Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 14

Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 14
12 H Ú N A V A K A ar sagnaritunar. Frá Þingeyrum er mikið at’ hinum trúarlegu bók- menntum runnið. Þar hafa hómilíubækur verið samdar og prédik- anir og helgisögur þýddar. Auk þess varð íslenzka kirkjan í upphafi þjóðleg gagnstætt því er gerðist á meginlandi Evrópu. Hún afneit- aði ekki þjóðlegum sögnum lieldur tók að sér til varðveizlu munn- mæli þjóðar sinnar. Um það var hún ein fær vegna skriftlistar og bóklegrar reynslu. Eræðiiðkana er fyrst getið í klaustrinu á Þing- eyrum seint á 12. öld í ábótatíð Karls fónssonar. En auk hans ber þá hæst í sagnagerðinni tvo munka, þá Gunnlaug Leifsson og Odd Snorrason. Oddur ritar scigu Olafs Tryggvasonar á latínu um árið 1190 og hafði til lyrirmyndar elztu sögu Olafs lielga Haraldssonar. Gunnlaugur ritar aðra sögu um Olaf Tryggvason og fóns sögu helga, þá er honum eignaður Þorvaldsþáttur víðförla. Hann ritaði Nýja Ambrosíusarsögu, einnig elztu jarteinabók Þorláks helga og þýddi Marteinsspá úr latínu, auk annarra þýðinga. Karl ábóti skrif- aði sögu Sverris konungs Sigurðssonar og um hana hefur verið sagt, að hún sé eitt af stcirvirkjum íslenzkra bókmennta og marki höfuð- áfanga í þroskaferli hinnar fornu sagnaritunar. Eftir aldamótin 1200 fer áhrifa frá Þingeyraklaustri að gæta syðra. Jóns saga Gunnlaugs munks verður Sunnlendingum hvöt til að rita sögu sinna biskupa. Höfundur Hungurvöku, eins elzta ritsins syðra, hefur þekkt ritin frá Þingeyraklaustri. Og þegar Snorri Sturluson skrifar konungasögur sínar styðst hann við sögur Ólafanna frá Þing- eyrum, og sennilega einnig Sverrissögu. Sá maður, sem er líklegast- ur tengiliður milli bókmenntastarfsemi á Þingeyrum og ritstarfa Snorra í Reykholti er Styrmir fróði Kárason. Alitið er, að Styrmir hafi alizt upp í Þingeyraklaustri, tekið þar prestvígslu og hneigzt þar til ritstarfa. Hafi hann svo dvalið í Reyk- holti eftir að hann fór frá Þingeyrum og verið handgenginn Snorra. Ymis rit eru kennd við Styrmi og má sem dæmi nefna handrit af Landnámabók, þátt af Isleifi biskupi og Kristnisögu. Hefur hann verið afkastamikill sagnaritari og mikilvægur tengiliður milli bók- menntastarfseminnar syðra og nyrðra. Af því er nú hefur verið sagt má sjá, að þáttur Þingeyraklausturs að konunga- og biskupssagna- gerð er mikill og ótvíræður, en aðild klaustursins að ritun íslend- ingasagna er einnig mikil. Efni af sögusviði íslendingasagnanna er að mestu sótt í heiðinn tíma. Höfðu þær varðveitzt í munnlegri geymd í allt að tvær aldir, er þær eru ritfestar. Höfundar þeirra eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.