Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2009, Blaðsíða 38
föstudagur 19. júní 200938 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Laufey B. Hannesdóttir verkfræðingur hjá Landsvirkjun Laufey Bryn- dís fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1969, B.Sc.-prófi í vatnafræði frá University of Arizona í Tucson í Bandaríkjunum 1972, B.Sc.-prófi í jarðfræði frá HÍ 1976 og cand.polyt.-prófi frá DTH í Kaupmannahöfn 1979. Laufey Bryndís var vatnafræð- ingur á Orkustofnun 1972-76 og 1977-85, kerfisfræðingur hjá SKÝRR 1985-91, verkefnastjóri hjá VKS 1992-85, var síðan verkefna- stjóri hjá SKÝRR en er verkefna- stjóri vatnamælinga hjá Lands- virkjun Power. Laufey Bryndís var formaður í Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur IV 1982-84 og hefur gegnt öðrum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn. Þá var hún formaður í sameignarfé- lagi Arnarholts 1998-99. Fjölskylda Laufey Bryndís giftist 20.8. 1977 Gísla Karel Halldórssyni, f. 3.6. 1950, byggingarverkfræðingi. Börn Laufeyjar og Gísla Karels eru Pálína Gísladóttir, f. 18.9. 1975, verkfræðingur í Reykjavík; Gauti Kjartan Gíslason, f. 30.5. 1978, verkfræðingur, búsettur í Kaup- mannahöfn; Finnur Gíslason, f. 24.3. 1982, verfræðingur, búsettur í Kaupmannahöfn. Systkini Laufeyjar Bryndísar: Georg Kjartan, f. 8.4. 1946, d. 19.7. 1969; Hjördís, f. 5.4. 1955, líffræð- ingur í Reykjavík. Foreldrar Laufeyjar Bryndísar: Hannes Ingibergsson, f. 1922, öku- kennari og fyrrv. íþróttakennari í Reykjavík, og Jónína Halldórsdótt- ir, f. 1926, d. 2008, húsmóðir. 60 ára á sunnudag 50 ára á föstudag Örn Árnason Leikari Örn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Hlíðunum auk þess sem hann dvaldi í Hrísey öll sumur til tvítugs. Hann fékk snemma áhuga á hús- gagnasmíði og var langt kominn í iðnnámi þar að lútandi er áhugi hans á leiklistinni tók yfirhöndina og hann ákvað að negla saman brand- ara fremur en spýtur. Örn stundaði nám við Leiklistarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1982. Örn var í föstu starfi sem leikari hjá Þjóðleikhúsinu 1982-95. Hann hefur jafnframt stundað ýmis önnur störf sem tengjast leiklist. Hann var einn af stofnendum Spaugstofunn- ar 1985, hefur ásamt félögum sínum á Spaugstofunni unnið að þáttagerð fyrir RÚV-Sjónvarp á árunum 1989- 93 og frá 1995, og þættina Imbakass- ann fyrir Stöð 2 1993-95. Auk þess hafa þeir Spaugstofumenn samið og flutt gamanefni á fjölda skemmti- staða, víða um land, um árabil. Þá sömdu þeir leikritið Örfá sæti laus fyrir Þjóðleikhúsið. Örn lék auk þess Afa á Stöð 2 um langt árabil frá 1987- 2006. Örn er landskunnur skemmti- kraftur og starfar sem slíkur jafn- framt leikhúsvinnunni. Hann starf- aði á Bylgjunni með gamanþætti í sakamálastíl, s.s. Þetta er þátturinn, Sama og þegið og Með öðrum orð- um, hefur tekið þátt í gerð áramóta- skaupa og skemmtikvölda á Hótel Sögu. Fjölskylda Örn kvæntist 6.4. 1985 Jóhönnu K. Óskarsdóttur, f. 4.2. 1957, kennara. Hún er dóttir Óskars Frímannsson- ar, lengst af starfsmanns hjá OLÍS, og Hólmfríðar Jónsdóttur húsmóður, sem bæði eru látin. Börn Arnar og Jóhönnu eru Óskar Örn Arnarson, f. 18.7. 