Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Eggert mig lausa í einn og hálfan tíma á fimmtudögum. Þá fer ég í förðun, síðan í stúdíóið og segi það sem mér dettur í hug. Svo er þetta bara búið og ég sný aftur í mötuneytið, sem auðvitað er mitt aðalstarf. Hrað- fréttir eru bara Hraðfréttir og allt annar kapítuli í lífi mínu. Ég reyni bara að vera ég sjálf.“ En hver er hún sjálf, Anna Lísa Wíum Douieb? Og hvernig er hinn eða hinir kapítularnir í lífi hennar? Byrjum á Suðurlandi. Anna Lísa ólst upp í Þorlákshöfn til fimmtán ára aldurs, eignaðist kærasta frá Borgarfirði eystra sem hún trúlof- aðist og fluttist með til Egilsstaða. Hún var á átjánda ári þegar fyrsta barnið fæddist, og orðin þriggja barna móðir aðeins 22 ára. Fjöl- skyldan tók sig upp og fluttist til Ár- ósa í Danmörku 1985 þar sem pabb- inn fór í skóla og Anna Lísa í dönskunám. Eftir hálft ár þar ytra skildi leiðir, maðurinn fluttist aftur til Ís- lands með elsta barnið, en Anna Lísa varð eftir í Árósum með hin tvö. Hún byrjaði að læra til kokks, vann á matsölustöðum og sinnti búi og börnum. Anna Lísa fer hratt yfir næsta kapítula. „Ég giftist araba og eign- aðist með honum dreng. Hjóna- bandið gekk ekki, alls konar ágrein- ingur fór að koma upp á yfirborðið, meðal annars vegna trúarbragða. Áður en ég lét til skarar skríða í maí 1992 hafði ég skipulagt flótta með börnin heim til Íslands í eitt og hálft ár.“ Af flóttanum urðu ýmis eftir- mál, sem hún kýs að fara ekki nánar út í, enda sé löngu fennt í sporin. Ástfangin í gegnum síma Rómantískur kapítuli fór í hönd fljótlega eftir heimkomuna. „Ég vann við að selja bækur í símaveri, Morgan Kane minnir mig og ein- hverjar fleiri kiljur. Þótt ég segi sjálf frá var ég nokkuð góður sölu- maður. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir tókst mér þó ekki að selja bónda nokkrum norður í Skagafirði eina einustu bók. Ég stakk meira að segja upp á að hann keypti svokall- aðar kvennabækur til að gefa kon- unni sinni, bara svona til að fiska eftir hjúskaparstöðunni. Við urðum smám saman ofsalega góðir vinir, töluðum saman í síma daglega í um mánuð, þótt ég væri hætt að reyna að selja honum bækur. Síðan urðum við einfaldlega ástfangin í gegnum síma. Það er alveg hægt.“ Og hvað svo? „Nú, ég ákvað að keyra norður og sjá manninn. Mér leist mjög vel á hann en illa á staðsetninguna. Ég var náttúrlega mikil borgarpía, í há- hæluðum skóm, með lakkaðar negl- ur og svoleiðis.“ Bóndakona að Giljum Ekki liðu þó nema fjórir mán- uðir frá því Anna Lísa fluttist heim frá Danmörku þar til hún var orðin bóndi að Giljum í Varmahlíð við hlið síns heittelskaða, Hjalta Jóhanns- sonar, sem þar var fæddur og uppal- inn. Í pakkanum voru þrjú af fjórum börnum hennar frá fyrri sam- böndum. Ekki leið á löngu þar til þeim hjónum fæddust tvö til við- bótar. Auk bústarfanna hafði Anna Lísa önnur störf með höndum. Til að byrja með vann hún í frystihúsi, síð- an í kjötvinnslu og Kaupfélaginu í Varmahlíð. „Undanfarin sumur hef ég verið ráðskona í hestaferðum hjá Hestasporti og Íshestum. Fyrra- sumar var fyrsta sumarið í þrettán ár sem ég fór ekki á fjöll.“ Börnin og barnabörnin Síðan flyst þú til Reykjavíkur, fannstu ekki sveitakonuna í þér í öll þessi ár? „Jú, jú, bóndinn getur vitnað um að ég hef mjög gaman af sveita- störfum. Annars er ég þannig gerð að ég helli mér af krafti í það sem ég tek mér fyrir hendur og er býsna úrræðagóð ef því er að skipta. Við hjónin höfum verið í fjarbúð frá því ég byrjaði í mötuneyti RÚV í fyrra. Mig langaði að prófa að búa hér fyr- ir sunnan nálægt börnunum mínum og níu barnabörnum. Hjalti kemur oft til Reykjavíkur og ég fer norður þegar ég hef tíma.“ Hvað segja afkomendurnir um framkomu þína í Hraðfréttum? „Ég held að allir séu orðnir sáttir. Annars spyr ég þá voðalega lítið, veit þó að elsta syninum þótti þetta æðislegt, en tveimur næstu hálfóþægilegt. Þau voru hrædd um að ég yrði þeim til skammar. Barna- börnin spyrja mig oft af hverju ég segi þetta og hitt, hvers vegna ég svari Fannari svona og svona, og þar fram eftir götunum.“ Hefur eiginmaðurinn haft ein- hver orð um hliðarstarf þitt? „Hann tjáir sig ekkert um það.“ Er einhver merking kannski í því fólgin – að hann tjái sig ekki? „Ekki nein. Honum finnst þetta bara ekkert merkilegt, enda stjórn- ar þetta okkur ekkert.“ Ágætisfólk á RÚV Er eftirspurn eftir þér í Hrað- fréttir eftir sumarfrí? „Ég ef ekki hitt strákana eftir síðasta þátt og veit ekki einu sinni hvort þær verða á dagskrá í vetur.“ Anna Lísa kveðst a.m.k. ekki mundu taka því illa ef þeir prýðis- piltar Benedikt og Fannar færu aft- ur að væla í henni. „Ég er mjög ánægð með að vinna í mötuneytinu og umgangast allt þetta ágæta fólk sem vinnur á RÚV. Aldrei samt að vita nema ég reyni að landa hlut- verki á sviði eða í bíómynd.“ Aldrei heldur að vita hvort Önnu Lísu Wíum Douieb er alvara. Trúlega er hún svolítið ólíkindatól. „Er viðtalið ekki búið núna?“ spyr hún. Matráðurinn Anna Lísa er ánægð í starfi sínu í mötuneytinu og að um- gangast allt það ágæta fólk sem vinnur á RÚV. „Ég stakk meira að segja upp á að hann keypti svokallaðar kvennabækur til að gefa konunni sinni, bara svona til að fiska eftir hjúskaparstöðunni.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015 Hringbraut-miðlun ehf. | Sundagarðar 2 | 104 Reykjavík | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Eflu verkfræðistofu og viðtali við framkvæmda- stjórann Guðmund Þorbjörnsson. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ Verkfræði á heimsmælikvarða - Heimsókn til Eflu verkfræðistofu í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 21.00 í kvöld. Fyrri þáttur af tveimur, sá síðari verður á dagskrá Hringbrautar þriðjudaginn 2. júní. • Yfirgripsmikil starfsemi á sviði verkfræði og ráðgjafar • Fjölbreytt umsjónmeðmannvirkjagerð á ýmsum sviðum •Hönnun brúa og jarðganga •Þekking og hugvit á sviði raforku í Noregi Á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 21.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.