Árni. Héldum ræður og auk þess gekk ég til afmælisöldungsins í há- sætinu og kyssti hann og hans ektakvinnun með tilburðum sem mér er sagt að tíðkast hafi við hirð sólkonungsins í Frakklandi. Árni hafði orð á því, að ég væri ekki tiltakanlega feiminn veizlu- gestur. Vorum ljósmyndaðir í bak og fyrir og veittum blaðamönnum viðtal. Blöðin virtust gefa þessu fyrirtæki okkar þá nokkurn gaum enda létum við ekki minna yfir okkur en efni stóðu til, sem sagt, alls ófeimnir. Gistum í næsta húsi við dómkirkju þá víðfrægu í Lundi, þar sem Jón okkar helgi upphóf sína englarödd fyrr á tíð. 5. dagur. Laugardagur 29/9. Ákveðið var að mæta Rhodin í cirkusnum kl. 15. Hittum hann sjúkan í rúmi við góða hjúkrun einnar ljúflegrar yngismeyjar. Dróst hann þó á fætur og sýndi okkur allt það stórt og smátt, sem flytja þyrfti og var bæði leiður og gugginn. Varð tíðrætt um erfiðleika, einkanlega vegna samninga Framhald á bls. 56 RF.YKJALUNDUR 15

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.