1983, flugmað- ur og er kona hans Guðbjörg Har- aldsdóttir, líffræðingur hjá deCODE, en dóttir þeirra er Arna Sigurlaug; Erna Ósk Arnardóttir, f. 21.4. 1989, ballettdansari; Sólrún María Arnar- dóttir, f. 22.11. 1993, nemi. Systur Arnar eru Svanlaug Hall- dórs Árnadóttir, f. 25.3. 1949, lækna- ritari, búsett í Reykjavík en maður hennar er Ólafur Gunnarsson fram- kvæmdastjóri og eiga þau þrjú börn; Jónína Margrét Árnadóttir, f. 16.7. 1951, ritari við VÍ, búsett í Kópavogi, en maður hennar er Árni Steinsson, starfsmaður hjá VÍ, og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Arnar eru Árni Tryggva- son, f. 19.1. 1924, leikari og sjómaður í Reykjavík og í Hrísey, og k.h., Kristín Nikulásdóttir, f. 1.12. 1928, húsmóðir. Ætt Foreldrar Árna voru Tryggvi Ágúst Jóhannsson frá Galmarsstöðum sjó- maður og Margrét Gísladóttir hús- móðir. Foreldrar Kristínar voru Nikul- ás Árni Halldórsson, trésmiður í Reykjavík, og k.h., Jónína Guðbjörg Helgadóttir húsmóður. Örn fær sér kaffibolla með kon- unni á góðum stað í tilefni dagsins. Blóm og kransar afþakkaðir. Ingólfur fæddist að Efri-Gríms- læk í Ölfusi og ólst þar upp. Hann stundaði sjómennsku á sínum yngri árum, lengst af á togaranum Fylki frá Reykjavík. Hann hætti til sjós 1971 og stundaði síðan almenn verkamanna- störf í Reykjavík, lengst af hjá skipa- deild Sambands íslenskra samvinnu- félaga, síðan Samskipum. Fjölskylda Ingólfur kvæntist 19.1. 1962 Ragn- heiði Halldórsdóttur, f. 8.8. 1936, hús- móður. Hún er dóttir Halldórs Marí- asar Ólafssonar, f. 2.11. 1894, d. 12.9. 1955, sjómaður á Ísafirði, og Ólafar Helgu Fertramsdóttur, f. 2.11. 1893, d. 14.5. 1992, húsmóður. Börn Ingólfs og Ragnheiðar eru Helga María, f. 10.10. 1954, sjúkra- liði, gift Þorsteini Helgasyni offset- ljósmyndara og eiga þau þrjú börn; Andrés Reynir, f. 3.4. 1956, trésmið- ur, var kvæntur Örnu Steinþórsdótt- ur fóstru sem lést 22.9. 1996, og eign- uðust þau þrjú börn, en eiginkona Andrésar er Guðlaug Helga Kon- ráðsdóttir skrif- stofumaður; Halldór, f. 18.5. 1962, bygging- arverkfræð- ingur, kvæntur Elísabetu Þór- unni Ásthildi Maack Pét- ursdóttur iðn- rekstrarfræðingi og eiga þau tvær dætur; Ása, f. 4.4. 1965, d. 8.9. 1968; Ásberg Konráð, f. 31.5. 1971, bygg- ingarverkfræðingur en sambýliskona hans er Þórhildur Guðmundsdóttir byggingarverkfræðingur og eiga þau tvö börn. Systkini Ingólfs: Gunnar, f. 4.7. 1928, bóndi á Efri-Grímslæk, kvænt- ur Grétu Jónsdóttur og eiga þau þrjá syni; Magnús, f. 8.9. 1933, bifreiðar- stjóri, var kvæntur Jónu Sigursteins- dóttur en þau skildu og eiga þau fjög- ur börn; Sigríður, f. 20.2. 1937, gift Guðmundi Þorsteinssyni vélstjóra og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Ingólfs voru Konráð Einarsson, f. 21.11. 1898, d. 17.8. 1980, bóndi á Efri-Grímslæk, og Soff- ía Ásbjörg Magnúsdóttir, f. 1.5. 1898, d. 31.1. 