Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 4
föstudagur 19. júní 20094 Fréttir Sandkorn n Leiðari Jóns Kaldal, ritstjóra Fréttablaðsins, til höfuðs Evu Joly sem birtist 17. júní hefur vakið sterkar tilfinningar. Á fjórða hundrað athugasemdir nafnleysingja hafa birst við frétt um málið á Eyjunni þar sem næst- um allir bölsótast út í ritstjórann. Vísa sumir til þess að Fréttablað- ið sé í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar. En það eru fleiri en nafn- leysingjarnir sem hnýta í Jón Kaldal. Á Fésbókarsíðu Hall- gríms Helgasonar, rithöfundar og meints Baugsvinar, braust fram geislandi gamansemi með broddi: „Jón Ásgeir Kaldal,“ stendur á síðu rithöfundarins. Grínið lagðist þó misvel í net- verja sem uppnefndu rithöf- undinn að bragði Hallgrím Jón Ásgeir Helgason með vísan til þess að Hallgrímur hafi í skrifum sínum fyrir hrun ver- ið heldur hallur undir Baugs- veldið. n Spunameistarar gamla og nýja Landsbankans virðast vera orðnir sérfræðingar í að draga athyglina frá þeim sem raunverulega bera ábyrgð á slæmum gjörningum bank- ans. Í byrjun maí ætlaði Lár- us Finnbogason, formaður skilanefndar bankans, að selja framsóknarmanninum Arnari Bjarnasyni 2,6 prósenta hlut í Byr. Þegar fjölmiðlar upp- ljóstruðu um gjörninginn kom yfirlýsing frá Landsbankanum um að Eggert Páll Ólason, yf- irlögfræðingur bankans, hefði skrifað undir framsalsbeiðni og ekki haft samþykki skilanefnd- arinnar fyrir því. Þetta hefðu því verið mistök Eggerts en ekki Lárusar. n Jóhanna Vigdís Hjaltadótt- ir, fréttamaður Sjónvarpsins, fékk fágætt tækifæri í vikunni til að spyrja Halldór Ás- grímsson, fyrrverandi forsætisráð- herra, spjör- unum úr á Egilsstöð- um. Halldór er af sumum talinn einn af helstu ábyrgðar- mönnum hrunsins en hann átti ásamt Davíð Oddssyni mestan þátt í einkavæðingu bankanna. Þá útfærðu þeir félagar saman aðild Íslands að innrásinni í Írak. En fréttakonan tiplaði sljó á tánum í kringum Halldór og spurði einskisverðra spurninga. Áhorfendur sátu eftir engu nær. Íslensk kona á miðjum aldri hefur undanfarnar vikur búið í tjaldi á ætlaðri byggingalóð í Vesturbænum. Tvær vikur eru síðan hún tjaldaði á horni Vesturgötu og Ánanausta þar sem hún grillar sér til matar og hengir út þvott til þerris. Konan segir að henni hafi verið hent út úr Konukoti og veit ekki hversu lengi hún ætlar að hafast við í tjaldinu. FÓR ÚR KONUKOTI OG BÝR Í TJALDI Íslensk kona á miðjum aldri sem segist heita Hafdís hefur í rúmar tvær vikur búið í tjaldi á mótum Vesturgötu og Ánanausta. Tjald- ið hennar stendur á svokölluð- um Héðinsreit þar sem stóð til að byggja lúxusíbúðir fyrir aldraða en byggingu þeirra hefur verið slegið á frest. Konan vildi lítið tala við blaða- mann þegar hann bar að garði. „Ég fékk enga aðstoð síðast þegar ég fór í blöðin,“ segir konan og virðist í uppnámi. Hún segist hafa komið fram í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum þar sem hún lýsti bágum að- stæðum sínum en það hafi engan árangur borið. Grillar og þvær þvott Íbúar í nágrenni tjaldsins hafa ekki farið varhluta af dvöl Hafdísar þar. Þannig hefur hún nokkrum sinn- um kveikt eld í tunnu á lóðinni og grillað sér mat. Þegar blaðamað- ur heimsækir Hafdísi kemur hann auga á pakkningar með hráu kjöti þannig að Hafdís virðist vel birg. Fötin sín þvær hún utan við tjald- ið og hengir á snúru sem hún hefur komið upp við girðingu sem umlyk- ur