Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015 Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Garðsláttur Láttu okkur sjá um sláttinn í sumar VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Við sjáum að videó-bylting er að eiga sér stað í atvinnulífinu. Fram- leiðslukostnaðurinn fer hratt lækk- andi, en mest munar samt um að við- skiptavinirnir eru að óska eftir þessu. Þeir vilja kynnast fyr- irtækjunum og vörunum þeirra í gegnum mynd- bönd,“ segir Sindri Bergmann Þórarinsson. Sindri er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Hugverkamenn en áður var hann deildarforseti hjá Kvikmyndaskóla Íslands. Hugverkamenn (www.hug- verkamenn.is) er ungt fyrirtæki, stofnað fyrir um ári, og fæst við framleiðslu kynningar- og auglýs- ingamyndbanda auk þess að veita ráðgjöf á þessu sviði. „Við erum mest í því að hjálpa fyrirtækjum að skilja hvernig myndbönd geta gagnast þeim í rekstrinum. Í gegn- um ráðgjöfina sem við höfum verið að veita hefur komið í ljós ákveðinn þekkingarskortur og erum við því um þessar mundir að undirbúa nám- skeið sem eiga að gera fyrirtækjum auðveldara að framleiða sitt eigið myndbandsefni.“ Sjálfsagður hluti af rekstrinum Sindri segir að tæknin sé orðin þannig í dag að með aðeins snjall- síma að vopni er hægt að gera góð myndbönd. Það er af sem áður var þegar myndbandagerð kallaði á mikla fjárfestingu í tækjabúnaði og sérhæfðu starfsfólki. Fyrir vikið eru myndbönd í dag sýnileg alls staðar og eru að verða æ sjálfsagðara vinnutæki í daglegum rekstri og markaðsstarfi fyrirtækja. „Í gegnum myndband má ná miklu sterkari tengslum við áhorf- andann en í gegnum texta og ljós- myndir. Þá er sú merkilega þróun að gerast, vegna lækkandi kostnaðar, að myndbönd eru ekki lengur eitt- hvað sem menn gera einu sinni og sitja svo uppi með, heldur verða þau að lifandi miðli síbreytilegra sam- skipta. Myndbandið getur hreinlega komið í staðinn fyrir bloggið.“ Sindri minnir líka á að í dag nota margir YouTube sem fyrsta stað til að leita að upplýsingum um vörur og fyrirtæki. „Fólk vill fá upplýsingar á þessu formi og um leið er seljendum vöru og þjónustu að bjóðast kröftug- ur miðill til að ná tengslum við við- skiptavininn.“ Tæknin er enn að slíta barns- skónum og ekki ósennilegt að eftir nokkur ár muni það þykja eðlileg lágmarkskrafa að t.d. starfsmenn markaðsdeilda eigi ekki í vanda með að gera myndbönd hratt og fag- mannlega. „Í dag þarf ekki meira til en einn flinkan mann með upp- tökuvél og tölvu,“ segir Sindri. Námskeið Hugverkamanna munu hjálpa til að flýta þessari þróun. „Námskeiðin okkar verða sniðin að ólíkum atvinnugreinum og fara á hnitmiðaðan hátt í gegnum það hvernig á að nota vélarnar og klippi- forritin, og hvaða ódýri aukabún- aður getur hjálpað til að gera enn betra efni. Svo er bara að prófa sig áfram og muna að æfingin skapar meistarann.“ Sindri bendir á að það sé viðbúið að byrjendur geri ákveðin mistök. „Ég sé það hjá fyrirtækjunum sem við vinnum með að mistökin eru yf- irleitt af sama toga og ég sá hjá nem- endunum í Kvikmyndaskólanum: myndböndin eru of löng, myndefnið er undarlega rammað inn, hljóðið er vont og fleira í þeim dúr. En það er ekki flókið að æfa sig og læra hvern- ig gera má betur.“ Undirbúningurinn veigamestur En á meðan fyrirtækin eru að læra að beisla myndbandstæknina í eigin þágu, hvar er best að byrja? Hvar er ávinningurinn mestur? Sindri segir að svarið sé breytilegt eftir fyrirtækjum. Sums staðar get- ur t.d. verið einfalt og hagkvæmt að nota myndbönd í innra fræðslustarfi en í öðrum tilvikum blasi við að búa til áhugavert myndefni sem hjálpar til að koma fyrirtækinu á framfæri við almenning. „Í öllum tilvikum gildir þó að það þarf að ná athygli áhorfandans strax á fyrstu sekúnd- unum og pakka upplýsingunum vel inn. Myndbandsgerðin skiptist í þrjá hluta: undirbúning, upptöku og klippingu en af þessum þremur er það alltaf undirbúningurinn sem er veigamestur.