1995, húsfreyja á Efri-Gríms- læk. Ætt Konráð var bróðir Marteins Einars- sonar og Kristins Einarssonar kaup- manna, sem báðir versluðu við Laugaveginn. Konráð var sonur Ein- ars, b. á Efri-Grímslæk Eyjólfsson- ar, b. á Efri-Grímslæk. Móðir Einars var Kristrún Þórðardóttir, b. í Hlíð í Eystri-Hreppi Guðmundssonar. Móðir Konráðs var Guðrún Jónsdótt- ir, b. á Hjalla og síðar kaupmanns í Reykjavík Helgasonar. Soffía var dóttir Magnúsar, b. á Efra-Skarði Magnússonar, b. á Efra- Skarði Ólafssonar. Móðir Magnúsar var Þórunn Árnadóttir. Móðir Soff- íu Ásbjargar var Sigríður Ásbjörns- dóttir, b. í Melhúsum á Akranesi Ás- björnssonar. Móðir Sigríðar var Soffía Sveinsdóttir. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 80 ára á föstudag Ingólfur Konráðsson fyrrv. sjómaður og verkamaður Ásgeir Þorkelsson smiður í sandgerði Ásgeir fæddist í Keflavík en ólst upp í Sandgerði. Hann starfaði við fiskvinnslu, sjómennsku og iðnað- arstörf, var verkstjóri hjá Ný-Fiski ehf. í Sandgerði en stundar nú smíðar hjá Staftré. Ásgeir var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Sandgerðis, situr í atvinnumálaráði þar og var gjald- keri Knattspyrnufélagsins Reynis. Fjölskylda Ásgeir kvæntist 9.12. 1978 Ólínu Margréti Ólafsdóttur, f. 8.1. 1961, starfsmanni við íþróttahúsið í Sandgerði. Börn Ásgeirs og Ólínu Margrét- ar eru Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, f. 12.10. 1978, stjórnmálafræðing- ur en maður hennar er Bogi Guð- mundsson lögfræðingur og er dótt- ir þeirra Bryndís Bogadóttir, f. 23.8. 2008; Iðunn Ásgeirsdóttir, f. 1.4. 1984, ferðamálafræðingur en mað- ur hennar er Þorbergur Ól- afsson húsa- smiður; Ásgeir Þór Ásgeirs- son, f. 11.2. 1991, nemi. Systkini Ás- geirs: Sveinn Þorkelsson, f. 20.5. 1951; Hervör Þorkelsdóttir, f. 27.5. 1953; Viðar Þorkelsson, f. 28.6. 1954; Gunnar Þorkelsson, f. 31.12. 1957, ; Lára Þorkelsdóttir, f. 24.8. 1961, ; Þórður Þorkelsson, f. 18.12. 1965. Hálfbróðir Ásgeirs, samfeðra, var Guðmundur Þorkelsson, f. 14.2. 1946, nú látinn. Foreldrar Ásgeirs: Þorkell Að- alsteinsson, f. 26.7. 1919, d. 30.3. 1980, verkamaður í Sandgerði, og Ólafía Guðmundsdóttir, f. 8.7. 1921, d. 15.2. 2005, húsmóðir. 50 ára á laugardag Ari Harðarson véLfræðingur í reykjavík Ari fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Álftamýrar- skóla og lauk vélfræðiprófi frá Vélskóla Ís- lands 2002. Ari starf- aði við vélaverkstæði Jóhanns Ól- afs á námstímanum, var vélstjóri á frystitogaranum Hrafni Svein- bjarnarsyni 2002-2008 og starfar nú hjá Opptimar Ísland. Ari hefur stundaði hesta- mennsku sl. sex ár og á nú tvo hesta. Þá hefur hann leikið á gítar með hljómsveitinni Silent Rivers sl. fjögur ár. Fjölskylda Eiginkona Ara er Sigrún Jónsdóttir, f. 16.11. 1969, skrifstofumaður hjá RARIK. Sonur Ara og Sigrúnar er Stígur Arason, f. 31.8. 2006. Fósturdóttir Ara og dóttir Sig- rúnar er Arney Ingibjörg Sigur- björnsdóttir, f. 29.10. 1994. Systur Ara eru Þórunn Harðar- dóttir, f. 25.4. 1967, leikskólakenn- ari á Hvanneyri; Helga Harðardótt- ir, f. 28.8. 1969, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Ara eru Hörður Guð- mundsson, f. 19.7. 1937, kennari í Reykjavík, lengst af við Vogaskóla, og Kristín Valdimarsdóttir, f. 26.4. 1939, kennari í Reykjavík, lengst af við Vogaskóla. 30 ára á föstudag Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. Það borgar sig að auglýsa í DV! ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.