svæðið. Hafdís segir að sér hafi verið hent út af Konukoti, næturathvarfi fyrir heimilislausar konur, og því búi hún nú í tjaldinu. Ástæðuna fyrir brottrekstrinum segir Hafdís vera þá að hún kvart- aði yfir því að það væri plokkfiskur í matinn á sunnudögum. Kristín Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Konukots, segir í sam- tali við DV að hún geti ekkert tjáð sig um mál einstakra skjólstæðinga. Afgirt byggingasvæði Hafdís kvartar ekki undan kulda í tjaldinu og segist allsendis óviss um hversu lengi hún ætli að búa þar. „Ég ætla bara að vera hér á meðan ég er að vinna í mínum málum,“ segir hún en skýrir það ekki nánar og vill almennt lítið tjá sig við blaðamann. Að sögn nágranna hefst hún mest- megnis við í tjaldinu yfir daginn en fer þó af og til í göngutúra og nærliggj- andi verslanir. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er lóðin sem tjald- ið stendur á í eigu fyrirtækisins Héð- insreits ehf. Í árslok 2007 seldi borgin fyrirtækinu byggingarrétt á lóðinni og var þar áætlað að byggðar yrðu tæp- lega 200 lúxusíbúðir fyrir eldra fólk. Engar framkvæmdir standa hins veg- ar yfir á lóðinni og stendur hún ónýtt utan tjaldsins. Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki samband við forsvarsmenn Héðins- reits ehf. ErlA Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Ég ætla bara að vera hér á meðan ég er að vinna í mínum málum.“ Vísað frá Konukoti Hafdís hefur búið í tjaldinu undanfarnar vikur. Hún segir að sér hafi verið hent út af Konukoti því hún kvart- aði undan plokkfiski þar á sunnudögum. Mynd siGtryGGur Ari „Hann er tiltölulega nýkominn út á slóðina,“ segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. sem á skipið Hval 9 sem hélt út í sína fyrstu veiðiferð á þessari vertíð aðfaranótt fimmtu- dags. Þegar hafa tvö dýr veiðst og gert er ráð fyrir að vinnsla hefjist í Hvalfirði í dag, Talsverður hópur hafði safnast saman við Ægisgarð og fylgdist með þegar landfestarnar voru leystar. Kristján segir að yfirleitt sé reynt að veiða tvo hvali innan skikkan- legs tíma þegar farið er á haf út. Aðspurður hvort búið sé að finna kaupendur að kjötinu spyr Kristján á móti: „Getur þú ímyndað þér að við færum út í þessar hvalveiðar án þess að geta losnað við afurðirnar?“ Hann segir einnig að það sem var veitt í fyrra sé allt farið. Hvalföng- urunum var klappað lof í lófa þeg- ar skipið hélt út á slóðina en Krist- ján gat ekki sagt hvenær von væri á skipinu til baka. Hátt í hundrað manns voru við- staddir þegar skipið leysti landfestar og var það mál manna við höfnina í fyrrinótt að ekki tæki langan tíma að finna og skjóta fyrstu langreyðina. Reiknað er með að Hvalur 8 haldi til veiða eftir helgina en bæði skipin verða við veiðar í sumar. Eins og kunnugt er gaf Ein- ar Kristinn Guðfinnsson, þáver- andi sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, út reglugerð um veiðar á hrefnu og langreyðum í lok jan- úar. Þar er kveðið á um að á árun- um 2009 til 2013 megi veiða allt að 150 langreyðar á ári og 100 hrefnur. Kristján Loftsson sagði í samtali við DV í maí að fyrirtæki hans Hvalur hf. muni veiða allar 150 langreyðarnar. Engin önnur fyrirtæki eigi kvóta. bodi@dv.is Fyrsta ferð sumarsins á hvalveiðar staðreynd: Hvalur 9 farinn á haf út Haldið út á miðin Hvalur 9 hélt á haf út aðfaranótt fimmtudags við mikið klapp viðstaddra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.