“ Sindri minnir líka á að þrátt fyrir tækniframfarir verði enn þörf á sér- framleiddum myndböndum þar sem kvikmyndagerðarmenn eru fengnir til verksins. Fyrirtæki geta sjálf séð um stóran hluta samskipta við við- skiptavini með myndbandagerð en sérþekking fagmanna standi áfram fyrir sínu þegar kemur að stærri og veigameiri verkefnum. Viðskiptavinurinn vill horfa á myndband  Margir neytendur leita fyrst að upplýsingum á YouTube Sindri Bergmann Þorarinsson AFP Tenging Netið er að myndbandavæðast og atvinnulífið um leið. Aldrei hefur verið auðveldara og ódýrara að gera vönduð myndskeið. Charter Communications er nálægt því að ljúka samningum við Time Warner Cable um kaup á síð- arnefnda fyrirtækinu fyrir 55 millj- arða dala. Fyrirtækin eru það næst stærsta og þriðja stærsta á banda- ríska kapalsjónvarpsmarkaðinum. Reuters segir að Charter muni kaupa hvern hlut á 195 dali, þar af 100 dali í reiðufé og afganginn í hlutabréfum. Er kaupverðið 13,9% yfir markaðsverði Time Warner Cable á föstudag. Þá er Charter einnig að leggja lokahönd á kaup á Bright House Networks sem er sjötta stærsta kap- alsjónvarpsfyrirtækið í Bandaríkj- unum. Kaupin á Bright House munu kosta 10,4 milljarða dala. Verður tilkynnt formlega um kaupin á þriðjudag, að sögn Reuters. Fyrir mánuði síðan hætti Compast við að kaupa Time Warner Cable fyrir 45,2 milljarða því líklegt þótti að samruninn myndi brjóta í bága við samkeppnislög. ai@mbl.is Risasamruni Char- ter og Time Warner Cable í vændum Netverslunarrisinn Amazon hefur um árabil beint allri sölu í Evrópu í gegnum smáríkið Luxemborg og nýtt sér að þar eru tekjuskattar lægri en víða annars staðar í álfunni. Þessum viðskiptaháttum var breytt í byrjun mánaðarins og eru útibú Amazon í Bretlandi, Þýska- landi, Ítalíu og Spáni byrjuð að færa söluhagnað í sínar eigin bækur, og greiða skatta af hagnaðinum hvert í sínu landi. Greindi Guardian frá þessu á laugardag. Undanfarin 11 ár hagnaðist Ama- zon um 5,3 milljarða punda af sölu á varningi til breskra neytenda en hagnaðurinn var allur færður til bók- ar og skattlagður í Lúxemborg. Hafa fyrirtæki á borð við Apple, Google, Starbucks og Fiat verið í sigti stjórnvalda í Evrópu fyrir að beina skatt- greiðslum sínum í helst til hag- kvæman farveg. Amazon kveðst hafa byrjað að vinna að því að endurskipuleggja skattaskil sín í Evrópu fyrir tveimur árum. Guardian segir þrýsting frá breskum stjórnvöldum hafa haft sitt að segja um breyt- inguna en að atbreina George Os- borne fjármálaráðherra tóku gildi í apríl lög um 25% viðbótarskatt á fyr- irtæki sem sýnt þykir að stundi það að færa skattskyldar tekjur með óeðlilegum hætti frá Bretlandi til lágskattasvæða. ai@mbl.is Amazon breytir um stefnu í skattamálum  Hagnaður af sölu í Evrópu skatt- lagður í hverju landi fyrir sig George Osborne Í júlí verður fjórum Tecnam P2002 JF kennsluflugvélum fer- juflogið frá Capua í Ítalíu til Reykjavíkur. Það er Flugskóli Ís- lands sem kaupir vélarnar af Tecnam. Í tilkynningu frá skólanum seg- ir að flugvélakaupin séu gerð til að mæta mikilli ásókn í flugnám. P2002 JF er tveggja sæta, eins hreyfils vél, lágvængja og þykir bæði láta vel að stjórn, hafa góða flugeiginleika og vera einföld í viðhaldi. ai@mbl.is Flugskóli Íslands kaupir fjórar vélar Stærðfræðingurinn John Forbes Nash lést í bílslysi á laugardag, 86 ára að aldri. Eiginkona hans, Alicia Nash, lést einnig í slysinu en hún var 82 ára. Þau höfðu verið gift í nærri sextíu ár. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hjónin hafi verið farþegar í leigubíl í New Jersey þegar slysið varð. Nash fékk Nóbelsverðlaunin í hag- fræði árið 1994 fyrir framlag sitt til leikjafræðinnar. Árið 2001 kom út myndin A Beautiful Mind þar sem Russel Crowe fór með hlutverk stærðfræðingsins og hreppti myndin fern Óskarsverðlaun, þar á meðal sem besta mynd. Leikjafræði er það svið stærðfræð- innar þar sem reynt er að skilja at- hafnir margra keppinauta þar sem ákvörðun eins hefur áhrif á ákvarð- anatöku allra hinna. Er leikjafræði meðal annars notuð af hagfræð- ingum, líffræðingum og stjórnmála- fræðingum til að skilja hegðun stríð- andi aðila, lífvera og þátttakenda á markaði. Framlag Nash fólst einkum í því að þróa leikjafræðina á það stig að ná yf- ir flóknari kerfi þar sem allir þátttak- endur geta unnið, eða allir tapað. Hugtakið Nash-jafnvægi lýsir því þegar allir þátttakendur vita hvað hinir ætla að gera, og enginn þeirra hagnast á því að breyta áætlun sinni. ai@mbl.is Áhrif John Forbes Nash. John Nash látinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.