Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Page 42

Húnavaka - 01.05.1963, Page 42
40 HUNAVAKA slægju Guðmundar. Sáust þar rispur nokkrar líkt og Guðmundur liefði hait gjarðajárnsspotta í orfinu í stað eggjárns. Hristi prestur höfuðið yfir vinnubrögðum Guðmundar og þótti sér vandi á hönd- um, því að ekki mátti styggja gamla manninn. Gáfum við Hilmar þá presti það ráð, að fá Guðmund til þess að slá ofurlitla skák, á stærð við stolugólf, er skilin var eftir innan túngirðingar efst í tún- inu. Við öflun efnis til húsbyggingarinnar, hafði verið safnað stein- um og kastmöl á þenna blett, en hann ekki verið hreinsaður aftur, svo að hann væri sláandi, en spratt þó nokkuð. Síra Stefán tók til- lögu okkar til athugunar, og undir borðum, þá rétt á eftir, færði hann það í tal við Guðmund sinn, að það hefði orðið eftir svolítill Ijlettur ósleginn efst í túninu, sem ungu mennirnir hefðu gengið frá; þótt liann víst dálítið grýttur, en hann kynni því illa að láta túnið sitt standa í sinu, eða nokkuð af því, því að það hefði hann aldrei gert. Guðmundur skildi vel vandræði prests og dutlunga „ungu mannanna" og beit óðara á agnið. Labbaði hann eftir mat- inn með orf sitt upp á tún og fór að slá. Ekki var hann margmáll um kvöldið, enda spurði hann enginn, hvernig gengi. Næsta dag allan sló Guðmundur á blettinum, en var alldaufur í dálkinn, er hann kom til kveldverðar. Eitthvað mun hafa verið íað að því með varúð, hvernig gengi, en Guðmundur varðist allra frétta. Hinn þriðja dag sló Guðmundur til miðaftans, en kom þá heim með út- hald sitt og hafði engin orð um heyskap sinn, sem ég efast um að hafi verið hirtur. En þann dag var lokið við að slá hána, og var þá tilganginum með slætti Guðmundar náð. Öruggt má telja, að ekki hafi Guðmundur getað ofreynt sig við gogg sitt, en þolinmæði þurfti að sjálfsögðu til að losa stráin. Ekki er mér grunlaust, að Guðmundur hafi sett okkur Hilmar einhvern veginn í samband við þessa Herkúlesarþraut sína, en þess varð þó ekki vart og vorum við beztu vinir eftir sem áður. Guðmund dúllara bar að garði sem hvern annan förumann. Mér var sagt að liann hefði sem ungur maður haft mikil og falleg hljóð, en nú var hann orðinn aldinn að árum og aðeins skuggi af sjálfum sér. Hann söng nokkur lög, og mátti heyra að hann var lagvís, en röddin var farin að mestu. Mér var og tjáð um þenna mann, að hann kynni ekki skil á verðgildi mótaðra peninga, en þætti þeir því betri, því stærri, sem þeir væru. Sá ég þó síðar að þetta mundi ekki vera rétt. Sú saga gekk og um Guðmund, að skólasveinar á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.